Stjarnan - 01.10.1943, Side 8
88
STJARNAN
hvernig eg gæti fengið bækurnar af póst-
húsinu.
Nú mintist eg þess að eg hafði dálítið
af hrísgrjónum sem eg gat selt, en það
var aðeins 80 centavos virði, svo yrði
tíundin 8 centavos, svo eg hafði aðeins
72 eftir, en eg þurfti 90, nú bað eg Guð
að hjálpa mér og gefa mér 1 pesos fvrir
grjónin, ef það væri honum þóknanlegt.
Kæri bróðir, hve dásamlega Drottinn
hjálpaði mér. Eg fékk einn pesos alveg
eins og eg bað um en 85 centovos var
gangverðið. Nú gat eg borgað tíundina,
og líka náð pakkanum af pósthúsinu. Eg
man altaf eftir orðunum í Mal. 3:6. “Fær-
ið alla tíundina í vistaklefana,” og að
Guð þá lofar að blessa okkur svo við
höfum yfirfljótanlega nóg. Nú eru bræð-
urnir hér Guði trúir, þeir eru að læra að
vera örlátir með gjafir sínar líka. Þeir
skildu það ekki fullkomlega áður.”
Guð gefi oss öllum náð til að vera hon-
um trú 1 að borga tíund og gefa örlát-
lega til eflingar Guðs ríkis, svo hægt
sé að starfa sem mest þar sem ennþá er
frjálsræði til að starfa.
H. A. B. Robinson.
Karl konungur fyrsti
Þegar Karl fyrsti kom til ríkis á
Englandi 1625 þá var hvíldardags spurn-
ingin mikið umtalsefni. Puritanar liöfðu
hallast að þeirri nýju skoðun að helgi-
hald fjórða boðorðsins, er ákveður sjöunda
daginn sem helgidag, gæti alveg eins
vel átt við fyrsta dag vikunnar. Enska
kirkjan mótmælti þeirri kenningu. Mað-
ur einn sem hélt sjöunda daginn heilagann
skrifaði bók þar sem hann hvatti rcenn til
að snúa sér aftur að því að halda þann
dag sem fjórða boðorðið skipar fyrir.
Konungurinn bað Dr. W'hite, biskup í
Ely að skrifa um þetta efni, og einn af
prestum hans skrifaði tvö eintök.
Árið 1647 höfðu Puritanar yfirráðin á
þjóðþinginu, og þeir stungu upp á að af-
nema jól og páska. Þessu viðvíkjandi
skrifaði Karl konungur þinginu 23. apríl
1647:
“Eg vildi gjarnan vita hvers vegna hm-
ir nýju siðbótarmenn vilja afnema páska.
Ástæðan fyrir spurningu minni er sú, að
páskahaldið var fyrirskipað af sama valdi
sem setti Drottinsdaginn, sunnudaginn i
stað hins gyðinglega hvíldardags. Þess
vegna virðist mér, að þeir sem ekki vilja
halda þessa hátíð mættu alveg eins vel
fara að halda laugardaginn, en hafna
sunnudeginum. Ef nokkur getur sýnt mér
að eg fari vilt í þessu, þá skal eg ekki
fyrirverða mig fyrir að kannast við það
og breyta til. Þangað til vitið þér hvar
eg stend.”
[Cited in “Sabbath Laws” Cox bls. 332
Edinburg 1853).
Charles Rex.
Smávegis
I kirkju Mormóna í Salt Lake City er
pípuorgel sem hefir 6868 pípur.
+ ♦ +
Aluminum sem fer í eina flugvél væri
nóg til að búa til úr því 60 þúsund
kaffikönnur.
♦ + ♦
Indiánar fjölga meira að tiltölu heldur
en nokkur annar kynflokkur í Banda-
ríkjunum.
♦ + +
Stræti Rómaborgar í fornöld voru svo
mjó og fjölfarin að fólk mátti helst ekki
nota vagna á strætunum á daginn, þess
vegna var hávaði mikill vegna umferðar
á nóttunni.
+ + +
Vísindamenn segja að mýs úti á víða-
vangi eyðileggi skorkvikindi ekki síður en
fuglarnir.
+ + +
Manntals skrifstofa Bandaríkjanna skvr-
ir frá að 3,000.000 börn hafi fæðst árið
1942, það er mesta fjölgun sem orðið
hefir á ári, 50 þúsundum fleiri heidur
en fæddust árið 1921, sem þá var hæst.