Stjarnan - 01.10.1943, Síða 5

Stjarnan - 01.10.1943, Síða 5
STJARNAN 85 Hver átjórnar þjóðunum? Ein af hinum mörgu lexíum sem vér lær- í gamla testamentinu er sú að Guð r*eflr auga á þjóðunum, og hefir kjör Peirra í hendi sinni. Hann sleppir aldrei hendi af þeim eða lætur þær afskipta- lausar. Hinn almáttugi útvaldi sérstaka þjóð, ei\ það var í þeim tilgangi að hjálpa ^búum heimsins í heild sinni gegn um Þessa þjóð. Hann notaði aðrar þjóðir til hegna eða hjálpa sinni útvöldu þjóð, eftir því sem hann sá þess þörf. Þetta ^ernur bersýnilega fram í viðureign hans við Israel í fyrndinni. Nserri tvö hundruð árum áður en Cýrus iæddist kallaði Guð hann með nafni fyrir ^iunn Jesaja spámanns, og ákvað honum Það hlutverk að gefa ísraelsmönnum irelsi og leyfi til að flytja heim aftur í ^and sitt. Um leið og Drottinn gaf þennan sPádóm um Cýrus segir hann: “Eg er sá Sem tilbý ljósið og framleiði myrkrið, sem rmð hamingju og óhamingju. Eg Drottinn ræð öl'lu þessu.” Jes. 45:7. Guð stofnar ekki til stríðs, en hann iíður það, stjórnar afleiðingum þess og n°tar þær til að framkvæma tilgang sinn. Ef Guðs boðum væri nákvæmlega hlýtt a^ öllu fólki, þá væri aldrei stríð né styrjöld. Það er yfirtroðsla hans boðorða Sem stofnar stríð milli þjóðanna. Tilgang- Ur Guðs boðorða er að leiða menn inn á Veg friðar og hamingju, en óhlýðni við Þau leiðir til hins gagnstæða. Guð hefir Sefið lögmál sitt, en menn verða að standa honum rdikningsskap fyrir að úrjóta það. Menn líða hegningu fyrir yfir- troðslu Guðs boðorða hér í tímanum engu síður en á hinum síðasta degi. Menn og þjóðir komast í vandræði fyrir Það þeir brjóta Guðs boðorð. Hann leyiir að menn og þjóðir uppskeri afleiðingarnar af óhlýðni sinni til þess ef vera mætti Þær sneru sér til hans. Oft stjórnar hann afleiðingum hins illa á þann hátt að þær styðja að áformi hans. Sökum synda ísraelsmanna leyfði hann að þeir yrðu fluttir í útlegð til Babýlonar. En þar notaði hann hina bestu og vitr- ustu þeirra, þá sem reyndust honum trú- ir, til þess að útbreyða þekkinguna á hinum lifandi sanna Guði meðal Babýlan- isku þjóðarinnar, og gegn um þessa trú- föstu þjóna Drottins sannfærðist Nebúkad- nesar konungur um að “Hinn hæsti hefði vald yfir ríkjum mannanna.” Þegar 70 árin voru liðin, sem Guð fyrir munn Jeremía hafði ákveðið að ísrael skyldi vera í útlegðinni, þá notaði hann Cýrus hinn persneska til að veita þe:m heimfarar leyfi og hegna Babýloníumönn- um fyrir vonsku þeirra. Jer. 29:10 Jes. 45:1—4. Guð fylgir sömu grundvallarreglum og hefir sama tilgang gagnvart einstakling- um. Þegar Jósep var orði-nn yfirmaður Egyptalands voru bræður hans tilnevddir vegna hungursneyðar að fara þangað til að kaupa mat. Þegar Jósep lét þá þekkja sig urðu þeir óttaslegnir og bjuggust nú við að mæta skelfilegri hefnd fyrir að hafa selt hann í þræidóm og logið að föður sínum um forlög hans. En Jósep eyddi hræðslu þeirra með því að segja: “Látið það ekki hryggja yður, reiðist ei af því þér hafið selt mig hingað, því til lífs viðhalds hefir Guð sent mig hingað á undan yður ..... til þess hefir Guð sent mig hingað á undan yður að þér hélduð lífi á jörðunni, og til að viðhalda vður til mikils frelsis.” lMós. 45:57. Var það þá Guð sem var sök í mann- vonsku Jóseps bræðra er þeir seldu nann? Nei. En hann notaði för Jóseps til Egypta- lands til þess hann yrði bræðrum sínum og föður til mestu blessunar. Bræður hans hafa án efa liðið nógu mikla sálarkvöl fyrir glæp sinn til að geta skilið að vegur svikaranna leiðir í glötun. Guð var með Jósep, gætti hans, varðveitti hann, og stjórnaði valdi hins illa sem reis upp á móti honum þannig að hann komst far- sællega gegn um alla erfiðleika, og notaði hann svo til áð sýna bræðrum hans fyrirgefning og náð. Á Egyptalandi naut Jakob og synir hans friðar og nægta íyrir áhrif þess sonar, sem mætt 'hafði svo guðlausri meðferð hjá bræðrum sínum er bakaði föðurnum þyngstu sorg og bræðr- unum beiska iðrun. Guð er hinn sami í dag. Hann breitist ekki. Hann syfjar ekki, hann sefur ekki.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.