Stjarnan - 01.11.1944, Page 6
STJARNAN
86
Hvers vegna þessi mismunur?
Pétur, Páll og Filipp voru á sama aldri
og jafnstórir. Þeir bjuggu í nágrenni hver
við annan. Þeir höfðu leikið sér saman,
vaxið upp saman og gengið á sama skól-
ann. Nú voru þeir fullorðnir, stórir og
sterkir, svo þeir álitu að tími væri tilkom-
inn að þeir færu að vinna, svo þeir fóru
niður að bryggjunni og beiddu uim vinnu.
Formanninum leist vel á þá og réð þá
alla með sama kaupi. Fleiri vikur liðu og
einu sinni mættust feður drengjanna og
fóru að tala um þá og starf þeirra. Þá
kom það í ljós að Páll hafði 20 dollara á
viku og Filipp 25. “En hvað hefir Pétur?”
spurðu þeir föður hans.
“Hann hefir aðeins 15 dollara. Mér finst
það ósanngjarnt. Hvernig stendur á þess-
um mismun á kaupi þeirra?”
“Eg veit það ekki,” svaraði faðir Filipps,
“en Filipp sagði mér að þeir hefðu óbeðnir
hækkað kaup sitt upp í 25 dollara á viku.”
“Huigisa sér annað eins,” sagði faðir
Péturs, “og Pétur fær aðeins 15, eg skal
fara ofan á skrifstofu á morgun og segja
formanninum afdráttarlaust hvaða álit eg
hef á honum.”
Faðir Péturs símaði til formannsins og
þeir áttu að mætast á skrifstofunni ki. 10
morguninn eftir. Faðir Péturs varð æ reið-
ari eftir því sem leið á tímann og hann
hugsaði sér hvað hann skyldi segja við for-
manninn.
Formaðurinn gat sér til hvert erindi hans
var og sagði: “Eg býst við þú hafir komið
til að vita hvers vegna sonur þinn fær
aðeins 15 dollara á viku, þegar kaupið hefir
verið hækkað við báða félaga hans.”
“Já víst er það erindi mitt,” svaraði faðir
Péturs. “Eg álít —”.
“Láttu vera að segja mér álit þitt,” sagði
formaðurinn. “Hvað getur þú beðið hér
lengi?”
“Eins lengi og þarf til að sjá um að rétt-
læti og sannsýni komi fram gagnvart
drengnum mínum.”
“Það getur ef til vill tekið tvo klukku-
tíma,” sagði formaðurinn. “Fáðu þér sæti
hér í hliðarherberginu, þar sem þú sést
ekki og veittu eftirtekt því sem fram fer.”
Þetta kom svo flatt upp á föður Péturs
að hann vissi ekki hvað hann átti að gjöra
annað en hlýða. Hann settist þar sem hann
gat séð og heyrt hvað fram fór á skrif-
stofunni án þess honum væri veitt eftir-
tekt.
Nú studdi formaðurinn á hnapp undir
skrifborði sínu. Rétt á eftir opnast dyr og
Pétur kemur inn. Faðir hans sá hvernig
hann h-allaði sér upp að veggnum.
“Það er skip að koma inn”, sagði for-
mað.urinn. “Útvegaðu mér fullkomna
skýrslu skipinu viðvíkjandi og komdu með
hana hingað ef-tir hálftíma.”
“Já,” sagði Pétur og gekk út.
Mínúturnar liðu og fað-ir Péturs var að
hugsa um hvers konar skýrslu Pétur mundi
koma með. Hann var ekki lítið undrandi
þegar hálftíminn var liðinn og ekkert sást
af Pétri. Hann virtist hafa gleymt öllu
saman.
Formaðurinn hringdi aftur og bauð nú
skrifara sínum að senda eftir Páli. Dreng-
urinn kom inn og stóð fyrir framan skrif-
borð formannsins. “Það er komið skip á
höfnina,” sagði formaðurinn. “Útvegaðu
mér nákvæma skýrslu um alt því viðvíkj-
andi innan hálftíma.”
Aftur liðu mínúturnar. Þegar tíminn var
nærri liðinn kom Páll og sagði: “Skipið
er við bryggjuna, það er stórt og full
fermt.”
“Er það alt sem þú fréttur um það?”
“Já, það er alt.”
“Þökk fyrir þú mátt fara.”
“Nú hringdi formaður í þriðja sinn og
eftir nokkur naugnablik kom Filipp inn.
“Góðan daginn, herra minn,” sagði dreng
urinn brosandi. “Hvað get eg gjört fyrir
þig?”
Formaðurinn endurtók sömu beiðni sem
fyr og bað Filipp koma svo fljótt sem
hann gæti með skýrsluna.
Tuttugu mínútum seinna kom Filipp inn
aftur og formaðurinn spurði: “Hvaða upp-
lýsingar hefir þú fengið viðvíkjandi skip-
inu Filipp?”
“Það er 10 þúsund lesta skip. Það kom
seinast við í Cape Town, Suður-Afríku. Það
lagðist hér við bryggjuna í morgun 10
mínútur eftir 10. Flutningurinn er appelsín