Stjarnan - 01.12.1943, Qupperneq 4
100
STJARNAN
“Þú getur gefið bros og samglaðst öðrum.
Jólahugmyndin er andi kærleikans, kær-
leikur og gjafmildi til heiðurs við Jesúm,
sem gaf alt fyrir okkur.”
“En við þekkjum engan hér.”
“Ef fólkið kemur ekki til okkar þá verð-
um við að fara til þess. Var ekki gömul
kona í hjólastól í kirkjunni á sunnudag-
inn?”
“Jú, eg kendi í brjósti um hana og brosti
til hennar og hún til mín.”
“Það var vingjarnlegt, við ættum að
senda henni eitthvað.”
“Það þýðir ekki, stúlkurnar sögðu hún
væri rík. Hún hefir svarta þjóna og býr
í stóra steinhúsinu uppi á hæðinni.”
“Eg ætla að búa til piparkökur handa
henni.”
“Hún þarf ekki mat, hún er rík, eg
vildi heldur gefa henni blóm.”
“Við höfum engin blóm. Eg býst við hún
hafi nóg, eri gömlu fólki þykir góðar pip-
arkökur.”
Rut lét fallegan pappír innan í körfuna,
bjó til tvær bjöllur úr pappír og málaði
þær gyltar, hún tók líka grein af grænu
tré og lét í körfuna, fór svo í hreinan
kjól og bar körfuna upp hæðina.
Mrs. Cross sat við gluggann sem blasti
við þorpinu. Hún var hissa er hún sá Rut
koma. Engin börn höfðu komið upp .hæð-
ina svo árum skifti.
Mandy, með hvíta húfu og hvíta svuntu
opnaði dyrnar. Hann bauðst til að taka
körfuna til húsmóður sinnar. Mrs. Cross
heyrði til þeirra og kallaði til Mandy að
láta Rut koma inn með körfujia.
“Eg er Rut North. Eg sá þig við kirkj-
una á sunnudaginn. Mig langar til þú takir
þátt í jólagleðinni okkar ”
“Það er mjög vingjarnlegt af þér.”
Þegar Rut kom heim aftur hljóp hún
inn í húsið og sagði: “Mamma, hún vill
fá mig til að vera hjá sér, en eg get það
ekki. Mig langar til að vera altaf hjá þér
og pabba og litlu systkinunum mínum.
Húsið hennar er ljómandi fallegt, en henni
líður ekki vel. Hún hefir píanó, en hún
er svo einmana, það er svo langt síðan
allir vinir hennar eru farnir eða dánir.”
“Eg skil, kærleikurinn hefir fiúið.”
“Eg býst við því. Hún spurði mig um
ykkur öll, og eg sagði henni frá afa Shelden
hvað góður maður hann var.”
“Ó, Rut.”
“Hún lagði fyrir mig svo margar spurn-
ingar. Hún hélt að faðir sinn hefði þekt
afa.”
“Sagði hún þér nafn föður síns?”
“Nei, en hún bað mig að koma aftur.”
Mrs. North var ekki lítið hissa nokkru
seinna þegar þjónn Mrs. Cross kom með
heimboð til hennar og allrar fjölskyldunn-
ar, að koma og hafa miðdag með sér á jóia-
daginn. Hún bauð Mrs. North um leið að
koma með öll fátæk börn með sér, sem
hún gæti fundið í þorpinu.
Það var óviðjafnanleg jólagleði. Sum
fátæku börnin höfðu aldrei séð jólatré.
Fyrir Mrs. North reyndist þetta tvöföld
blessun. Það kom upp úr kafinu að Mrs.
Cross var dóttir Dr. Raley, mannsins sem
skuldaði föður hennar 400 dollara.
“Það eru nú 42 ár síðan, en eg skal
borga það fyrir föður minn. Mér er ánægja
að gjöra það.”
“Eg met mikils fúsleika þinn að borga
þetta,” svaraði Mrs. North.
“Sorgin yfir að missa mann minn og son
sem hefir leitt mig til að draga mig í hlé.
Það er eigingirni. Eg er heimsk gömul
kona. Litla stúlkan þín hefir kent mér
betri lifnaðarháttu. Líf er starf. Mann-
kynið þarf þjónustu og hluttekningu. Eg
hef aldrei á æfi minni verið hamingjusam-
ari en nú. Eg held eg fari að geta gengið
aftur, eg finn blóðið hrevfast alveg niður
í tær. Guð blessi þig, það sem eg þurfti var
að fylla húsið með börnum, og það skal eg'
gjöra.”
“Það er farið að snjóa,” hrópuðu tvö
lítil börn sem nú komu inn.
“Það má snjóa,” sagði Mrs. Cross hlæj-
andi, “þið getið verið hér í alla nótt.” Og
nú heyrðist hringing.
“Friður á jörðu og Guðs velþóknun yfir
mönnunum.” J. C. M.
Yfir tvær biljón gallónur af áfengi voru
drukknar í Bandaríkjunum árið sem leið,
segir Edward H. Ress, fulltrúi sambands-
þingsins. Til að framleiða þetta áfengi
þurfti 15 biljón skippund af kornvöru,
vfir eina biljón skippund af ávöxtum, og
70 þúsund skippund af svkur. Getur nokk-
ur maður með viti haldið því fram, að
þessum dýrmætu fæðutegundum sé vel
varið að búa til áfengi úr þeim?