Stjarnan - 01.12.1943, Side 8

Stjarnan - 01.12.1943, Side 8
104 STJARNAN Smávegis “Allir Drottins vegir eru miskun og trú- festi fyrir þá, er geyma hans sáttmála og lögmál. Hverjum manni sem óttast Drott- inn mun hann vísa þann veg sem hann á að kjósa. Hans sála býr í farsæld og hans niðjar eignast landið. Drottins alda- vinir eru þeir, sem hann óttast, og hans sáttmáli er þeirra uppfræðing.” Sálm. 25:10—14. “Haf þú þína unaðsemd í Drottni, þá mun hann veita þér girndir þíns hjarta. Varpa þú þinni áhyggju á Drottinn, hann mun gjöra eitthvað og reiddu þig á hann. Hann mun láta þinn rétt framganga sem ljós, og þitt réttlæti sem hádegisbirtu. Vona þú í kyrð á Drottinn og bíð hans. Lát þér ei gremjast við þann mann hvers at- hæfi hepnast, við þann sem hefir pretti í frammi. Hjálp hinna réttlátu kemur frá Drottni hann er þeirra styrkur í neyð- inni. Sálm. 37:5—7.39. Tilraunir akuryrkjudeildar Bandaríkj- anna benda á að vefnaðarvara sem geymd er á heitum hanabjálkaloftum skemmist fyr heldur en sú sem geymd er á kaldari stað. ♦ ♦ -f Roger Babson álítur að fyrir hvern dollar sem kemur inn í áfengisskatt þurfi að borga út 20 dollara fyrir slys vinnutap og glæpi sem orsakast af áfengisnautn- inni. ♦ -f ♦ Það er haft eftir J. Edgar Hoover for- manni leynilögruglunnar, að glæpir hafi kostað amerísku þjóðina 15 biljón dollara árið sem leið, hann áleit að 75 til 90 hundr- uðustu af glæpunum orsakaðist af áfengis- nautninni. ♦ -f ♦ Kvenfólkið í Bergen í Noregi er nú farið að bera út póstinn. Það er því orðið algengt að sjá konur ganga á tréskóm sínum upp og niður pósthúströppurnar með bréfin og póstbögglana í fanginu. ♦ ♦ ♦ Það er gjört ráð fyrir að bæði karlar og konur í Englandi muni, eftir stríðið, nota pappírs nærföt, sem verði fleygt þegar búið er að nota þau. STJARNAN kemur út einu sinni á mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can. Eitt loftbátafélag í Bandaríkjunum segir að einungis einn af þúsundi fái snert af loftsýki sem líkist sjóveiki. ♦ ♦ + Salt það, sem árlega er flutt upp í fjall' lendi Montana-ríkis fyrir stórar hjarðir af villidýrum er nú tekið í flugvél sem flýgur lágt og skilur saltið eftir hér og hvar. Þetta tekur aðeins fáeina klukkutíma. Áður þurfti fleiri vikur til þess þá menn fluttu saltið á áburðarhestum yfir fjall-lendið. + + + Poon Lim, kínverskur matreiðslumaður á ensku skipi sem eyðilagt var með neðan- sjávar sprengju, hraktist á fleka í 133 daga það eru fullar 19 vikur á suðurhluta Atl- antshafsins áður en fiskibátur einn bjargaði honum. Hann lifði á sjófuglum og hráum fiski, eftir að matvæli hans voru þrotin- Hann var einn mánuð á sjúkrahúsi 1 Brazilíu áður en hann kom til New York- Þaðan var honum boðið til Englands til að meðtaka hæsta virðingarmerki, sem England getur veitt almúgamönnum- Læknar segja að Poon Lim hafi góða heilsu. Þá furðar á hve fljótt hann hefir náð sér aftur. , ♦ ♦ + Það er gert ráð fyri að félög þau sem búa til hagleiks limi og umbúðir muni hafa 100 miljón dollara viðskifti þetta ár og þannig hjálpa að minsta kosti 50,000 manns svo þeir geti unnið sér brauð og notið þæginda lífsins. + ♦ ♦ Einhver hinn frjósamasti jarðvegur sem finst í heiminum er myndaður af grárri ösku frá gjósandi eldfjöllum, sem flytja nauðsynleg málmefni með sér er gjöra jarðveginn miklu frjósamari. ♦ ♦ + í Þýzkalandi hafa 50 til 100 manns safn- ast saman á hverju kvöldi í síðastliðin 5 ár í kirkju Martins Niemuller til að biðja fyrir honum. Niemuller er fangi Nasizta.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.