Stjarnan - 01.06.1942, Page 8
48
S TJ A RN A N
Guði fyrir og át aðeins nokkuð af honum,
og l'anst hann þá vera saddur, svo hann
geymdi það sem eftir var. Ennþá næsta
matmálstíma var honum ekkert gefið svo
hann tók brauðbitann, sem eftir var, þakk-
aði Guði fyrir og neytti hans, svo leið
lionum eins vel eins og hann hefði fengið
fullkomna máltíð. Þegar næsti matmáts-
timi kom var honum slept úr fangelsinu.
Þessi bróðir áleit að sérstök varðveisla
Drottins væri yfir honum og styrkti hann,
þegar fangavörðurinn hafði ásett sér að
hegna honum svo harðlega fyrir það að
hann vildi ekki vinna á hvildardaginn.
Gegnum allar aldir og alstaðar frá koma
vitnisburðir uin náðarríka umhyggju Guðs
fyrir börnum sínum á tíma þrenginganna.
W. A. Spicer.
Ert þú hólpinn? Þú ætlar að koma til
Krists, en heldur það liggi ekki á því.
“Liggur ekki á,” og dauðinn stendur ef
til vill fyrir dyrunum. Hverju ætlar þú
að svara þegar þú verður spurður hvers
vegna þú hafir fyrirlitið náð Guðs og hina
eilífu sáluhjálp er hann vill veita þér?
Leyfðu ekki Satan að svæfa þig. Tíminn
er naumur og eilífðin fyrir dyrum. Snú
þér til Drottins tafarlaust og bið um fyrir-
gefning og náð fyrir Jesú verðskuldun.
Nú er sú æskilega tíð, nú er dagur hjálp-
ræðisins. Treystu Drotni. Kvíddu ekki
ókomna tímanum. Hann, sem megnar að
í'relsa, getur líka varðveitt þig frá hrösun,
varðveitt þig frá öllu illu.
“Af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir
trúna og það er ekki yður að þakka, heldur
er það Guðs gjöf.”
Smávegis
Sagt er 1316 menn af þeim, sem tóku
þátt í innanlandsstríði Bandaríkjanna séu
ennjiá á lífi. Aldur þeirra að meðaltali er
96 ár. Þetta var gefið út í þeirra eigin
skýrslum 30. sept. 1941.
Drengir á Frakklandi sem ekki hafa
fylt 17. árið fyrir næstu árslok fá ekki
leyfi til að kaupa raksápu, svo ef skegg
þeirra er farið að vaxa þá, verða þeir að
láta það svo vera.
STJARNAN kemur út einu sinni á mán-
uði. Vérð: $i.oo á ári. Borgist fyrirfram.
Publishers: The Canadian Union Con-
ference of S. D. A., Oshawa, Ont.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
Miss S. JOHNSON, Lundar, Man., Can.
Japanar eiga þröngt í búi með járn,
svo þeir eru að reyna að bæta úr þeirri
þörf sinni með því að ná upp skipum, sem
sökt hefir verið og ná í járnið úr þeim.
4-4-4-
Meir en einn Ifjórði af stáli því, sem
notað er í ár til landvarnar í Canada og
Bandaríkjunum er tekið úr ónýtum bif-
reiðum og járnrusla haugum.
4 4 4
Bandaríkjaherinn þarf til fæðis á dag
1,512,000 egg, 1,000,000 brauð, eina miljón
punda af grænmeti, eina miljón punda af
kjöti, 600,000 pund af kartöflum og 500,000
pund af ferskum ávöxtum.
4 4 4
Pólskur flugmaður í Lundúnaborg hef-
ir fleiri skifti reynt að fá uppskurð á nef-
inu til að stytta það. Hann segir það sé
óþægilega langt þegar hann þarf að nota
lífsloftsgrímu á fluginu. En læknarnir
hliðra sér hjá að stytta nef, sem ier alveg
heilbrigt.
4 4 4
Nýlega komu til Lourdes á Frakklandi
10 þúsund pílagrímar, sem reknir höfðu
verið burtu frá heimilum sínum í Lorraine
af óvinahernum.
4 4 4
Svissland þarf að flytja inn ieinn fjórða
af matvælum handa þjóðinni. Það sem
sérstaklega skortir þar er hveiti, sykur og
fóðurbætir.
4 4 4
Kartöflu uppskeran er álitin hin mest
áríðandi, þegar hætta er á fæðuskorti, af
því það má framleiða mesta fæðu af þeim
á hverri ekru af landi. Kartöflu uppsker-
an gefur til dæmis tvöfalt meiri fæðu at'
ekrunni heldur en hveiti.
4 4 4
“Menn, sem reyna að koma einhverju
í framkvæmd, en lánast það ekki eru
miklu virðingarverðari beldur en þeir, sem
ekki reyna að gjöra neitt og hepnast það.”