Stjarnan - 01.11.1943, Side 4
92
STJARNAN
framkvæmi óskir og fyrirskipanir hans
sem best eg get. Eg er milliliðurinn til að
afla fjárins og nota það samkvæmt vilja
hans. Hann segir það hafi verið beint svar
upp á bæn hugmyndin sem hann fékk
við vélasmíðið, og sem hefir aflað hon-
um miljónir dollara. Hann segir svo frá:
“Við vorum að smíða stóra vél eftir
uppdráttium sem gefnir voru og urðum
þess þá varir að einn uppdráttinn vant-
aði fyrir áríðandi part í vélinni. Eg ætl-
aði að vinna við að búa til þennan upp-
drátt um kvöldið, en mundi þá alt í einu
að þetta kvöld var unglinga samkoma í
söfnuði vorum og eg hafði lofað að vera
þar. Samvizkan leyfði mér ekki að brjóta
loforð mitt. Eg kom heim eftir klukkan
10 um kvöldið. Eg var ráðalaus með
teikninguna, en þá datt mér í hug að
biðja: “Drottinn hjálpaðu mér að koma
þessu í lag”, bað eg, og innan 10 mínútna
hafði Guð sýnt mér hvað þyrfti að gjöra.”
Mr. Tourneau vinnur að iðn sinni og
rækir trú sína á sama hátt ennþá, hann
vinnur 12 klukkutíma á dag. Á laugar-
dögum lítur hann eftir verksmiðju sinni í
Peoría og að kvöldinu prédikar hann á
líknarstofnun í Cleveland, Ohio. Á sunnu-
daginn talar hann 4—5 sinnum í Nvja
Englandi, og snemma mánudagsmorgun
er hann í Georgíu annaðhvort í verk-
smiðjunni eða á flugskólanum sem hann
hefir stofnað þar í nágrenninu.
Mr. Tourneau, tveir flugmenn, sem hann
hefir og skrifari hans falla ætíð á kné í
bæn áður en farið er af stað í flugför.
Þeir ferðast í hvaða veðri sem er og fyigja
stefnunni,- Ef slys éða dauði skyldi henda
þá, segir Mr. Tourneau það sé ekkert að
óttast því hann gjöri guðs vilja eftir
bestu vitund og treysti honum fyrir öllu.
Sagan um Mr. Tourneau hljóðar eins
og ævintýri. Hann lauk við 8. bekk í
skólanum þegar hann var 14 ára gamall
og fór þá að vinna í járnsteypuverksmiðju
í Portland Oregon. Eftir fjögur ár í Port-
land og San Francisco járnsteypuverk-
smiðjunum var hann útlærður í þeirri
iðn. Þá gekk hann í félag með öðrum
pilti um tvítugt í Stockton Californía.
Meðan þeir unnu saman á verkstæði sínu
fór Mr. Tourneau að sjóða saman járn
og fullkomnaði þá list sem leiddi hann
til fjár og frama. Hann notaði oxyactylene
■lampa til að bræða og sjóða saman brotna
bíla og flutningsvagna. Svo fór hann að
sjóða saman vélar, þær reyndust bæði
léttari og sterkari heldur en þær sem
settar voru saman með boltum og skrúf-
urn.
Stríðið tó'k hann til Mare eyjarinnai sem
vélasmið. Þegar hann kom aftur þaðan
var verkstæði hans komið í skuldir. Hann
lokaði því tók að sér skuldirnar og leit-
aðist fyrir um vinnu.
Hann fékk vinnu við aðgjörð á jarð-
yrkjuvélum á búgarði einum í San Joacu-
in dalnum, þar fékk hann áhuga fyrir vél-
um til vegagjörðar. Hann fékk fé að láni,
keypti dráttarvél og smíðaði skófluvél
(scraper) og tók nú vinnu upp á samn-
inga. Hann fór nú að fá pantanir fvrir
skófluvélum sínum, en um þetta tíma-
bil byrjaði kreppan. Innan þriggja ára
fór alt um koll hjá honum. Hann skuld-
aði hundruð þúsunda dollara og hafði
ekki cent til að borga verkamönnum sín-
um. Nú var það að hann tók Guð í félag
með sér og alt fór að ganga betur hjá
honum.
“Eg skuldaði 5,000 dollara sem eg hafði
lofað til kristniboðs,” segir hann. “Eg
spurði Guð hvernig eg gæti uppfylt lof-
orð mitt þegar eg hefði ekki einu sinni
peninga til að borga verkamönnum mín-
um.” “Uppfyltu loforð þitt og treystu
mér,” svaraði hann. Svo uppfylti eg lof-
orð mitt þegar eg hefði ekki einu sinni
þér trúið því eða ekki þá gat eg mnan
fárra vikna borgað verkamönnum mínum
í hvert skifti á réttum tíma.” Það var
engin kreppa hjá Mr. Tourneau eftir það.
Mr. Tourneau, iðnaðarstjóri og vakninga
prédikari segir að kristindómurinn byrji
heima og í verksmiðjunni, svo um leið og
hann heldur guðsþjónustur í verksmiðj-
unum þá sér hann um að kaup manna
sinna sé eins hátt og þeir gætu féng'ið
annarstaðar við sömu vinnu. Hann hefir
sjúkrasjóð, vinnufrí og aðra viðurkénn-
ingu fyrir vel unnið verk.
Skömmu eftir að hann lofaði Guði að
gjöra hans vilja í öllu, þá stofnaði Mr.
Tourneau sjóð til líknarstarfs og kristni-
boðs. Fram að þessum tíma (sept. 1941)
hefir hann ánafnað þessum sjóði 67,5
hundruðustu af hinum 450,000 hlutum fé-
lagsins, sem eru meir en 12 miljón doll-