Stjarnan - 01.11.1943, Page 2
90
STJARNAN
ski'linn heiðingjunum að trú og lifnaðar-
háttum. Freistingin er hin sama fyrir oss
í dag, að kalla sig kristinn en fylgjast
með heiminum og venjum hans, fara til
kirkju, fylgja ytri siðum, en breyta ekki
samkvæmt játningu vorri. Að tala og
gjöra eins og aðrir til að þóknast mönn-
um, það er freisting vorra tíma, það er
freisting satans til að eyðileggja kristn-
ina. Honum hefir hepnast að fella of
marga á þessu bragði. Daníel var þung-
lega freistaður, en hann gaf ekki eftir.
Hann ásetti sér að saurga sig ekki.
Eg veit ekki freistingu hvers einstakl-
ings, sem kann að lesa þessar línur. En
eg get ímyndað mér að sumir yðar séu
beðnir, eða yður skipað að gjöra eitthvað
sem þér ættuð ekki að gjöra. Hvað mund-
uð þér þá gjöra hverju munduð þér svara?
Freistingin er þá að hugsa eða segja: “Eg
verð rekinn ef eg gjöri ekki eins og mér
er sagt. Aðrir gjöra það. Eg verða að
fylgjast með”. Vinur minn, minstu Daní-
els, sem ásetti sér að saurga ekki á kræs-
ingum konungsins. Maður nokkur sem
hafði verið ráðsmaður fyrir einhvern auð-
ugasta lávarð Englands og að honum látn-
um var nú fjárhaldsmaður barna hans
sem öll voru fullorðin en þau borguðu
honum fyrir að líta eftir eignum sínum.
Þessi maður var einu sinni spurður hvern-
ig hann hefði komist að þessari stöðu,
þá svaraði hann: “Þegar eg var arengur
sendi húsbóndi minn mig einu sinni til
dyranna og bauð mér að segja, að hann
væri ekki heima. Eg svaraði: Herra minn,
eg get ekki sagt það, því það væri að
skrökva. Húsbóndinn varð reiður og sagði
eg gæti ekki komið með sérvisku mína
til hans, og eg mundi aldrei geta komist
áfram og orðið maður með mönnum.” En
pilturinn var aldrei aftur beðinn að segja
ósatt, og seinna þegar þurfti að fá trúnað-
ar skrifara þá var þessi maður válinn.
Húsbóndi hans vissi það var örugt að
treysta honum svo hann gaf honum betri
og betri kjör. Hann bar fullkomið traust
til hans.. Stundum reyndist mönnum að
ákveðin fastheldni við það sem rétt er
tryggir þeim góða stöðu, traust og álit,
en það ætti ekki að vera hvötin hjá oss til
ráðvendni og sannsögli. En satan freistár
vor svo oft með því að telja oss trú um að
vér eyðileggjum framtíð vora með þvi
að vera öðruvísi en fjöldinn. Hann freist-
ar manna með þessu. Gætið yðar fyrir
honum. Standið stöðugir í réttlæti, ráð-
vendni og sannsögli ætíð og alstaðar. Það
borgar sig þegar til lengdar lætur. Vertu
trúr í öllu eins og Daníel var.
Freistingarnar koma í svo margvíslegum
búningi. Menn eru freistaðir til að nota
veraldlegar skemtanir til að styrkja mál-
efni Guðsríkis. Margir nota meira af frí-
stundum sínum til að lesa skáldsögur,
frétir, svo kallaðar vísinda bækur og því
um líkt, heldur en til að leita sér upp-
fræðingar í Guðs opinberaða orði. Sumir
hrósa sér af því að þeir séu ekki eins
strangtrúaðir eða þröngsýnir eins og feður
þeirra voru. Hefir Guð breyzt? Lesum
vér ekki að “Drottinn þinn Guð er vand-
látur Guð?” Leyfir hann fólki 'sínu að
syndga? Fjarri fer því. Vér megum ekki
gleyma því að hann segir: “Verið heilagir
því eg er heilagur”. Ef vér viljum ríkja
með Jesú á hans hásæti, þá verðum vér
að fylgja honum hér og vera aðskildir
frá heiminum. Það stendur ennþá stöðugt
að “Ef nokkur elskar heiminn í honum
er ekki kærleiki Föðursins”. “Farið því
burtu frá þeim og skiljið yður við þá,
segir Drottinn, og snertið ekki það sem
vanheilagt er, þá skal eg taka yður að
mér, og eg mun verða yður faðir, og þér
skuluð vera mínir synir og dætur segir
Drottinn almáttugur.” 2Kor. 6:17.18. Haid-
ið fast við lífsins orð hvað sem það kostar
yður.
Hvernig getum vér sigrað freistingarn-
ar? Vér verðum að vilja gjöra rétt. “Daní-
el ásetti sér.” Hann athugaði málið og
var ákveðinn í að fylgja kenningum feðra
sinni og hlýða Guðs orði. Vér verðum í
öllum greinum að sýna það innræti að
fólk fái góðan þok'ka til vor, að menn
sjái vér erum einlægir, hreinskilnir og
vandaðir í allri framkomu. Daníel kom
svo vel fram að hirðstjóranum sem settur
var yfir hann geðjaðist vel að honum.
Vér verðum að vera kurteisir þó vér
mætum mótmælum, og ef vér þurfum að
bera fram mótmæli, þá gjörum það með
hógværð. Vér þurfum að biðja Guð um
hjálp til að gjöra það sem rétt er á rétt-
an hátt.