Stjarnan - 01.05.1940, Síða 1

Stjarnan - 01.05.1940, Síða 1
STJARNAN MAl, 1940 LUNDAR, MAN. Fyrir rétti BráÖum verðum við, þú og eg, að mæta fyrir dómstóli Krists, þegar hann kemur sem dómari alls holds. Þegar Jesús kom i heim- inn fyrir rúmum 1900 árum síðan, þá kom hann til að kenna okkur, bæði með orðuimi og eftirdæmi hvernig vér ættum að lifa til þess vér gætum öðlast ódauðleika og eilíft líf í Guðs ríki, og er hann hafði lokið því starfi sínu, þá dó hann í minn og þinn stað fyrir syndir vorar og yfirtroðslur Guðs boðorða, og keypti oss þannig barnarétt hjá Guði og erfðarétt að hans eilífa dýrðarríki. En arf- takan er bundin því skilyrði að vér séum end- urfædd af Guðs lifandi orði og anda. Jesús segir: “Maðurinn getur ekki séð Guðs ríki nema hann endurfæðist.” Jóh. 3:3. Hvað er endurfœðing? Þegar maður heyr- ir eða les Guðs orð í Heilagri Ritningu, trúir ]>ví og ásetur sér að fylgja og breyta eftir því, þá er það Guðs ia.ndi í orðinu, senr fram- kvæmir svo gagngjörða breytingu á innra lífi og hugsunarhætti mannsins, að það imá í sann- leika segja að hann er ný skepna. Þessi breyt- ing kemur í Ijós í breytni hans, í orðum hans og allri framkomu. Sá, sem áður var sér- drægur og ágjarn verður nú ráðvandur mað- ur, sem 'lætur sér ant um velgengni náungans. Sá, sem stal gjörir það ekki lengur, heldur skilar aftur og bætir upp það sem hann hefir ranglega haft af öðrum. Sá lastunáli hættir að tala illa um aðra. Sá skapvondi verður hógvær, gæfur og um- burðarlyndur. Sá öfundsjúki verður svo breyttur að hann gleðst yfir og styður að vel- gengni annara. Sá, sem áður var kærulaus um skyldur sínar gagnvart Guði og mönnum verður samvizkusamur í öllu og leysir af héndi störf sín eins og þau séu unnin fyrir Guð en ekki menn. Sá, sem áður skeytti ekkert um að lesa eða heyra Guðs orð, notar nú hvert tækifæri til að heyra það og lesa, til að efla þekkingu sína á því eina nauðsyniega, til þess að geta lagað' líf sitt eftir hinni eilífu algildu reglu, sem Guð hefir gefið oss, sem er hans heilögu boðorð ög dæmi frelsara vors Jesú Krists. Ó, hvílíkur fiagnaðardagur það verður fyrir þann, sem svo er undirbúinn, að sjá himininn opnast og mannsins son koma í skýjunum með veldi og dýrð mikiLli. Hann hefir haft sam- félag við Jesúm í bæn og trú og glaðst óút- málanlegum og dýrðlegum fögnuði, í voninni, en hvað verður það þá, hvílík hiimnesk gleði þegar voniri rætist, og stundin kemur er hann fær að sjá frelsara sinn og herra augliti til auglitis, og heyra hann segjia: “Komið ást- vinir Pöður. Míns og eignist rikið, sem yður var fyrirbúið frá upphafi veraldar.” Þeir, sem liafa hafnað Guðs orði, virt það einkis, ekki trúað því, afsaLcað sjálfa sig en ásakað Guð, reitt sig á eigin góðverk, talið sjálfum sér og öðrum trú um að Guð meinti ekki það, sem hann segir í orðinu þegar hann aðvarar og áminnir, þeir, sem hallda því fram að Guð sé svo góður að liann láti imienn ekki glatast þó þeir lifi i synd og yfirtroðslu Guðs boðorða og það oft viljandi og vísvitandi, enda þótt Guð segi: “Laun syndarinnar er dauði,” og að: “Sá, sem ekki .hlýðnast syninum skal ekki sjá lífið.” Jóh. 3 :’6. Alilir þessir munu með skelfingu óska að fjöllin og hamrarnir hrynji yfir þá og feli þá fyrir ásjónu þess, sem í liásætinu situr og fyrir reiði lanrbsins. (Op. 6:16). Hér hefir verið 'lýst tveimur flokkum inanna. Þú getur ákveðið í hverjum flokkn- unr þú rnunir vera á þeiim' rnikla degi. Maður þarf el-cki að vera sérlega trúhneigður til að hugsa dálítið frarn á veginn. Vér vitunr öll að vér erurn hér á jörðunni aðeins takmarkað- an tínra. Ef vér kjósunr hér í tímanum að lreyra Guðs orð, fylgja þvi og hlýða, þá er engu tapað i þessurn heimi, senr vert er að eiga eða njóta, en alt unnið, gleði, friður og haim-

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.