Stjarnan - 01.12.1941, Side 6
102
S TJ A RN A N
Sœðið, sem féll í góða jörð
Um þetta sæði segir Jesús: “Það er
féll í góða jörð merkir þá sem heyra orðið;
geyma það í göfugu góðu hjarta og bera
ávöxt með stöðuglyndi.” Lúk. 8:15.
Þetta göfuga góða hjarta, sem líkingin
talar um er ekki syndlaust, því fagnaðar-
erindið á að vera prédikað fyrir syndurum.
Jesús sagði: “Eg er ekki kominn til að
kalla réttláta heldur syndúga til lífernis-
betrunar.” Sá, sem veitir viðtökur áhrif-
um heilags anda í orðinu, hefir göfugt gott
hjarta. Hann viðurkennir syndir sínar og
finnur þörf sína fyrir náð og kærleika
Guðs. Slíkir heyrendur meðtaka ekki orð-
ið eins og manna orð, heldur sem Guðs
orð eins og það í sannleika er. Einungis
sá, sem viðurkennir Ritninguna»vera Guðs
raust, sem talar til hans er í sannleika
Jesú lærisveinn. Hann óttast Orðið, fyrir
hann er það lifandi veruleiki. Hann opnar
hug sinn og hjarta til að taka á móti því.
Þekking á sannleikanum er ekki svo
mikið komin undir skörpum skilningi eins
og einlægri sannleikslöngun og barnslegri
trú. Englarnir dvelja í návist þeirra, sem
með auðmjúku hjarta leita leiðbeiningar
hjá Guði. Guð gefur þeim sinn heilaga
anda til að opna fyrir þeim hina dýrmætu
fjársjóðu sannleikans.
Það er ekki nóg' aðeins að lesa eða
heyra orðið. Sá, sem vill njóta blessunar
orðsins verður að ígrunda sannleika þann
sem það heldur fram. Fyrir yfirvegun
orðsins og alvarlega bæn getur hann fyrst.
fengið fullkominn skilning og teigað svala-
drykk frá uppsprettu frelsisins.
Þeir, sem heyra orðið og geyma það í
hjartanum munu sýna ávöxt þess í lífi
sínu í fullkominni hlýðni við Guðs boðorð.
Guðs orð, sem veitt er móttaka sýnir sig
í góðverkum, göfugu innræti og dygðugu
líferni. Guðs orð er oft í mótsögn A7ið
kenningar manna, venjur þeirra og siðþ en
sá sem tekur á móti orðinu viðurkennir
allar kröfur þess, lagar alt líf sitt og fram-
ferði í samræmi við það og hlýðir því í
öllu. Skoðanir og ímyndanir manna met-
ur hann einkis í samanburði við orð hins
eilífa Guðs. Með staðföstum ásetningi
sækist hann af öllu hjarta eftir hinum
eilífu fjársjóðum, og hvorki fjármissir. of-
sóknir eða jafnvel dauðinn geta hindrað
hann frá að fylgja sannleikanum. Jesús
segir: “Sá sem elskar mig mun varðveita
mitt orð, og faðir minn mun elska hann
og til hans munum við koma og taka okk-
ur bústað hjá honum.” Jóh. 14:23.
Þegar Jesús býr hjá oss þá öðlumst vér
fullkomnari skilning, því vér erum í sam-
bandi við uppsprettu lífsins og vizkunnar.
Líf vort er falið með Kristi í Guði. Þá
lifum vér ekki lengur hinu gamla eigin-
gjarna lífi, því Jesús býr í hjartanu. Hans
hugarfar mun sýna sig í voru lífi og vér
munum bera ávexti heilags anda, þrítug-
faldan, sextugfaldan og hundraðfaldan.
E. G. W.
Skyndilega
Guð hefir oft skyndilega tekið í taum-
ana, og þar af leiðandi hafa stórkostlegar
breytingar átt sér stað í sögu heimsins.
Vér skulum hér benda á nokkur dæmi.
Skyndilega lukust upp flóðgáttir him-
insins og uppsprettur undirdjúpsins opn-
uðust, og allar lifandi skepnur á jörðunni
fórust í vatnsflóðinu, nema það sem var
með Nóa í örkinni.
Skyndilega var hætt við að byggja
Babelsturninn af þvi Guð ruglaði tungumál
fólksins.
Eldi og brennisteini rigndi skyndilega
yfir Sódómu og Gómorru og eyðilagði borg-
irnar.
Englarnir komu skyndilega og fluttu
hirðunum gleðiboðskapinn um frið á jörðu
við fæðingu Krists.
Á hvítasunnudaginn kom skyndilega
þytur frá himni eins og aðdynjandi sterk-
viðri, og þeir urðu allir fullir af heilögum
anda.
Guð mun einnig í framtíðinni skyndi-
lega taka í taumana. Hann, sem menn
forsmáðu og krossfestu, en sem Guð reisti
frá dauðum og setti sér til hægri handar á
himnum, mun koma aftur skyndilega sem
eldingin, og með hvellum lúðurhljómi.
“Vakið þess vegna, þvi þér vitið ekki
hvenær herra yðar kemur,” X.