Stjarnan - 01.06.1942, Blaðsíða 1
STJARNAN
JÚNÍ, 1942 LUNDAR, MAN.
Heimkynni friðarins
Frá aldlaöðli hefir von mannkynsins
verið að öðlast dýrð og sælu himinsins
eftir dauðann. Flestir kristnir inenn hafa
mjög óljósa hugmynd um hvernig sá him-
inn er þar sem þeir vænta að dvelja eftir
dauðann. Þeim hefir verið kent að þeir
mundu hafa andlegan líkama, svo loft-
kendan að hann líktist gufu, ekkert veru-
legt, ekkert áþreifanlegt. Himininn er á
einhverjum ljómandi fallegum stað, eng-
inn veit hvar, starf þessara anda á að vera
að sitja á skýi og leika á hörpur úr andlegu
gulli. Ymsar skoðanir jafn þokukendar
hafa heyrst.
Er nokkur furða þó slík lýsing á dýrð-
arvist himinsins hafi lítið aðdráttarafl.
Það er hreint ekki furða þó flestir vilji
fresta sem lengst að flytja inn í slíkari
himin, svo lengi sem læknirinn getur hjálp-
að þeim að dvelja hér. Þeir samþykkja
að fara einungis þegar ekki er annars
kostur, því þeir hafa ekkert ákveðið, ekk-
ert verulegt til að festa von sína á.
Er nokkur mögulegleiki að vita með
vissu hvernig himininn er? Já, vissulega.
Jesús kom frá himni og hann gefur oss
allar nauðsynlegar upplýsingar. Vegsam-
að sé hans heilaga nafn. Hann hélt skiln-
aðarræðu til lærisveina sinna eitt kvöld
fyrir löngu síðan. Þeir voru hryggir, því
þeir höfðu lært að elska hann. Nú ætlaði
hann, bezti vinur þeirra, að fara frá þeim.
Jesús elskaði sína. Hann vissi þeir voru
mjög sorgbitnir yfir því að þurfa að skilja
við hann, alveg eins og vér þegar vér þurf-
um að kveðja elskandi vini. Þá sagði
frelsarinn til að hughreysta þá: “Hjarta
yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á
mig.”
Vinur minn, hver sem þú ert, sem hefir
sorgbitið niðurbeygt hjarta, hlustaðu á
Jesúm tala huggunarorð til þín. Margir
hafa ihjartasorg á þessum alvarlegu hörm-
ungatímum heimsins. Vilt þú taka með-
alið, sem aldrei hefir brugðist að veita
lælcningu? Það er þetta: “Trúið á Guð
og trúið á mig.” Jesús getur veitt hjarta
þínu frið, hann sjálfur er friðanhöfðing-
inn.
Hann sagði lærisveinum sínum: “í
húsi föður míns eru mörg híbýli, væri
ekki svo hefði eg sagt yður það. Eg fer
burt lil að tilbúa jrður stað.” Jóh. 14:2.
Himininn er það pláss, sem Jesús yfir-
gaf fyrir meir en 1900 árum síðan, er
hann kom til þessarar syndspiltu jarðar
til að opinbera oss kærleika Guðs. Svo dó
hann þeim dauða, sem vér höfðuin verð-
skuldað, til þess að vér mættuni öðlast
eilíft líf og dvelja hjá honum í Paradís.
Himininn er plássið, sem hann fór til,
þegar hann hafði lokið því starfi hér, sem
l'aðirinn fékk honum að vinna, og þá bauð
faðirinn honum: “Sit þú mér til hægri
handar þangað til eg gjöri óvini þína að
þinni fótaskör.” Hebr. 1:13.
Himininn er plássið þar sem vor mis-
kunnsami og trúi æðstiprestur, Jesús,
gjörir forlíkun fyrir oss, svo vér megurn
öðlast náð til hjálpar á hagkvæmum tíma.
Himininn er plássið þar sein hann vill að
vér séum hjá honum svo vér sjáum hans
dýrð. “Faðir, eg vil að þeir, sem þú gafst
mér séu hjá mér þar sem eg er, svo þeir
sjái mína dýrð.” Jöh. 17:24.
Himininn er þar sem hús föðursins er,
með hinum mörgu híbýlum, og svo er
Jesús að útbúa pláss fyrir oss, svo vér
getum verið þar sem hann er. Að fara
til himins er að fara til föður vors, til að
vera með hans eingetnum syni, frelsara
vorum. Hvílíkur óumræðilegur fögnuður