Stjarnan - 01.05.1940, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.05.1940, Blaðsíða 4
36 l ; STJARNAN Trúin gerir jafnvel hinni lítilmótlegu&tu leitandi sál mögulegt aÖ öðlast gnóttir hilm- insins, en þaÖ er sorglegt til þess aö' vita, aÖ þa8 viröist vera svb lítið um trú meÖal krist- inna mianna. Flestir þeirra liafa nóga trú, þegar um tímanlega hluti er a8 ræÖa. Menn kaupa t. d. farseÖil á járnbrautarstö8, gefa peninga fyrir prentaÖan mi8a, sem á a8 gilda fyrir alla ferÖina. Menn eru ekki meÖ neinar efasemdir eða heliabrot um þaÖ, hvort farseÖ- ililinn muni vera fullgildur, heldur bera fult traust til járnbrautarfélagsins. Menn ganga inn í borðsalinn tortryggnislaust, neyta matarins imeÖ góðri lyst, og vænta aÖ hann komi þeim að fullum notum. En hvað skyldi GuÖ mega hugsa um oss, þegar vér komum í nálægÖ hans, þessia vors trygga og ástríka vinar og velgerara, með efasemdir og vantrú. í hjarta voru. Þegar Kristur kom niÖur af ummyndunar- fjallinu, og hinn örvinglaði faÖir hrópaði til hans: “Ef þú getur nokkuð, þá sjá aumur á okkur og hjálpa okkur,” svaraði hann: “Ef þú getur! Sá getur alt, sem trúna hefir.” Þetta er einlmiitt það, sem hann segir við þig og mig. Og eigum við ekki að segja með þessum manni: “Eg trúi, Herra, en hjálpa þú vantrú minni!” Það er eins og Cortland Meyers hefir sagt; “Bf þér gætum aðeins séð inn fyrir fiortjaldið, þá mundum véi skilja, að uppspretta alls máttar er á himnum. Vér munduími verða þess varir, að á því augna- bliki, sem trúa-rbænin er send tisl hæða á kyr- látri bæniastund, skeður eitt eða annað víðs- vegar um heiminn fyrir áhrif hennar og kraft. Þessi óbifalega trú á Guð, sem ómissandi er til þess að bænir vorar geti komist fram fyrir hásæti himinsins, ummyndar mannlífið á hinn dásamlegasta hátt. Hún lyftir oss upp yfir alla angist og ótta. Hún veitir oss líf og kraft til framkvæmda öðrum til eftirdsdmis. Hún fjörgar oss og hressir, eins og hljóðfæra- sláttur gerði eitt sinn við Hálendingana. ÞaÖ er sem sé fært í frásögúr, að í orustunni við Waterloo tók Wellington eftir því, aÖ herdeild ein af hinum hugrökku Hálendingum var að því komin að láta undan síga. Hljóðfæra- flokkurinn var óðara settur inn á meðal hinna fremstu í fylkingunni, og jafnskjótt og kapp- arnir skozku heyrðu fyrstu tónana, söfnuðust þeir saman á ný, sóttu fram og fóru sigrandi yfir vígstöövarnar. Þannig getur trú vor veitt öðrum nýjan hug og dug til að sigra i baráttu lífsins. Hin sterka trú á Guð og hina óþreytandi umhyggju hans fyrir oss, veitir oss jafn- framt hinn undursamlega frið, sem heimurinn með öllum sínum gæðum aldrei getur veitt, og sem hvorki sorg, fátækt eðia erfiðleikar geta svift oss. Páll og Sílas höfðu öruggt traust á Guði, þegar þeir sungu lofsöngva í hinu dimnia fangelsi, meÖ járnhlekki um fætuma. Það er vissulega satt, sem Jesaja segir: “Þú veitir ævarandi friÖ, því iað þeir treysta á þig.” Jes. 26, 3. Dagbókin hans afa Það hefir verið sniér gleðiefni að eiga föður sem hét Samúel, og veistu hvað, móðir hans hét Hanna. Amma mín nefndi son sinn Siamúel af því Guð gaf henni hann sem svar upp á bæn, eins og tilfellið var með Samúel spámann. Einu sinni var eg spurð hvernig eg vissi þetta, þar sem eg var ungbarn þegar afi iminn og amma dóu. Afi minn hélt dagbók, ef ekki hefði svo veriÖ hefði eg að líkindum ekki vitaÖ þetta. Eftir aÖ eg hafði lært aÖ lesa fór eg oft upp á háa loftiÖ og las í dagbók afa míns, sem móðir mín geymdi ásamt mörgum öðrum verð- mætulmi hlutum í gamalli kistu, sem var ofin úr tágum eins og karfa. Meðal annars sem eg las þar var, að þegar faðir minn var þriggja ára gamali, þá lcomst hann út fyrir girðinguna. Amma var önnum kafin við heimilisstörfin þegar hún alt í einu heyrði taiað til sín í heyranda hljóði: “Farðu og líttu eftir Samúel litla.” Hún þaut strax út að leita hans og fann hann að lokum rnílu vegar í burtu í hóp flökkufólks, sem þar var á ferÖinni. Konan, sem hafði stoliÖ honum dróg hann meÖ sér en hann grét hástöfum og kallaði á móður sína. Það tók ekki langan tíma fyrir móður- ina að ná honum frá konunni, og hann var svo glaður aÖ vera kominn aftur til móÖur sinnar. Drottins englar setja herbúðir sínar kring- ■uHni þá sem óttast hann og vernda þá.” Ef þú skilur ekki það vers, þá get eg sagt þéi sögu úr dagbókinni hans afa, sem skýrir það fyrir þér.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.