Stjarnan - 01.06.1942, Page 5

Stjarnan - 01.06.1942, Page 5
STJARNAN 45 og nú sval' hann vært. Að lokum vakti hann þjóninn, sem spurði húsbónda sinn hvað væri að. “Eg er hræddur um að eitthvað gangi öfugt heiina á Englandi,” svaraði hann. “Herra minn,” sagði þjónninn, “má eg leggja fyrir þig eina eða tvær spurning- ar?” Auðvitað var honum leyft það. “Stjórnaði Guð heiminum áður en við fæddumst?” “Vissulega gjörði hann það.” “Ætli hann haldi áfram að stjórna lika eftir að við erum dauðir?” “Vissulega, það er ekkert efamál.” “Jæja, herra minn, er þá ekki bezt að treysta hnum til að stjórna einnig á yfir- standandi tíma?” Þetta endurnýjaði trú skrifarans og veitti hjarta hans frið, eftir fáeinar mín- útur voru bæði hann og þjónninn stein- sofnaðir. Þegar vcr sjáum alt umhverfis oss ó- vissu og ráðaleysi, þá vörpum allri vorri áhyggju upp á Guð og gleðjumst í þeirri fullvissu að kærleikur hans til vor er eins sterkur eins og hann er eilífur og óum- breytanlegur. Allir hlutir umhverfis oss, himin, jörð og haf, bera vott um kærleika Guðs. En framar öllu öðru kemur hann fram í þeirri fórn, sem hann færði til að frelsa oss frá yfirráðum syndarinnar og dauðans. Maður nokkur, sem vann í verksmiðju var farinn að bila á sjóninni. Að lokum var hann tilneyddur að leita læknis, og hann sag'ði honum að tvö ský væru að færast yfir augu hans, og eina vonin um hjálp var að fara til Dr. — “Eg ræð þér að fara strax til hans og taka með þér nóg af peningum, því hann er dýr.” Maðurinn átli aðeins eitt hundrað doll- ara á banltanum, sem hann hafði dregið saman til að hafa ef eitthvað lægi á. Nú dró hann út peningana og fór til augna- læknisins. Eftir nákvæma rannsókn sagði lækn- irinn: “Eg er viss um að eg get hjálpað þér, en eg er ekki viss um hvort þú getur borgað uppskurðinn. Eg set aldrei miiina upp en tvö þúsund dollara fyrir þessháttar uppskurð.” “Þá verð eg að vera blindur það sem eflir er æfinnar,” andvarpaði maðurinn, “því eg á ekki neina eitt hundrað dollara. Nú lagði læknirinn hönd sína vingjarn- lega á öxl verkamannsins og sagði: “Þú getur ekki mætt mínum kröfum og eg get ekki fært þær niður, en það er eitt ráð, enn sem við getum tekið. Eg get skorið þig upp ókeypis, og það skal eg fúslega gjöra.” Fallinn maður getur ekki mætt kröf- um Guðs heilaga lögmáls og réttlæti Guðs getur ekki sett lögmálið til hliðar né af- numið það, og látið nægja það bezta, sem maðurinn getur gjört. En Guð fann annan veg. Hann sendi sinn eingetinn son, og Jesús leið hegningu vorra synda og Guð veitir oss að gjöf fyrirgefningu vorra synda fyrir trú á Jesúm Krist. Já, faðir vor elskar oss. Hann er nieð oss hvert einasta augnablík lífsins. Þegar vér ekki finnum til nálægðar hans, og höld- um að hann hafi yfirgefið oss, þá er það af því að eitthvað hefir komist á milli hans og vor, til að byrgja hann sjónum vorum. En hið veikasta bænarandvarp nær strax til hans, og með sinni blíðii, kærleiksríku raust gefur hann oss þessa fullvissu: “Sjá, eg er með yður alla daga, alt til veraldarinnar enda.” L. E. C. Sannur ógleymanlegur atburður Á ferðalögum mætum vér oft annara þjóða fólki. Vér mætnm einnig ýmsum og margvíslegum atbiirðum, sumum sorg- legum, öðrum lærdómsríkum og ánægju- legum. Það var hlutskifti mitt að vera vitni til eins af hinum síðarnefndu. Það var kvöld. Járnbrautarlestin var á vesturleið. Á einni stöðinni kom lítil stúlka inn í lestina með dálítinn böggul undir hendinni. Hún tók sér sæti í vagn- inum, og virti fyrir sér alla farþegana einn eftir annan. Þeir voru allir ókunnugir. Hún virtist vera þreytt og bjó sig til að fá sér blund, og hafði bögulinn sinn fyrir kodda. Nú kom vagnstjórinn inn til að kalla eftir farseðlunum. Þegar hún sá

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.