Stjarnan - 01.12.1939, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.12.1939, Blaðsíða 7
STJARNAN unarkonan ykkar gjöröi alt sem hún gat til aÖ lina þjáningar, en hún gat ekki létt byrðinni af hjarta mínu, svo spur'Öi eg hana hvort hún gæti ekkert meira gjört fyrir mig. Hún leit á mig og sagÖi: “Jú, aÖeins eitt ennþá og >að er mest áríðandi. Eg get fallið á kné og beðiði hinn mikla lækni að hjálpa þér.” Hún féll á kné og bað, það var forskriftin sem hjálpaði mér svo eg svaf í einum dúr alla nóttina. Nú langar mig að biðja þig að biðja fyrir mér.” Eg stakk upp á að kalla á læknirinn líka og samþykti hún það. Eaeknirinn kom inn og við tókum okkur sæti, konan, sem las Biblíuna með sjúklingunum var líka nieð okkur og sagði: “Systir, nú erum við kornin hér til að biðja með þér.” “Áður ien þið biðjið þarf eg að segja ykkur nokkuð, það er bezt eg gjöri það strax,” svaraði hún. “Doktor, eg var hér fyrir fjór- um árum síðan, og þú talaðir aldrei við mig um velferð sálar minnar, þú komst inn, heils- aðir upp á mig og fórst út, en aldrei stakst þú upp á að biðja fyrir mér og nú er eg glötuð. Eg hefði átt að taka á móti fagnaðarerindinu og verða Aðventisti fyrir fjórum árum síðan en þú hafðir enga hugsun um mína andlegu velferð, þegar eg var hér áður.” Við töl- uðum við hana og báðum fyrir henni; það gleður mig að segja, að hún tók á móti Jesú sem persónuleguim frelsará sínum. Hún lifði nokkra mánuði glöð og trúarörugg og sofnaði svo í von Guðs barna. Þegar við gengum út greip læknirinn í handlegg mér og sagði: “Bróðir Semmens, eg veit aldrei nær er tíminn til að biðja fyrir sj úklingunum. Maður veit ekki hvað maður á að gjöra.” “Kæri bróðir,” svaraði eg, “eftir því sem eg get bezt skilið er aðeins eitt að gjöra og það er að fara aldrei inn til sjúklings án þess að gefa honum tækifæri til að af- þakka bæn ef hann vill ekki hafa hana.” Læknirinn hefir fylgt þeirri reglu síðan. Kæru vinir mínir, þetta er mjög einfalt. Það er persónulegt samifélag vort við Jesúm, sem alt er undir komið og hvað verður þá árangurinn ? “Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgun- roði og sár þitt gróa bráðlega, þá mun rétt- læti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér.” 8. vers. Hvar getur þú nema í Biblíunni fundið forskrift, sem ef henni er fylgt nákvæmlega, veitir bæði líkamlega og andlega heilsu — og 103 hamingju. Því það er eínmitt sem þessar ritningargreinar segja. Jes. 58:6-8. Biðjið og stcirfið. Vera imá einhver segi: Vér höfum beðið en ekki fengið svar upp á bænir vorar. Ætli vér höfum altaf, beðið en aldrei starfað neitt, að vér höfum beðið um meira en aldrei notað það sem Guð þegar hefir gefið oss? Ef vér störfum ekki þá gætum vér fengið það sem mætti nefna andlegt meltingarleysi, af því vér höfum tekið á móti gjöfum Guðs en aldrei notað þær honuinn til dýrðar. Þetta getur verið ástæðan fyrir að vér fáum ekki bæn- heyrslu. Því Drottinn segir að ef vér fylgj- um þeim reglum, sem hann hefir fyrir oss lagt: “þá munt þú kalla á Drottin og hann mun svara. Þú munt hrópa á hjálp og hann segja: Hér er eg.” Þegar syndin kom inn í heiminn, þá hafði Guð þegar séð um lækningu við henni, og fyrirhugað að gefa sinn eingetinn son mönnum til frelsunar. Og Guði sé lof, hann getur frelsað oss frá syndinni hverrar tegundar sqm hún er. Hann getur lyft oss upp úr foræðinu og sett fætur vora á veg réttlætisins. “Þá mun Drottinn stöðugt leiða þig og seðjaj þig, þótt þú sért staddur á vatnslausum stöðum, og styrkja bein þín, og þú munt verða sem vökvaður aldingarður og sem upp- sprettulind, sem aldrei þrýtur.” n. vers. Vinir mínir, látum oss helga Guði líf vort, svo vér megum lifa í stöðugu Samfélagi við hann, og þannig öðlast þá reynslu, sam; hjálp- ar oss til að standast gegnum erfiðleika og hættur hinna síðustu daga heimsins og mæta óflekkaðir í dýrð frammi fyrir dómstóli Drott- ins. Þetta er mögulegt aðeins ef vér viljum kosta kapps um að þekkja Drottin, Hann mun eins áreiðanlega koma eins og morgun- roðinn rennur upp. Eátqm oss biðja eins og Pétur postuli að vér megum vaxa í náð og þekkingu Drottins vors og frelsara Jesú Krists. Það er löngun mín. Hvað segir þúr L. A. Semmens. Bandaríkin gjöra ráð fyrir að 500,000 bændur imieð fjölskyldum sínum flytji þaðan til Brazilíu á næstu 10 árum. Eólk þetta hefir að undanförnu aðeins getað dregið fram lífið og vænt er eftir að það geti bætt kjör sín á þennan hátt. Það er áformað að Bandarikin borgi flutnings kostnaðinn en Braziliustjórn leggur þeim til bújörðina og hjálpar þeim að byrja búskapinn.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.