Stjarnan - 01.10.1943, Blaðsíða 4
84
STJARNAN
friðarins geti náð til hinna nauðbeygðu,
vonlausu miljóna mannkynsins. Gefum
bæði fjármuni vora líf og krafta til þess
að flytja gleðiboðskapinn, svo að uppfvll-
ing vonar vorrar, endurkoma Krists, gjóri
sem bráðast enda á skelfingum stríðsins
Jesú hugarfar
Maður nokkur sat á skrifstofu sinni
niðursokkinn í alvarlegar hugsanir. Hann
var formaður líknarfélags, sem reyndi að
hjálpa fátæklingunum í þessari stóru borg.
Erfiðleikar hans voru þessir: Þakklætis-
hátíðin var daginn eftir og hann haiiði
ekki nóga peninga til að gjöra alt sem
hann langaði til öðrum til hjálpar. Hann
þekti margar fjölskyldur sem aldrei höfðu
fullkomna máltíð, sem ekki mundu fá
mikið á þakklætishátíðinni til að vera
þakklát fyrir. Hann kendi svo í brjósti
um þessi fátæku heimili í borginni.
Hann þekti unga menn sem ekki mundu
hugsa sig um að kaupa blóm og brjóst-
sykur upp á tvo eða þrjá dollara til að
gefa kærustunum sínum. Hann þekti líka
ungar stúlkur, sem eyddu peningum hugs-
unarlaust fyrir óþarfa hégóma. Ó að slíkir
peningar væru heldur notaðir til að hjálpa
fátæklingunum.
Mörg hundruð hinna fátækustu væntu
að fá góða máltíð á þakklætishátíðinni frá
þessum manni, svo þeir þó einu sinni
á ári fengju nægju sína að borða. En
hvernig gat hann uppfylt von þeirra?
Rétt í þessu sá hann fjögur óhrein andlit
líta inn um gluggann, svo var barið hægt
að dyrum. Fimm götustrákar og tvær
litlar stúlkur komu inn. Maðurinn þekti
að þau voru meðlimir trúboðsskólans sem
haldinn var á sunnudögum þar í borginni.
Hann spurði þau vingjarnlega hvað hann
gæti gjört fyrir þau.
“Ekkert,” svöruðu börnin feimnislega.
“Jimmy, þú segir honum”, sagði önnur
telpan og ýtti stærsta drengnum áfram.
Jimmy fór nú ofan í vasa sinn og kom
þaðan með fullan hnefa af koparcentum
og öðrum smápeningum og sagði:
“Við erum félag, tuttugu saman,,.
“Við erum í því líka”, sagði litla stúlk-
an sem hafði ýtt við Jim.
og allri þeirri neyð og skelfingum sem
af því leiða. Neyð heimsins er köllun til
vor. Gefum áður en það verður of seint.
Verum þakklátir fyrir þau einkaréttindi,
sem vér ennþá höfum, að mega og geta
gefið. R. C.
sýnt í verkinu
“Við erum 20 drengir og stúlkur i
félaginu,” sagði Jimmy. “Við erum frá
Cummings stræti og erum í félagi til að
hjálpa á þakklætishátíðinni. Hér eru 9
dollarar.”
Maðurinn starði á peningahrúguna, sem
kostað hafði slíka sjálfsafneitun hjá þess-
um fátæku börnum.
“Það er handa þeim sem annars gætu
ekki fengið neinn miðdagsmat,” bætti
Jimmy við.
“Það er handa þeim,” endurtók hinn
góðhjartaði maður. Hann vissi varia hvað
hann átti að segja er hann leit á tötra-
legu fötin og grannleitu andlitin barn-
anna.
“Já”, sagði Jimmy, “það eru margir
fátækari en við, svo við gengum í félag
til að hjálpa þeim. Það gjörði okkur
ekkert til að vera miðdagsmatarlaus i
tvo eða þrjá daga svo við gætum gefið
þeim eina góða máltíð.”
“Hvað er hægt að fá miðdagsmat handa
mörgum fyrir 9 dollara,” spurði önnur
litla stúlkan.
“Það verður nóg handa, við skulum sjá,”
hann reiknaði nú út hvað það mundi
duga og bætti svo við, “það verður nóg
handa 35 manns. Þið hafið gjört vel
börn. Það gleður mig hvað þið hafið
verið hjartagóð og hugsunarsöm við aðra.”
Matvælin voru keypt og börnin tóku
þau til þeirra sem áttu að fá þau. Fvrst
ætluðu þau að hafa eitt kálhöfuð með
hverjum skamti, en þau höfðu ekki nógu
mörg til þess svo þau skiftu hverju kál-
höfuði í fjóra parta og létu einn part með
í hvern pappírspoka.
Þessi 20 fátæku börn unnu til klukkan
níu kvöldið fyrir þakklætishátíðina, til að
færa miðdagsmatinn þessum 35 sem voru
fátækari en þau sjólf.
Selecied.