Stjarnan - 01.11.1943, Qupperneq 6

Stjarnan - 01.11.1943, Qupperneq 6
94 STJARNAN Skilyrði sáluhjálparinnar “Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn son til þess að hver sem á hann trúir ekki glatist heldur hafi eilíft líf.” Jóh. 3:16. “Hann sem ekki þyrmdi sínum eigin syni heldur framseldi hann fyrir oss alla, því skyldi hann ekki líka gefa oss alt með honum.” Róm. 8:32. “Af engum öðrum er hjálpræðis að vænta, því meðal manna gefst ekki nokkur annar undir himninum fyrir hvers full- tyngi oss sé ætlað hólpnum að verða.” Post. 4:12. “En þá þeir heyrðu þetta skárust þeir í hjörtum sínum og sögðu við Pétur og hina postulana: Hvað eigum vér að gjöra góðir menn og bræður? Pétur sagði við þá: Takið sinnaskifti og hver yðar láti skíra sig til nafns Jesú Krists til fvrir- gefningar syndanna, þá munuð þéi öðlast gjöf heilags anda, því yður tilheyrir fvrir- heitið og börnum yðar og öllum þeim sem í fjarlægð eru hverja helst Drottinn Guð vor kallar hér til.” Post. 2:37—38. “Drottinn, hver mun setjast í þína tjald- búð? Hver mun búa á þínu heilaga fjalli? Sá sem fram gengur flekklaus, gjörir rétt og talar sannleikann af hjarta. Sá, sem ekki bakmælir með tungu sinni, gjörir sínum náunga ekkert ilt, og leggur ekki lastlegt til sínum félaga. Sá, í hvers augum níðingurinn er fyrirlitlegur, en þeir heiðarlegir sem óttast Drottinn, sá sem ekki vill breyta því við sinn náunga er hann hefir svarið sér til skaða. Sá, sem ekki okrar með sitt fé, og ekki tekur mútur gegn hinum saklausa, hver sem þetta gjörir hann mun ekki bifast að ei- lífu.” Sálm. 15. “Hver þorir að stíga upp í Drottins borg? Hver vogar að ganga fram á hans heilaga stað? Sá, sem hefir , saklausar hendur og hreint hjarta, sá sem ekki leggur hans nafn við lygar (hégóma) og ekki sver rangan eið. Sá hinn sami mun meðtaka blessun frá Drottni og miskun frá Guði síns hjálpræðis.” Sálm. 24:3—5. “Hver er sá maður meðal vor sem búa megi við brennandi eld? Hver af oss getur búið hjá eilífum glóðum? Sá, sem framgengur réttvíslega og talar sann- leika, sá sem hafnar þeim ávinningi sem fæst með ofríki, sá sem bandar hendi sinni móti fégjöfum, sá sem byrgir fyrir eyru sín svo hann skuli ekki heyra þegar ráðin eru manndráp, sá sem afturlykur augum sínum svo hann sjái ekki það sem ilt er, sá skal búa uppi á hæðunum, hamra borgirnar skulu vera hans vígi, brauðið skal verða fært honum og vatnið handa honum skal aldrei þverra. Augu þí*1 skulu sjá konunginn í ljóma sínum, þah skulu horfa á land víðsvegar.” Jes. 33:14 —17. “Trú þú á Drottinn Jesúm Krist, þa verður þú hólpinn og þitt hús.” Post. 16:31- “Leitið fyrst Guðs ríkis” Fyrir nokkrum árum síðan kom fyrir atvik sem minti mig á Mal. 3:9. Þar sem óblessun er lýst yfir þeim sem eru ótru- ir Guði. Fjölskylda ein var hrifin af gleðiboð- skapnum. Kona mín og' eg heimsóttum hana oft, og við lásum með þeim og rann- sökuðum Guðs orð. Þegar við höfðum lesið með þeim um hvíldardaginn fóru þau að halda hann heilagann, og komu reglubundið á samkomur vorar. Vér héld um áfram Biblíulestrinum á heimilinu. Eitt kvöld lásum við um tíundarskylduna. Eg sá að manninum leið ekki vel. Hann var ríkur maður. Að loknum Biblíulestr- inum sagði hann: “Eg trúi þessu ekki.” Eg spurði hvers vegna hann gæti ekki trúað því, þá svaraði hann: “Tíundin er góð fyrir fátæklinga, en hugsaðu þér hvað mikið eg þyrfti að borga. Eg hef 6 þúsund rupees á mánuði og það meinar eg yrði að borga 600 rúpees í tíund. Eg get það ekki. Eg vil það ekki- Þið þurfið aldrei að koma aftur. Eg vil ekkert hafa með ykkar trúarbrögð.” Eg kom þangað fleiri skifti eftir þetta, en hann bauð mér ekki inn, stundum af- sagði hann að koma út til að sjá mig. Eftir hér um bil 18 mánuði varð hann blindur. Læknarnir gátu ekki fundið or- sökina til þess og gátu ekkert hjálpað honum. Stuttu eftir að hann varð blindur

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.