Stjarnan - 01.12.1943, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.12.1943, Blaðsíða 5
STJARNAN 101 Kærleikurinn finnur veg Áhugamál frelsarans var að flytja fagn- aðar erindið. Það var líf hans og starf. Það m einnig fyrir hans sönnu lærisveina að- a atriðið, aðal áhugamálið, sem alt þetta °S starf stefnir að. Jesús sagði við móður sma: “Vissuð þér ekki að mér ber að vera sem míns föður er?” Við lærisveina sma sagði hann: “Eg hef aðra sauði sem ekki eru af þessu sauðahúsi, þá byrjar mer og að leiða, og þeir munu heyra mína ^aust”. Kærleikurinn knýr oss til starfs. Hann getur ekki látið vera að þjóna öðrum. Kristinn maður fer út til að leita hinna annara sauða. Trúaður maður í Suður-Ameríku misti aðar hendur sínar af slysi. Hvernig átti nann að fletta blöðunum í Biblíunni þegar ann var að lesa hana með öðrum? Hann nndraðist yfir hvernig hann gæti haldið afram að lesa með fólki. Kærleikurinn fann eið til þess. Hann heldur áfram með starf sitt. Þegar hann getur ekki flett blöðunum með unglingunum þá hjálpa vinir hans n°num til að finna textann. Þetta hjálpar Penn enn betur til að kynnast Biblíunni hann hefir leitt fleiri til Krists eftir en aður. Nýlega voru fimm skírðir sem hann hafði leitt til Frelsarans. Tveir trúbræður í Burma hugsuðu mikið Utn hvað þeir gætu gjört til að flýta fyrir hutningi fagnaðar erindisins. Hugsið yður hvað þeir gætu gjört, þar sem annar var mállaus en hinn var blindur. Sá mállausi slakk upp á að hann gæti leitt félaga sinn, svo gæti sá blindi prédikað. Svo fóru þeir al stað hamingjusamir yfir að þeir gátu þannig vitnað um frelsara sinn. Kona ein í Vesturríkjunum fann það út, Ser til mikillar sorgar að hún mundi aldrei framar geta gengið. Hún hafði verið í rúminu í 40 ár. Fyrir nokkru síðan sagði hún frá að hún hefði leitt fjórar sálir til Krists. Hún las í Biblíunni með sumum Sem komu til hennar og skrifaði fjölda trúboðsbréfa. Kærleikurinn fann veginn. Kona ein í námuþorpi var að hugsa um hvað hún gæti gjört fyrir frelsara sinn. Hún stofnaði líknarfélag til að sauma föt fyrir fátæk börn. Ýmsar nágrannakonur gengu í félag með henni, og meðan þær saumuðu las hún fyrir þær, og nokkrar þeirra meðtóku frelsarann, Nú er Sjöunda dags Aðventistasöfnuður á þessum stað, minnismerki þess hvað kærleikur Krists getur áunnið jafnvel í guðlausu námuþorpi. Ómentaður leikprédikari í Filippaeyjun- um, sem hvorki gat lesið né skrifað gekk um göturnar með Biblíuna undir hendinni og bað fólk að lesa fyrir sig. Þegar það las fyrir hann um endurkomu Krists, vakn- aði þeirra eigin áhugi, og margir sneru sér til Guðs fyrir áhrif þessa áhugasama starfsbróður. “Hvernig stendur á því þó eg prédiki sama gleðiboðskapinn og þú, þá sé eg ekki sama árangur?” spurði prédikari nokkur Spurgeon einu sinni. “Býst þú við að sjá árangur í hvert skifti?” spurði Spurgeon. “Nei, auðvitað ekki”, svaraði prédikar- inn. “Þess vegna sér þú lítinn árangur”, svar- aði Spurgeon. Kærleikurinn sýnir traust og væntir árangurs af starfi sínu. Starfsmað- urinn er ef til vill lítilfjörlegur og ment- unarlaus, en ef hjarta hans er gagntekið af kærleika Krists, þá fær hann árangur af starfi sínu. Kærleikurinn sigrar alt. “Hversu stuttan tíma sem vér höfum til starfs, og hversu lítilfj örlegt það er sem vér gjörum, ef vér í einlægri trú fylgjum Jesú, þá munum vér ekki fara á mis við verðlaunin. Það sem hinir vitru og ríku geta ekki unnið sér inn það getur sá veik- asti og lítilmótlegasti meðtekið sem gjöf. Hin gullnu hlið himinsins opnast ekki fyrir þeim hrokafulla. En hinar eilífu dyr opn- ast þegar skjálfandi barnshendi snertir þær. Blessunarríkt verður endurgjald náðar- innar til þeirra sem í auðmýkt, einlægni og trú hafa unmð fyrir drottinn og hans mál- efni”. C.O.L. bls. 404. Simplicio Emurda horfði á strendur eyj- ar einnar í Kyrrahafinu og mintist þess að enginn á þessari eyju hefði heyrt fagn- aðarerindið. Eyjabúar voru hjátrúarfullir og hötuðu allar nýjungar. Hann með sinni litlu og ófullkomnu þekkingu gæti aldrei gjört mikið til að hjálpa þeim, en hann vildi reyna. Kærleiki Krists knýr menn áfram. Eins og uppsprettulind á eyðimörku fann hann að það sem hann hafði öðlast sjálfur, það varð hann að gefa öðrum. Þegar hann kom til eyjarinnar fann hann \

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.