Stjarnan - 01.06.1942, Síða 7

Stjarnan - 01.06.1942, Síða 7
STJARNAN 47 Menn hafa margar skoðanir Eg veit ekki hverju eg á að trúa. Menn hafa svo margar skoðanir að eg get ekki verulega áttað mig á hvað rétt er og hverju eg á að trúa. Ef þú hugsar á þessa leið, þá vil eg alvarlega ráða þér til að hafa einungis Guðs orð fijrir leiðarvísir. Það er ekki nema einn vegur til að frelsast, og honum er greinilegast lýst í Biblíunni. Kona nokkur lá fyrir dauðanum í brjóstveiki. Hún var mjög hugsjúk um velferð sálar sinnar. Hún hafði spurt marga um skoðanir þeirra á sáluhjálpinni og fengið margskonar útskýringar. Einn réði henni til að biðja, annar til að gjöra góðverk, o. s. frv. Trúboði nokkur heim- sótti hana og hún spurði með öndina í Frelsaður Það var árið 1555 þegar hin katólska María, drotning Englands beitti öllum á- hrifum sínum til að eyðileggja mótmæl- endatrúna að Robert Samuel var settur í fangelsi, þar til hann yrði brendur á báli. Til þess að auka á þjáningar hans var honum aðeins gel'inn lítill hrauðbiti og munnsopi af vatni á hverjum degi, rétt til að halda honum við lifið, svo hægt væri að hegna honum meira. Sagnaritarinn Foxe segir að englar virtust vera hjá honum í fangelsinu. Hann getur þess að þegar fanginn eitt sinn féll í svefn, þá stóð hjá honum hvítklæddur maður, sem hug- hreysti hann g sagði: Samuel, Samuel, vertu hughraustur og öruggur, upp frá þessu muntu hvorki líða hungur né þorsta.” Þetta reyndist satt. Skömmu seinna var hann brendur, en í millitíðinni fann hann hvorki til hungurs né þorsta, eftir því sem hann sjálfur sagði frá, til þess að menn mættu skilja hina undra- verðu gæzku Guðs. “Acts and Monuinents.” Vol. VII, bls. 373. Með hvílíkum fögnuði hljóta þessir Guðs menn að hafa hugsað um fyrirheitið: “Eigi mun þá framar hungra né þyrsta, eigi heldur mun sól brenna þá eða nokkur hiti . . . Guð mun þerra tár af augurn þeirra.” Op. 7:16,17. hálsinum: “Hvaða skoðun hafið þér á sáluhjálpinni?” “Eg hefi enga skoðun,” svaraði hann. Konan virtist alveg hissa. Trúboðinn sá það og sagði: “Setjum nú svo að eg hefði einhverja skoðun í þessu efni, hvaða gagn væri að því? Það væri aðeins skoðun vesalings dauðlegs manns. Eg get hoðið yður annað betra; eg get sýnt yður hver skoðun Guðs er. Árangurinn af samtalinu varð að kona þessi félck litlu seinna frið fyrir sálu sína, þegar hún las í Nýja Testamentinu spurninguna: “Hvað á eg' að gjöra, svo eg verði hólpinn?” Þá var svarað: “Trú þú á Drottinn Jesúm Krist, þá verður þú hólpinn.” Post. 16:30-31. X. X. frá hungri Þessir reynslutímar eru löngu liðnir, en sama gæzka Guðs sýnir sig nú er menn mæta neyð og erfiðleikum. Eg hefi niður- skrifaða smásögu, sem Elía Taylor frá Texas sagði mér fyrir fleiri árum síðan. Það var viðvíkjandi bókasölumanni, sem starfaði þar í fylkinu. Bókpöntunin hafði ekki koinið á réttum tíma. Svo til þess að afla sér brauðs nieðan hann beið eftir bókunum, fór pilturinn að selja ýmsa smá- muni til heimilisþarfa. Hann vissi ekki að lögin heimtuðu leyfisbréf til þess. Hon- um var varpað í fangelsi. Til að byrja með var fangavörðurinn vingjarnlegur, en þegar pilturinn vildi ekki gjöra einhverja vinnu, sem honum var ætluð á hvíldardag- inn, þá varð fangavörðurinn reiður mjög, og ihótaði honum að hann skyldi gjöra honum það erfitt framvegis. Hann efndi loforð sitt. Þetta er frásögn piltsins sjálfs: “Næsta máltíðin var aðeins þur brauð- biti. Hann lagði hann niður fyrir framan sig, þakliaði Guði fyrir og bað um blessun hans. Eftir að hann hafði etið aðeins lítið eitt af brauðinu fann hann sig niettan og ætlaði að kasta því sem eftir var, en þá fann hann sig knúðan til að geyma brauð- bitann og leggja hann upp í gluggann. Við næstu máltíð var honum ekkert gefið, svo hann tók brauðbitann aftur, þaklcaði

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.