Stjarnan - 01.12.1941, Page 3

Stjarnan - 01.12.1941, Page 3
S TJA RNAN 99 griparækt. Allar uppfyndingar, sem snerta framleiðslu af jörðinni hljóta því að vekja athygli manna. Vísindin hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja hvað jarðræktina snertir. Vér skulum fyrst nefna vélar, sem spara vinnukraft og létta vinnu. Jafnvel þó þær svifti miljónir manna atvinnu þá er tilgangur þeirra að létta mönnum erfiði. Það væri hægt að rækta miklu meira af yfirborði jarðarinn- ar ef hægt væri að nota vélar til að hreinsa landið, ræsa það fram, veita vatni og hindra jarðveginn frá skemdum. Fyrir 100 árum síðan notuðu bændur sömu verkfærin og forfeður þeirra höfðu notað fyrir 4,000 árum síðan, þunga plóga, orf og ljá, klárur o. s. frv. Á síðustu þremur mannsöldrum hefir erfiðismaður- inn fengið sláttu og rakstrarvél, þreskivél og ýmsar vélar til uppskeru, þar á meðal vél sem tínir bómullina og vinnur 20 manna verk. Vélarnar spara hestana og silo er bygt til að geyma grænt fóðrið. Rjómavélin; sem skilur mjólkina og ýmsar aðrar uppfyndingar hjálpa til að auka framleiðsluna og létta vinnuna. Undur flutningstækja. Eitt af því, sem oss þykir fremur öðru óskiljanlegt er það hvernig stjórna má vélum í fjarlægð. Flugvél má stjórna frá jörðunni með þráðlausum skeytum, þó enginn maður sé í flugvélinni til að stýra henni. Bílum er stjórnað án keyrslu- manns gegnum fjölfarin stræti án þess þeir rekist á eða slys komi fyrir. En hraði og stjórn á vélum í fjarlægð er ekki eina framförin á'samgöngusviðinu. Alt gengur með hraða, en margir hugsa þó nieira um þægindi og öruggleik. Samkepn- in í flutningum hefir verið mikil, svo menn hafa fundið upp undraverð þægindi, þar á meðal má nefna gott loft í járnbrautar- vögnum og hávaðalausa ferð. Á sumum járnbrautum hafa menn útbúning fyrir þráðlaus skeyti og talsímasamband. Alt hugsanlegt er gjört til þess að farþeginn geti haft það eins þægilegt og' heima hjá sér, þótt útsýnið umhverfis sé í sífeldri breytingu. Undraverk læknisfrnðinnar. Dauðinn er hinn versti óvinur mann- kynsins, svo það er náttúrlegt að menn vilji forðast hann svo lengi sem unt er. Það bezta sem vér getum óskað vinum vorum er langt og' hamingjusamt líf. Eng- inn sem er hamingjusamur óskar að deyja. Það sem fremur öllu öðru dregur úr ham- ing'ju manna er heilsuleysi. Menn þurfa hvorki að vera ríkir, háttstandandi, sterkir, ungir eða gamlir til að vera hamingju- samir. Ef undraverk vora tima veittu oss ekki ineiri hamingju gegnum betri heilsu, þá væru þau ekki nálægt því eins mikils virði og þau eru; en þau hafa gjört það. Menn hafa aldrei haft eins mikla þekking á sjúkdómum eins og nú. Framfarir i lækningum hafa haldist í höndur við aðrar framfarir. Það sem læknar nú gjöra til að byggja upp líkama mannsins hefði ver- ið álitið ómöguleg't fyrir einum 50 árum siðan. Nú á síðasta mannsaldri hafa læknar með fyrirbyggingu sjúkdóma, lækn- ingu þeirra og uppskurðum, leng't lífstíma manna að meðaltali um 20 ár. En hér verður að taka það fram, að þetta hefir að nokkru leyti tekist með því að frelsa líf fleiri ungbarna, fremur en lengja lífs- tíma eldra fólks svo miklu muni. En hvort sem menn lifa lengur eða skemur, þá er það mest um vert að þeir njóti góðrar heilsu meðan þeir lifa. Ein af hinum mikilsverðustu uppgötvunum læknisfræð- innar er að þeir hafa fundið út að það kostar -engin aukaútgjöld að halda við heilsunni, og aðeins lítið eitt meira að ná henni aftur. Svo góð heilsa getur eins vel verið eign fátæklinganna eins og hinna ríku. Lungnatæringin var fyr meir hvíta plágan sem lagði miljónir manna í gröt'- ina á ári hverju. Nú hafa menn sigrað hana og sjúklingurinn þarf hreint ekki að deyja úr henni, ef hann vi iI gjöra það, sem honum er sagt. Bólusetningar og innsprautingar hafa varið sóttum og frelsað mörg þúsund mannslíf á ári hverju. Menn hafa upp- götvað ýmsa sjúkdómsgerla og fundið upp meðul til að eyðileggja þá. Deyfingar- meðul hafa dregið úr þjáningum við upp- skurði. Menn hafa fundið »meðul til að koma í veg fjnir blóðeitrun. X-geislar gjöra léttari rannsóknir sjúkdóma og þess- vegna hægra að lækna þá. Radíuin og aðrar vísindalegar uppgötvanir hafa bæði læknað sjúkdóma og hjálpað við meðferð

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.