Stjarnan - 01.06.1942, Blaðsíða 3
S TJARNAN
43
hefir þú auð eilífðarinnar undir fótuin
þér. “Stræti borgarinnar voru af tæra
gulli.” Það er sagt, að aðalstrætið í
Cripple Creek, Colorado sé lagt grjóti úr
gullnámu, sem álitið var einkis virði, en
svo fundu menn út, að mörg hundruð
dbllara virði af gulli voru í hverju skip-
pundi af grjótinu, svo þetta eina stræti á
jörðu er lagt gullblendingi en hvað er það
í samanburði við hina helgu borg, þar sem
allar götur eru lagðar hreinu, skíru gulli.
Getur þú ímyndað þér hvílík fegurð er
endurspegluð í þessum gullnu strætum?
Vér getum varla gripið hvílíkan auð þyrfíi
til að byggja slíka borg nú hér á jörðu.
Hvílíkar byggingar hljóta þar að vera.
Hæstu byggingar í heimi eru aðeins leik-
fang í samanburði við þær. Hvílíkar
krystals hallir munum vér sjá þar, dýrð-
légri og skrautlegri en menn geta hugsað
sér.
Vér göngum gegnum eitt strætið. Það
er 375 mílur frá einu hliði til annars.
Hvað langan tíma þyrftum vér til þess ef
vér staðnæmdumist hér og þar til að horfa á
fegurðina. Það tekur eilífðina að virða
fyrir sér alla þá dýrð og fegurð.
f miðri borginni er hásæti Guðs og
Lambsins. Vér höfum ekki orð til að lýsa
slíkri dýrð, sem mannlegt auga hefir
aldrei séð. Frá hásætinu flýtur straumur
lífsins vatns, en á bökkunum vex hið
undurfagra lífsins tré og fléttar saman
greinar sínar í boga yfir hinu kyrstals-
skæra fljóti. Á hverjum mánuði þroskast
nýr ávöxtur, og hvílík unun það verður að
neyta af ávexti þeim, sem Adam og Eva
átu fyrrum i Eden aldingarði. Einu sinni
á mánuði hverjum munu allir íbúar jarð-
arinnar koma til borgarinnar til að neyta
ávaxtanna af lífsins tré.
Hvílík dýrðleg höfuðborg er tilbúin
handa þeim er meðtaka Jesúm sem Guð
sinn og frelsara. Oss er sagt að “konungar
jarðarinnar færa henni sína dýrð og veg-
semd.” Op. 21:24. Hverjir eru þessir
konungar nýju jarðarinnar? Jesús sagði
postulum sínum:_ “Sannlega segi eg yður,
þér, sem hafið fylgt mér munuð í endur-
sköpuninni, þá mannsins sonur situr í sín-
um veldisstóli, einnig sitja á tólf hásætum
og dæma hinar tólf kynkvíslir fsraels.”
Matt. 19:28.
Hvílík verður dýrð hinnar endurreistu
Paradísar. “Því sjá, eg skapa nýjan him-
in og nýja jörð, hins fyrveranda skal ekki
framar minst verða, og það skal engum í
hug koma.” Ekkert í þessum heimi er
svo gott að það sé þess vert að varðveita
það frá eyðileggingu. Dýrð jarðneskra
ríkja, auður þeirra og yfirlæti verður alt
að engu. Dýrð og fegurð ihinnar nýju
jarðar verður svo miklu meiri, að fegurð
þessa heims gleymist alveg sem einkis-
virði.
Hinir endurleystu njóta eilífrar æsku,
hrej'sti og fegurðar, því Jesús mun um-
mynda lægingar likama þeirra, svo hann
verði líkur hans dýðarlíkama. Þar verða
engar þjáningar, enginn dauði, engin tár,
engin vonbrigði. Ekkert strið. Þar verð-
ur eilífur friður og fullsæla, því höfðingi
friðarins rikir þar. Hinn voldugi Guð,
sem skapaði jörðina í öndverðu segir:
“Sjá, eg gjöri alt nýtt; hann sagði við mig:
skrifaðu að þessi orð eru trúanleg og
sönn.” Op. 21:5. Eg þrái að vera þar.
Langar þig að eiga þar heima?
Oss er sagt hvað vér munum hafast að
á nýju jörðinni: “Þeir munu byggja hús
og búa í þeim, planta víngarða og eta
ávöxtu þeirra.” Jes. 65:21. Hér taka
menn tíma til að gjöra uppdrátt af heim-
ili því, sem þeir ætla að byggja sér. En
hvílík gleði það verður á hinni nýju jörð
fyrir ódáuðlega menn að byggja sér heim-
ili. Þeir þurfa ekki að horfa í kostnað-
inn þar, því auður hins eilifa heims er
þeirra, nóg af gulli og gimsteinum, og
hugsið yður skemtigarðana með blómum
sem aldrei fölna. Þar verður ekkert ill-
gresi til að uppræta, engin skorkvikindi til
að berjast við og eyðileggja. ó, hvílík
ánægja að hafa slíkan garð.
Flestir elska skepnurnar. Þar munu
úlfar og lömh vera saman á beit, ljónið
éta strá sem uxi. Hvergi á mínu heilaga
fjalli munu þau nokkurn skaða gjöra.
(Jes. 65:25).
Hvað það verður ánægjulegt að búa þar
sem allir og alt er svo friðsamt og vin-
gjarnlegt. Þar getum vér notið félags-
skapar og vináttu manna, sem voru Guðs
hetjur hér á jörðunni, svo sem Abraham,
Móses, Páll og kærleikans postuli Jó-
hannes. Gleymum heldur ekki vorum
fyrstu foreldrum, Adam og Evu. Lífið