Stjarnan - 01.08.1942, Side 1
STJARNAN
ÁGÚST, 1942 LUNDAR, MAN.
Jesús kemur aftur
“Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð
og trúið á mig. í húsi föður míns ieiu
mörg híbýli, væri ekki svo hefði eg sagt
yður það. Eg fer burt til að tilbúa yður
s.tað og þegar eg er burt farinn og hefi til-
búið yður stað þá mun eg koma aftur og
taka yður til mín, svo að þér séuð þar sem
eg er.” Jóh. 14:1-3.
Þetta er fagnaðarboðskapur fyrir heim-
inn, sem nú líður neyð og harmkvæli,
skelfing og ótti hefir gagntekið þjóðirnar.
Dimmur skuggi hvilir yfir framtíð sið-
menningarinnar. Niðamyrkur virðist vera
að falla yfir heim þennan, sem hefir verið
í uppreisn á móti konungi alheimsins.
Hjörtu manna eru angistarfull og kvíðandi.
En geisli vonarinnar lýsir í gegnum myrkr-
ið. Þessi von er endurkoma Krists, sem
veilir íljós og' frið öllum, sem trúa fagnað-
arboðskapnum. Guð befir gefið lækningu
við meini syndarinnar, svo menn þurfa
ekki endalaust að dvelja undir dauðans
skugga. Jesús, sem gaf líf sitt í lausnar-
gjald fyrir manninn, kemur aftur til að
leysa sitt fólk úr dauðans böndum, og
gefa því heimili i endursköpuðum Eden
aldingarði.
Endurlausnarverkinu er ekki lokið fyr
en hann kemur aftur og gefur manninum
það, sem hann misti við fall Adams. Lof-
orð Jesú um að koma aftur hefir hljóm-
að niður gegnum aldirnar, og lýst eins og
stjarna gegnum næturmyrkur sorga og
þjáninga. Eftir því sem koma hans nálg-
ast virðist myrkrið verða svartara og svart-
ara, en samtímis skín vonarstjarnan með
æ meiri birtu og ljóma fyrir Guðs börn.
Endurkoma Ivrists er eina hjálpin fyrir
syndsjúkan heim, sem allur er sundur-
tættur af stríði, það verður fagnaðardagur
fyrir kirkju Krists.
Nýlega voru það einkaréttindi vor að
standa á Olíufjallinu þaðan sem Jesús sté
til ihimna. Vér mintumst þess tíma þegar
lærisveinarnir horfðu á eftir honum og
tveir menn stóðu hjá þeim í hvítum klæð-
um og sögðu við þá: “Galíleisku menn, hvi
standið þér og horfið til hiinins? Þessi
Jesús, sem uppnuminn er frá yður til
himins mun koma á sama hátt og þér
sáuð hann fara til himins.” Post. 1:10, 11.
Þetta er áreiðanlegt loforð. Menn sáu
hann fara tiil himins og menn munu sjá
hann koma aftur. Ekki aðeins örfáir
menn, heldur mun hvert auga sjá hann
(p. 1:7). Þegar Páll skrifar um þetta til
Títusar segir hann: “Guðs náð hefir birst
sáluhjálpleg öllum mönnum, er fræðir oss
að vér skulum afneita veraldleik og óguð-
legum girndum, en lifa siðsamlega, rétt-
víslega og guðrækilega í heimi þessum,
bíðandi þeirrar sælu, sem er í vændum og
dýrðlegrar opinberunar hins mikla Guðs
og vors frelsara Jesú Ivrists.” Tít. 2:11-13.
ÖH loforð heilagrar Ritningar um fram-
tíðarsælu hinna endurleystu eru tengd við
endurkomu Krists. “Faðir, eg vil að þeir
sem þú gal'st mér séu hjá mér þar sem eg
er.” Þetta getur orðið einungis með því
móti að Jesús komi aftur. Ivrossfesting
Krists er miðpunktur sögunnar, og endir
sögunnar hvað þessum heimi viðvíkur
verður þegar Jesús kemur aftur.
Hvernig mun hann koma?
Það er gleðilegt að vita að hinir dauðu
munu heyra raust guðs sonar og þeir sem
heyra munu lifa.” Jóh. 5:25.
Páll postuli talar um dýrðlega tilkomu
hans á þessa leið: “Sjálfur Drottinn mun
með ákalli, með höfuðengils raust og með
Guðs lúðri af himni niðurstíga, og þeir,