Stjarnan - 01.12.1943, Síða 6

Stjarnan - 01.12.1943, Síða 6
102 STJARNAN að eyjarbúar vildu læra að lesa, svo hann stofnaði skóla fyrir alla sem vildu koma. Kvöld eftir kvöld kendi hann þeim að lesa, og samtímis kendi hann þeim smátt og smátt um Guð. Þegar frá leið stofnaði hann hvíldardagaskóla, og seinna kom hann á aðal samkomu sem haldin var á annari eyju og hafði 24 með sér, árangur af eins árs starfi sínu. Kærleikurinn gengur ætíð sigrandi á- fram. Páll postuli sagði: “Eitt gjöri eg”. Hann var af Guði kjörinn og vígður til að flytja gleðiboðskapinn. í Efesus hafði hann “í þrjú ár nótt og dag ekki aflátið með grátandi tárum að áminna hvern og einn”. Kærleiki Krists var hið knýjandi afl, sem leiddi hann eins og Krist til að meta það einkis þó hann smánaður væri. Hann var fús til að líða til þess hann gæti þó frelsað nokkra. John Knox varð á elliárum sínum að fá, hjálp til að komast upp í prédikunar- stólinn. En þegar hann fór að tala var guð- dómlegt líf og kraftur í orðurn hans. Oss er sagt um Asbury biskup að hann leitaðist við að leiða menn til Krists hvar sem hann náði til þeirra. Eldlegur áhugi og lifandi kraftur kom fram í staffi hans, hvort sem hann talaði eða prédikaði. Það er sagt um William Booth, stofnanda Hjálpræðishersins, að á hverju kvöldi, þeg- ar hann hafði lokið við vinnu sína, flýtti hann sér þangað sem hann gat talað við menn um kærleika Krists og starf hans til að frelsa syndara. Það var þessi sami kærleiki Krists sem leiddi Carey til Ind- iands, Hudson Taylor til Kína og Living- stone til Afríku. Þúsundir annara hafa Maurice fann Það var gamlárskvöld. Maurice hafði lagt frá sér bókina sem hann var að lesa, og rétti úr sér, svo hallaði hann sér atur á bak í hægindastólinn og fór að hugsa. Bókin sem hann hafði lokið við að lesa var æfisaga góðs og mikils manns, hún var bæði skemtandi og fræðandi fyrir 12 ára gamlan dreng. Nú hugsaði Maurice með sér: Hann var bara bóndadrengur, eins og eg, langt uppi í landi. Eg skil ekki hvernig hann gat orðið svo frægur. “Hann notaði rétta lykilinn að réttu dyrunum”, sagði einhver sem stóð við fetar í fótspor þeirra, mætt hættum og alS" konar erfiðleikum, til þess gleðiboðskap- ur frelsarans gæti fluzt til yztu endimarka jarðarinnar. Kærleikurinn hefir ekkert mist af sínurn knýjandi krafti. Hann leiðir menn ennþa til að starfa, lifa og líða fyrir aðra. Menn geta notað ýmsar aðferðir til starfs, en tilgangurinn er sá sami, að leiða menn til Krists. Guðs andi knýr suma til að fara út með blöð og bækur, aðra til að gefa Biblíulestra, eða vinna líknarstörf, hjálpa sjúkum og fátækum. Starfsaðferðir geta verið margvíslegar, en kraftur kærleikans kemur í ljós. Hann getur ekki verið að- gjörðalaus. Sagt er að þegar James A. Garfield var skotinn og særður þá ætluðu verkfræðingar að leggja stutta járnbrautarlínu út frá aðal- brautinni og til Elberon þar sem hann átti að hvíla sig, en brautin þurfti að liggja rétt fyrir framan húsdyr bónda nokkurs, sem ekki vildi leyfa að leggja hana þar- En þegar honum var sagt að líf forsetans væri í veði þá svaraði hann: “Það er annað mál, ef brautin er fyrir forsetann þá megið þið láta hana liggja jafnvel gegnum húsið ef með þarf”. Guð óskar eftir að byggj3 braut gegn um þig og mig til hinna glöt- uðu syndara. Brautin þarf að liggja gegn um eigur vorar, sjálfsálit, feimni, ótta og efa. Ekkert af þessu má standa í vegi- Heilagur andi óskar að starfa gegn um þig og mig. Vilt þú leyfa honum það? Hann mun framkvæma kraftaverk náðarinnar gegn um þá sem sýna honum skilyrðislausa undirgefni. W. H. Bergherm. lykil úr gulli hliðina á stólnum, um leið og hann sagði þetta lagði hann lyklakippu á borðið. “Hver ert þú?” spurði Maurice og leit fyrst á manninn og svo á lyklana á borð- inu. “Eg er kominn* hingað til að kveðja,” sagði gesturinn. “Eg er gamla árið. Eftir fáeinar mínútur er eg farinn, en eg skal skilja þessa lykla eftir hjá þér ef þú vilt nota þá. Suma þeirra þarftu ekki fyr en þú ert fullorðinn. Sumir eru of þungir fyrir þig ennþá. Sumir geta opnað þær dyr, þar sem þig nú langar að ganga inn.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.