Stjarnan - 01.05.1940, Blaðsíða 5
STJARNAN
Afi minn var prestur. Eina nótt, er hann
var á heimleið í niðamyrkri, og var'Ö a'Ö fara
gegnum þykkan skóg, þá fann hann svo djúpa
þrá og þörf fyrir a'Ö Iji'Öja Gu'Ö um varSveislu.
Hann vissi ekki af neinni hættu, en baÖ þó
einlæglega o.g alvarlega til GuÖs. Næsta
sunnudagskvökl er hann kom að skólahúsinu,
þar sem hann prédikaÖi, komu til hans þrír
okunnir menn og beiddu hann að korna me'Ö
sér inn í herbergiÖ, sðm var aftur af skólan-
um, þar sögSu ]>eir honum frá því aS þeir
beföu veri'Ö reiðir við hann af því, að fyrir
prédikanir hans, hefðu fleiri menn, sem áður
voru stöðugir viðskiftavinir, hætt að koma 1
vínsöluhúsið, af því þeir voru hættir að
drekka. Þeir óttuðust fyrir að missa fleiri
viðskiftamenn, svo þeir komu sér saman um
37
að myrða afa þegar hann gekk í gegnum
skóginn hina dimimu nótt, sem áður er á minst.
Þeir höfðu barefli í höndum sér, og ætluðu
a'ð ráðast að honuni með þeim, en þeim til
rnestu gremju og undrunar urðu þeir stífir
eins og myndastytta meðan afi fór framhjá.
Þegar þeir náðu sér aftur, hilupu þeir heim,
fullkomlega sannfærðir uin að yfirnáttúrleg-
ur kraftur varðveitti hinn unga prédikara.
Þeir beiddu afa að fyrirgefa glæp sinn, og
þessi reynsla þeirra leiddi að lokum til þess
að þeir sneru sér til Drottins.
Eg er viss um að þér eruð mér sammála
í því að engill Drottins hindraði þessa menn
frá því að gjöra afa mínum nokkurt mein.
Ernani Smith.
Nóg vinna fyrir alla
Alt, sem skapað er hefir einhvern tilgang
með tilverui sina. Vásindalmenn finna út dag-
lega að jafnvel það lítilfjönlegasta, sem til er
getur orðið að einhverjum noturn. Enginn
maður getur lifað gagnlegu og hamingjusömu
lifi, nema hann hafi einhverja hugsjón, eitt-
hvert takmark að keppa að.
Guð hefir ætlað hverri þjóð og hverjum
einstafcling sitt ákveðna hlutverk. Hann, sem
gjörir alt rétt, mælir menn og þjóðir á tmiæli-
kvarða réttvísinniar, sem hann hefir í hendi
sinni. Affir ákveða framtíð sína með sínu
eigin vali. Guð ræður yfir öllu til að fram-
kvæma sína eigin ákvörðun. Hann gefur líka
hverjum manni sitt starf. öllum er ætlað verk
að vinna til framkvæmdar áformi konungs
konunganna.
Hæsta takmark lífsins er að þekkja Jesúm
og undirbúa oss til að gefa honum hina full-
komnustu þjónustu hvar sem hann setur oss.
Páll postuli segir: “Meira að segja met eg
jafnvel alt vera tjón hjá yfirburðum þeim, er
felast i þekkingunni á Kristi Jesú Drotni mín-
um, því að fyrir sakir hans hefi eg mist alt
og met það sem sorp til þess að eg geti á-
unnið Krist og reynst vera í honum.”
Það er sagt að til séu aðeins tvéir flokkar
í heiminulm, þeir sem sigla og þeir sem láta
berast með straumnum. Þeir, sem vita hvert
ferðinni er heitið og keppast eftir að komast
þangað, og hinir, sem láta vindinn og bylgj-
urnar bera þá hvert sem stefnir. Það er nauð-
synilegt að setja sér takmark, en það er ekki
nóg. Menn segja oft: “Eg vil gjöra það,
sem rétt er,” en afsaka svo vanrækslu sína
og yfirsjónir. Menn þurfa aÖ setja sér tak-
mark til að keppa að, en til þess það verði
að nokkru liði, verða þeir einnig með a'lvöru
og staðfestu að keppa að takmarkinu.
“Eg ætla að lesa og búa mig undir, og svo
getur verið að tækifæri mitt komi,” sagði
Abraham Eincoln. Tækifærið kom og hann
var tilbúinn að gripa það.
“Vér ættum að þroska allar gáfur vorar og
krafta til að ná sem mestri fullkomnun, svo
vér getum látið sem mest gott af oss leiða.”
Guð hefir ákveÖið starf fyrir hvern ein-
asta imann. Vera má hann ætli oss starf á
skrifstofu, eða á búgarði, á heimalandi voru
eða úti í heiðingjalöndunum, en hvar sem
hann setur oss, þá látum oss vinna trúlega,
eins og vér séum að vinna fyrir Guð, en
ekki fyrir menn.
L. H.
Fiskimenn leita uppi orma að nóttunni til
að nota fyrir beitu. Þeim er ráðlagt að nota
rautt ljós af því hvítt eða blátt ljós hefir
þau áhrif á ormana að þeir skríða aftur ofan
í jörÖina. AS vísu geta þeir ekki séð, en
framhluti þeira er mjög viðkvæmur fyrir
birtu.
♦ ♦ ♦ ♦
Svissland er elzta þjóðveidi heimsins.
Svisslendingar hafa þrefalt fleiri dagblöð held-
ur en Bretar.