Stjarnan - 01.11.1942, Síða 4

Stjarnan - 01.11.1942, Síða 4
92 STJARNAN Þessvegna sagði Jesús þegar hann vitn- aði í Daníelsbók: “Lesarinn athugi það.” Matt. 24, 15. í bókinni er margt, sem þeir gátu ekki skilið. Það var heldur ekki nauðsynlegt fyrir þá, þar sem það átti aðallega við síðustu daga. Þessi hluti var þeim því lokuð bók, en margt var þar sem þeim bar að skilja. Daníel spámanni voru opinberaðir at- burðir, sem áttu að rætast á síðustu dögum. jarðarinnar. Engillinn sagði, að á “tíma endalokanna” myndu margir verða “klár- ir, hreinir og skírir” en hinir óguðlegu myndu breyta óguðlega og engir óguðlegir myndu skilja það, en hinir “vitru” myndu skilja það. Nokkrir munu skilja það, aðrir ekki. Á tíma endalokanna mun Daníelsbók verða skilin af þeim vitru. Það mun verða þeim opin bók. En þeir óguðlegu munu ekki skilja hana. Vér verðum að tilheyra öðrum hvorum flokknum, þeim vitru eða óvitru, þeim sem skilja hana eða þeim sem ekki vilja skilja hana. Ef vér skiljum hana er það vegna þess að vér höfum rannsakað hana. Það er því brýn nauðsyn að gjöra það. Aftur á móti hafa engir hlutar Opin- berunarbókarinnar verið lokaðir. Engill- inn, sem sendur var sagði við Jóhannes: “Innsigla þú ekki spádómsorð þessarar bókar, því að tíminn er í nánd.” Opinb. 22, 10. Opinberunarbókin átti að vera les- in og skilin af kirkjunni frá þeim degi að boðskapurinn kom frá Patmos og til enda- lokanna. Það má heimfæra sérstaka boð- skapi Opinberunarbókarinnar til fyrri kynslóða, en aðrir benda sérstaklega til vorra tíma. Að skilningur á þessari bók sé þýðing- armikill sézt 1 raun og veru bezt á því, að í byrjun bókarinnar lesum vér: “Sæll er sá er les og þeir sem heyra orð spádóms- ins og varðveita það sem ritað er í hon- um.” Op. 1,3. Og endingarorð hennar eru: “Eg votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þess- ari bók. Og taki nokkur burt nokkuð af orðum spádómsbókar þessarar þá mun Guð burt taka hlut hans í tré lífsins og í borginni helgu, sem um er ritað í þessari bók. Sá, sem þetta vottar segir: Já, eg kem skjótt.” Op. 22, 18-20. Hvað snertir Daníelsbók, segir Jesús: “Lesarinn athugi það.” Og um Opinber- unarbókina segir hann: “Sæll er sá, sem les og þeir sem heyra orð spádómsins og varðveita það, sem ritað er í honum.” í Opinberunarbókinni er skýring á því sem lokað var í Daníelsbók. í henni er kunngjört margt, sem áður var lokað les- endum Daníelsbókar. Þetta er ein ástæð- an fyrir því að hún er nefnd opinberun. í Opinberunarbókinni er talað um sterkan engil, sem stígur af himni ofan, bjúpaðan skýi og ásjóna hans er sem sólin. Sjáandinn, sem fékk þessa sýn segir: “Hann hafði í hendi sér litla bók opna, og hægra fæti stóð hann á hafinu en vinstra fæti á jörðunni, “og sór við þann, sem lifir um aldir alda, hann sem himininn skóp og það sem í honum er og hafið og það sem í því er, að enginn frestur mundi lengur gefinn verða.” Op. 10, 2. 6. Þegar sá tími kom að hinn innsiglaði hluti Daníelsbókar átti að opinberast, sté þessi sterki engill ofan af himnum og “hafði í hendi sér litla bók opna.” Frá þeim tíma og framvegis áttu sumir af spá- dómunum í Daníelsbók sem innsiglaðir voru honum og mönnum liðna tímans að verða opinberaðir og rannsakaðir á sér stakan hátt. Sérstaklega áttu spádómar sem benda til tíma endalokanna að kunn- gjörast. Engillinn skipaði þannig fyrir: “Halt þú þessum orðum leyndum og innsigla bókina þar til að endalokunum líður.” Dan. 12, 4. Þessi orð áttu að verða skilj- snleg á tilteknum tíma, sem hér er kall- aður “tími endalokanna,” eða rétt fyrir síðustu daga, sá.tími er spádómar bókar- innar verða uppfyltir. Á þeim tíma átti bókin að verða skilin af þeim vitru. Eng- illinn segir við Daníel: “Margir munu rannsaka hana og þekkingin mun vaxa.” Biblíuskýrandinn Barnes þýðir þessa grein þannig: “Margir munu ferðast um heiminn eða frá stað til staðar. Tilvís- unin bendir greinilega á þá sem ferðast til að vekja athygli manna og veita vís- bendingu og þekkingu á svo mikilvægum viðburðum. . . . Það er ekkert annað, sem hún bendir eins vel til og starfs kristnu trúboðanna, prestanna og annara starfs- manna fagnaðarerindisins, sem í þjónustu sannleikans ferðast um til að vekja áhuga

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.