Stjarnan - 01.12.1941, Síða 7

Stjarnan - 01.12.1941, Síða 7
STJARNAN Í03 Hvers vegna hann hætti vínsölunni “Kenn þeim unga þann veg, sem hann á að ganga, og þegar hann eldist mun hann ekki af honum beygja.” Orðskv. 22:6. “Eg heyri að Smith hafi selt veitinga- hús sitt,” sagði miðaldra maður við félaga sinn, þar sem þeir sátu og voru á veitinga húsi einu að fá sér hressingu. “Já, hvers vegna skyldi hann hafa g'jört það. Eg hélt hann rakaði saman pening- um þar.” Hinn fyrri svaraði: “Smith á ágæta, skynsama konu, indælt heimili og þrjú þau skemtilegustu börn, sem þú hefir nokkurn tíma séð leika sér. Smith er heiðursmaður, hann hvorki drekkur né tekur þátt í lukkuspili, og hann elskar konu sína og börn. Einu sinni um eftirmiðdaginn vikuna sem leið kom hann heim og fann þá að konan hafði farið ofan í bæinn til að kaupa eitt- hvað, svo hann gekk í gegnum húsið og út um bakdyrnar. Þar undir eplatré bak við húsið sá hann alla þrjá drengina sína, þeir voru að leika veitingahús. Hann sá þeir drukku eitthvað sem þeir jusu upp úr krukku, og það mátti sjá að eitthvað var að hjá þeim. Sá yngsti, sem stóð bak við veitinga- borðið hafði handklæði bundið utan um sig og hann tæmdi glösin nokkuð fljótt. Smith fór nú og leit ofan í krukkuna og það var þá öl í henni. Tveir af drengj- unum voru svo drukknir að þeir gátu varla gengið, en nágranna drengur, sem var tveim árum eldri lá sofandi undir trénu. “Þið megið ekki drekka þetta, drengir,” sagði hann alvarlega um leið og hann tók í faðm sér sex ára gamla drenginn, sem stóð bak við kassann, sem þeir notuðu fyrir borð. “Við vorum að leika veitingahús, pabbi, o,g eg seldi ölið alveg eins og þú gjörir,” svaraði litli drengurinn. Smith helti niður ölinu, bar drukna drenginn heim, svo tók hann sína drengi og lagði þá upp í rúm. Þegar kona hans kom heim var hann grátandi eins og barn. Sama kvöldið fór hann ofan í bæinn og seldi veitingalhúsið. Hann sagðist aldrei framar mundi selja einn einasta dropa af áfengi. Mrs. Smith sagði konunni minni frá þessu og hún grét er hún mintist á það.” Þetta er sönn saga en nafn veitinga- mannsins var ekki Smith. The Christian Scotsman. Ráðlegging auðmannsins Ungur maður kom einu sinni til auð- ugs kaupmanns og bað um peningalán til að byrja verzlun með. “Drekkur þú?” spurði kaupmaðurinn. “Aðeins stöku sinnum að eg bragða vín.” “Snertu ekkert áfengi í heilt ár og kom svo aftur til mín.” Ungi maðurinn hætti alveg að nota á- fengi og heimsótti kaupmanninn aftur að ári liðnu. “Reykir þú tóbak?” spurði kaupmaður- inn. “Já, lítið eitt.” “Hættu því í heilt ár og kom svo til mín aftur.” Ungi maðurinn fór heim, kastaði burt pipu sinni, honum féll það alls ekki létt, en að lokum var þó eitt ár liðið svo að hann aldrei hafði reykt, og fór hann nú aftur á fund vinar síns. “Tyggur þú tóbak?” spurði kaupmaður. “Ja-á, eg gjöri það,” svaraði ungi mað- urinn hryggur í hragði. “Hættu því í heilt ár og kom svo aft- ur.” Ungi maðurinn hætti að tyggja en fór aldrei aftur að sjá kaupmanninn. Þegar vinur hans spurði hví hann færi ekki að sjá kaupmanninn, svaraði ungi maðurinn: “Hann mundi eflaust segja við mig, að fyrst eg hefði hætt að reykja, drekka og tyggja, þá hefði eg eflaust sparað nóg fé til að byrja verzlun með — og það hefi eg gjört.” E. S. Nýjar og ganilar kartöflur geta verið mismunandi á bragð, en menn hafa ekki funlið mikinn mismun á næringargildi þeirra.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.