Stjarnan - 01.05.1940, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.05.1940, Blaðsíða 2
34 STJARNAN ingja hér og eilíft líf í öðrum heimi í dýrð hjá Guði, En þeir sem ekki liugsa fyrir sinni eilífu framtíð fara á mis við sanna gleði og hamingju hér í lífi, og missa hið himneska hnossið að lokum, en verða út- reknir í hin yztun myrkur. Hvar verður þú í eilífðinni? 6". Johnson. Skilyrði fyrir ávaxtasömu bœnarlífi “Herra, kenn þú oss að biðja.” Lúk. n, i. Ungur, kristinn maður, sem vill lifa hinu fullkoimna lífi, og verða hæfur til að starfa með góðum árangri verður eigi aðeins að verja miklum tíma ti'l ða vera einn með Guði í bæn, heldur og að færa sér sem bezt í nyt, þessi dýrmætu einkaréttindi. Rithöfundur einn segir: “Smániarbletturinn á kristindóms- lífi manna er að þeir geta verið ánægðir án þess að hafa nokkra ákveðna reynslu í því hvað bænheyrsla er.” í öllum greinum viðskiftalífsins verða rmenn að fullnægjia öllum skilyrðum til þess að geta náð góðum árangri. Sama regla gildir að því er snertir bænina. “Flestar bæn- ir fá enga bænheyrslu, og sarnt sem áður stendur Guð við iloforð sitt.” Orsökin til þessarar auðsæju vöntunar hlýtur þá að vera sú, að rnenn fullnægi ekki skilyrðunum. Sér- hver sönn bæn verður að vera þrungin af anda Krists, og slikum bænum verður ætíð svarað. “Ef bænir vorar eru ekki heyrðar,” segir D. L. Moody, “hlýtur það að koma til af þvi, að vér höfum ekki beðið af réttum hvötum, eða í samræmii við Ritninguna.” Vér skulum setja á oss höfuðatriði sannrar bæn- ar, eins og þau finnast í Biblíunni, og eins og reynsla annara manna útskýrir þau fyrir oss. Ef þú finnur að þú biður árangurs- laust, þá er orsökin ef til vill sú, að eitthvað af höfuðatriðum vantar í bænir þínar. i. Lotning. Ber þú lotningu fyrir Guði, sem þú snýr þér til og biður um daglega blessun? Hundr- aðshöfðinginn viðurkendi tign Jesú og yfir- burði. Kanverska konan sömu'leiðis. Einhver hefir með sanni sagt: “Ef vér þekkjum Krist, getum vér ekki verið drambsamir. Ef vér þekkjuim sjálfa oss, hljótum vér að vera auðmjúkir.” 2. Þakkargerð. Hvað er mikið af þakkargerð í bænum þínum? Páll segir: Gerið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargerð.” Ef að kristnir menn vildu verja meiri tíma til að þakka Guði fyrir hina undursarolegu gæsku hans við mennina, þá nnundu þeir ekki vera eins gjarnir á það og nú, að rnögla og kvarta. ■ Gamall sveitabóndi, sem menn fundu kné- krjúpandi við gröf hermanns eins nálægt Nashville, gefur gott dæmi upp á þakkláts- semi. Þessi spurning var lögð fyrir hann: “Hvers vegna lætur þú þér svo annt um þetta leiði? Ef til vill er sonur þinn jarðaður hérna?” “Nei,” svaraði bóndinn, “en meðan á stríðinu stóð, voru allir í fjölskyldu rninni veikir, og eg gat ekki farið frá þeim. Eg var kallaður í stríðið. Þá kom einn af nágrönn- um imínum heim ti'I mín og sagði: “Eg skal fara í þinn stað, eg hefi enga fjölskyldu.” Hann fór í stríðið og hann særðist í orustunni við Chickamanga, og var borinn í sjúkrahús- ið þar sem hann dó. Og eins og þér sjáið. herra minn, hefi eg ferðast margar mílur til þess að geta skrifað þessi orð uppi yfir leiði hans: “Hann dö fyrir mig.” Kæri vinur! Frelsarinn dó fyrir þig og mig. Og hann steig upp til himins eftir upp- risu sína til að tala máli syndarans. Daglega talar hann máli voru fyrir hinum himneska dómstóli. Daglega sendir hann engla sína til að verndá oss, og Heilagian anda til að kenna oss. Daglega veitir hann oss margs konar gæði lífsins. Vissulega ættu hjörtu vor. að fyllast lofgerð og þakklæti tiil hans fyrir hina óumræðilegu gæsku hans við ioss. Þakkar- gerð og lofsöngvar ættu að vera meginþáttur- inn í bænagerð vorri. 3. Syndajátning. Viðurkennir þú syndir þínar iðrandi fyrir Guði ? Daníel, ástmögur Guðs, hugsiaði einnig til sjálfs sín, þegar hann sjö sinnum í bæn sinni nefndi og viðurkendi syndir þjóðar sinnar. Og íhugaðu bænir Jobs og Davíðs, og bæn toillheimtumannsins. Þeir báðu allir í sannri auðmýkt. Öðru vísi var því varið með Faraó, þegar hann bað þess, að plágunum yrði af létt, eða með Faríseann, sem stærði sig af því að hann væri ekki eins og aðrir

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.