Stjarnan - 01.06.1942, Blaðsíða 6
46
ST J AR N AN
hann spurði hún hvort hún mætti sofna
sér þarna. Hann leyfði henni það og
spurði um leið vingjarnlega eftir farseðli
hennar. Hún kvaðst engan hafa, svo byrj-
aði eftirfylgjandi samtal er vagnstjórinn
spurði:
“Hvert ætlar þú?”
Hún svaraði: “Eg ætla til himins.”
Aftur spurði hann: “Hver borgar fyr-
ir farið þitt?”
Þá sagði hún: “Fer þessi járnbraut til
himins? Ferðast Jesús með henni?”
“Ekki býst eg við því. Af hverju held-
ur þú það?”
“Mamma var vön að syngja fyrir mig
um himnesku járnbrautina, og mér sýnd-
ist þú vera svo góður og vingjarnlegur, að
eg hélt það væri þessi járnbraut. Mamma
söng um Jeáúm og himnesku járnbrautina
þar sem ihann borgaði farseðilinn fyrir
alla, og lestin staðnæmdist alstaðar til að
taka fleira fólk með. En mamma syngur
ekki fyrir mig lengur. Nú syngur enginn
fyrir mig', svo eg hugsaði eg skyldi fara
á járnbrautinni til mömmu. Syngur þú
fyrir litlu stúlkuna þína um járnbrautina
til himins, eða átt þú ekki litla stúlku?”
Hann svaraði grátanidi: “Nei, litla vina
mín. Eg á enga litla stúlku. Eg átti hana
einu sinni en hún dó og fór til Guðs.”
Nú spurði hún aftur: “Fór hún með
þessari lest? Ertu á leiðinni til að sjá
hana?”
Þegar hér var komið sögunni voru
allir í vagninum staðnir upp og margir
voru grátandi. Það er ómögulegt með orð-
um að lýsa því, sem eg heyrði og sá þarna.
Sumir sögðu: “Guð blessi litlu stúlkuna.”
Litla stúlkan heyrði einhvern segja að
hún væri engill, og svaraði hún því rnjög
alvarlega er hún sagði: “Já, mamma
sagði stundum að eg yrði engill einhvern
tíma.”
Nú sneri hún samtalinu aftur að vagn-
stjóranum og spurði: “Elskar þú Jesúm?
Eg gjöri það. Ef þú elskar hann, þá flyt-
ur ihann þig til himins á járnbrautinni
sinni. Eg er á leiðinni. Eg vildi þú
kæmir með mér. Eg veit hann lofar mér
inn þegar eg kem þangað. Hann lofar
þér inn líka, öllum, sem vilja fara með
hans járnbraut, öllu fólkinu hérna. Lang-
ar þig ekki til að sjá himininn og Jesúm
og lifclu stúlkuna þina?”
Þessi orð, svo sakleysisleg og alvarleg
komu fólkinu til að gráta, en sérstaklega
þó vagnstjóranum. Sumir sem voru á
leiðinni til himins vegsömuðu Guð í heyr-
enda hljóði.
Nú sp.urði hún vagnstjórann: “Má eg
liggja hérna þangað til við konium til
himins?”
“Já, barnið mitt,” svaraði hann.
“Viltu vekja mig þegar við komum
þangað svo eg geti séð mömmu, litlu stúlk-
una þína og Jesús, mig langar svo til að
sjá þau öll.”
Svarið kom í sundurslitnum, viðkvæm-
um orðum: “Já, blessaður litli engillinn
minn, Guð blessi þig.” “Amen” sögðu
marg'ir af þeim, sem nærstaddir voru.
Nú leit hún aftur á vagnstjórann og
spurði: “Hvað á eg að segja litlu stúlk-
unni þinni þegar eg sé hana? Á eg að
segja henni að eg sá þig á Jesú járn-
braut?”
Nú flóðu tárin aftur frá augum þeirra
sem viðstaddir voru. Vagnstjórinn féll á
kné við hlið hennar, faðmaði hana að sér
og grét. Hann gat ekki komið upp orði.
Rétt í þessu bili kallaði aðstoðarmaður
hans nafnið á næstu stöð. Vagnstjórinn
stóð upp og bað hann líta eftir öllu sem
þyrfti fyrir sig, því hann gæti ekki komið.
Þetta var hátíðleg stund. Eg er Guði þaklc-
látur fyrir að eg fékk að vera viðstaddur,
en hér/ varð eg að fara af lestinni.
Vér lærum af þessu að Guð hefir til-
búið sér lof af munni barna og brjóst-
mylkinga. Vér ættum að vera fúsir til
að vitna um vorn elskaða frelsara hvar
sem vér erum staddir.
Nokkrum mánuðum seinna fékk eg
bréf frá vagnstjóranum, þar sem hann
lét í ljósi fögnuð sinn yfir að hafa gefið
Guði hjarta sitt. Hann hafði ásett sér að
taka litlu stúlkuna sér í idötturstað, og
var það fúslega samþykt af konu hans.
En litla stúlkan dó snögglega án þess sjá-
anlega að vera neitt veik. Hann lét í
ljósi söknuð sinn, en jafnframt gleði og
þakklæti fyrir að hafa mætt henni, þar
sem það varð tilefni þess að hann sneri
sér til Guðs. — Rev. J. M. Dosh.
(Þýtt úr gömlu smáriti. S. J.).