Stjarnan - 01.06.1942, Side 2
42
S TJ A R N A N
það verður þegar hinir endurleystu standa
á glersjónum, frammi fyrir hinu hvita há-
sæti og sjá Guð augliti til auglitis. Það
var fyrir þennan fögnuð sem Jesús sá
framundan að hann þoldi krossfestingu og
mat einkis þó hann smánaður væri. (Hebr.
12:2). Vinur minn, Jesús leið og dó fyrir
þig, til þess að “hver sem vill,” megi kom-
ast heim að lokum og verða eilíflega ham-
ingjusamur.
Af þvi sem Jesús hefir sagt fáum vér
vissu fyrir því að himininn er verulegur
staður. Hann er í geimnum, meðal hinna
voldugu hnatta, sem skína í hinum undra-
verða alheimi Guðs. Hvaða pláss er það
sem Jesús fór að tilbúa handa oss? Tré-
smiðurinn frá Nazaret fór upp til himins
í sýnilegum og áþreifanlegum líkama (Sjá
Lúk. 24:36-43) til að byggja fyrir oss sýni-
legan og áþreifanlegan stað til íbúðar.
Langar þig að vita hverju hann er líkur?
Vér ættum að vera þakklátir fyrir að
Biblían segir oss þetta.
Furðar þig að staðurinn, sem Jesús
býr til handa oss er borg? Oss er sagt um
Abraham að “hann vænti þeirrar borgar,
er fastan grundvöll hefði, hverrar smiður
og bygg'ingarmeistari sjálfur guð er.”
“Fyrir því blyg'ðast Guð ekki þeirra vegna
að kallast þeirra Guð, þvi hann hafi til-
reitt þeim borg.” Hebr. 11:10.16. Aftur
er oss sagt að “vér höfum hér ekki varan-
legan samastað, heldur leitum vér annars
tiikomanda.” Hebr. 13:14. Guð sýndi Jó-
hannesi í sýn þessa. dýrðlegu borg. “Hann
sýndi mér Jerúsalem, borgina helgu sem
steig niður af /himni frá Guði.” Op. 21:10.
Til að skilja hvers vegna Jesús hýr tit
þessa borg fyrir sína endurleystu, þá þurf-
um vér að vita hvað konungsríki meinar.
Frá barnæsku höfum vér beðið: “Tilkomi
þitt ríki.” Ríki hefir fyrst og fremst kon-
ung, Jesús. Þar næst þegna, sem konung-
urinn stjórnar, það verða hinir endurleystu
frá öllum tímum og kynslóðum. Svo verð-
ur náttúrlega að vera iand fyrir þegnana
að búa i, það verður nýja jörðin. Borgin,
hin nýja Jerúsalem verður höfuðhorg hins
dýrðlega rikis.
Jesús sagði: “Sælir eru hógværir, því
þeir munu jarðríkið erfa.” Matt. 5:5. Það
meinti ekki hina núverandi jörð með allri
hennar sorg, sjúkdúmi og dauða. Nei, nei.
Synd og isyndurum verður útrýmt fyrst.
Jörðin verður hreinsuð af allri synd.
“Jörðin og þau verk, sem á henni eru
mun upp brenna. En eftir hans fyrirheiti
væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar
þar sem réttlætið mun húa.” 2. Pét. 3:13.
Á þessari nýju jörðu munu þegnar Krists
búa eiliflega.
Öll ríki hafa einhverja höfuðborg. Hin
nýja Jerúsalem verður höfuðstaður Guðs
ríkis. í þessari borg mun Jesús ríkja sem
konungur konunganna og Drottinn drotn-
anna. “Hásæti Guðs og lambsins skal í
henni vera.” Op. 22:3. Þetta er ríkið,
sem vér biðjum um i hvert skifti sem vér
biðjum: “Tilkomi þitt ríki.” Þegar þess-
ari bæn verður svarað þá kemur Jesús,
reisir upp þá “sem i Kristi eru dánir,” og
ummyndar til ódauðleika :þá sem Hfandi
verða af Guðs börnum þegar hann kemur,
og tekur oss alla til fhimins og gefur oss
plássið, sem hann hefir tilbúið fyrir oss.
Þar inunum vér sjá hans dýrð. Eftir þús-
und ár munum vér koma aftur til jarðar-
innar i hinni nýju Jerúsalem. Jóbannes
sá Jerúsalem, borgina helgu, sem steig
niður af himni frá Guði.” Op. 21:10.
Eftir að jörðin hefir verið hreinsuð með
eldi og ummynduð, þá munu hinir endur-
leystu búa á nýju jörðinni um óendanleg-
ar aldir.
Lesið lýsinguna á hinni idýrðlegu boi’g.
Engin jarðnesk hönd hefir bygt hana.
Guð er smiður og bygingameistari hennar.
Jóhannes postuli var fluttur upp á mikið
og hátt fjall. Þaðan gat hann séð yfir
hina miklu borg, hina nýju Jerúsalem.
Vér undrumst yfir stærð hennar. Hún lá
í ferhyrning 12 þúsund renniskeið (Op.
21:16). Renniskeið er einn áttundi úr
mílu, svo borgin er fimtán hundruð mílur
umhverfis. Hvílík borg. Ekkert í heim-
inum kemst í samjöfnuð við hana. Hin
nýja Jerúsalem er á stærð við þrjú ríkin í
Bandaríkjunum, Illinois, Ohio og Indiana.
Lundúnaborg, París og New York, með all-
ar þeirra miljónir ibúa eru eins og smá-
þorp í samanburði við hana.
Athugið fegurð borgarinnar. “Vegg-
irnir af jaspis og borgin af tæra gulli, sem
gagnsætt gler væri.” Op. 21:21. Svo eru
tólf hlið. Sjaldgæfir dýrmætir gimstein-
ar eru aðeins fyrir hina ríku, en hér er
hvert hlið borgarinnar dýrmæt, kostuleg
perla. Þegar þú gengur inn um hliðið