Stjarnan - 01.09.1943, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.09.1943, Blaðsíða 3
STJAKNAN 75 l ?lnun§ls persónuleg vera getur af kær- 1°^ u Slnum fyrirgefið mótgjörðir. I Jóh. ' Ef vér viðurkennum vorar syndir þá er hann trúr og réttlátur svo hann fyrir- Sefur syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.” Einungis persónuleg vera getur elskað, latað, viljað, þekt, fundið til sorgar o. s. r^- Biblían opinberar oss að Guð hefir a a þessa eiginleika. Fjöldi texta sýna þetta. Svo Ritningin samkvæmt þessu op- mberar oss þann dýrðlega sannleika að h er lifandi, sannur Guð, heilagur, kær- eiksríkur, voldugur, þolinmóður, gæzku- ‘kur, trúfastur ...sem fyrirgefur afbrot, misgjörðir og syndir, sem umbunar þeim ar hans leita.” 2Mós. 34:6. Hebr. 11:6. Bann er sá sanni Guð, skapari allra hluta, ^tjórnari alheimsins. Guð Drottins vors esú Krists, dýrðarinnar faðir. Guð talaði menn fyrir milligöngu spámannanna. Wann hefir til vor talað fyrir soninn, “sem er geisli hans dýrðar og ímynd hans veru.” Hebr. 1:1—3. Jesús opinberaði oss Persónu föðursins. “Eg og faðirinn við er- Um eitt.” Jóh. 10:30. Jesús hafði vald yfir náttúruöflunum. Hann lægði storminn og sneri vatni í vín. yrir orð hans visnaði fíkjutréið. Hann mettaði 5 þúsundir manna á svo litlu sem 5 brauðum og 2 fiskum. Hann lækn- f1 sjúkdóma með einu orði, eða með Pyi aðeins að snerta sjúklinginn. Hann S1graði dauðann og reisti dauða menn til hfs. Þegar Jesús notaði vald sitt var það alt í kærleika gjört. Hann rak engan í burt sem til hans kom. Hann laðaði menn að sér og gladdist af að hjálpa þeim. Þetta er eiginleiki Guðs. Jesús kom til að opinbera oss föðurinn. Guð var í Kristi. Hann var orð Guðs. Hugsun Guðs heyran- leg fyrir mönnum. Til að þekkja Guð þurfum vér aðeins að líta á Jesúm. “Eng- inn hefir nokkurn tíma séð Guð, sá ein- getni sonurinn sem er í föðursins skauti hefir veitt o,ss þekkingu á honum.” jóh. 1:18. “Svo segir hinn háleiti og hátt upp hafni, hann sem ríkir eilíflega, heilagt er hans nafn: Eg bý á háum og helgum stað, og þó er eg hjá þeim sem hafa sundurkraminn og auðmjúkann anda, til þess að lífga anda þeirra lítillátu og lífga hjörtu hinna sundurkrömdu”. Jes. 57:15. Guð svarar bænum. Bæn er samtal við Guð. Menn opna hjarta sitt fyrir honum eins og góðum vin. Dæmi upp á að bænir voru frmabornar og uppfyltar má finna alla leið frá byrjun til enda Biblíunnar. Það er líka reynsla miljóna manna. Þeir segja: “Eg kallaði og hann svaraði.” Sálm. 99:6. Guð, og kærleikur hans til vor er opinberaður í Jesú Kristi. Jesús sagði: “Eg er vegurinn sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til Föðursins nema fvrir mig. Ef þér hefðuð þekt mig þá hefðuð þér og þekt föður minn og héðan í frá þekkið þér hann og hafið séð hann ...... Sá sem hefir séð mig hefir séð föðurinn.” Þú, sem les þessar línur, þekkir þú hann sem þinn persónulega frélsara? Hefir þú opnað hjarta þitt fyrir honum sem vini þínum? V. P. Areiðanlegur vegur til velgengni Adam leiddi sorg og neyð yfir mann- j^ynið. Vegna syndarinnar var jörðin bölvuð. Adam gekk undir próf og féll. Margir ialla í prófinu enn í dag. Guð gaf Adam Jorðina og alt sem á henni var, nema eitt einasta tré í aldingarðinum Eden, skilningstré góðs og ils. Um þetta tré sagði Guð það væri sitt. Adam mátti hvorki snerta það né tak.a af avexti þess, alt annað mátti hann nota eftir vild sinni. Þetta tré átti um aldir að minna manninn á að alt sem hann hefði væri frá Guði. Það átti að halda honum í fersku minni að hann væri ráðsmaður Guðs. Með því að snerta ekki tréð átti hann að sýna og kanpast við eignarrétt Guðs. Það eru tvær hugmyndir í heiminum viðvíkjandi eignaréttinum. Önnur er rétt hin er röng. Önnur er kristileg, hin er heiðin. Heiðna hugmyndin ræður að mestu nú á dögum bæði í heiminum og innan kristinna safnaða. Það eru menn í öllum söfnuðum sem hafa og æfa heiðnu hug- myndina um eignarétt og breyta sam- kvæmt henni. Heiðna hugmyndin er sú að eignarétturinn sé þeirra sem geta komist

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.