Stjarnan - 01.11.1944, Qupperneq 8

Stjarnan - 01.11.1944, Qupperneq 8
STJARNAN mér Guðs orð og Guð sýndi þér að þú átt að halda hvíldardaginn heilagann.” Eítir að hann var orðinn frískur, heim- sótti hann -mig og sagði: “Hefir þú heyrt hvað kom fyrir mig? Héðan af ætla eg að halda hvíldardaginn heilagann og láta skíra mig. Bið fyrir mér að eg reynist trúr. Svo lengi sem eg lifi ætla eg að kaupa eintak af öllum nýjum bókum sem þú hefir til sölu. Því sendið þið ekki prédikara hingað? Hér eru margir sem vilj a hlusta á Guðs orð og fylgja því. Vinur trésmiðsins sem svo einarðlega svaraði ávítun prestsins, hefir þegar sam- einast söfnuðinum. Trésmiðurinn og kona hans hafa um tíma haldið hvíldardaginn og vonast eftir að verða bráðurn skírð.” C. A. Edwards. Smávegis Fyrir stríðið notuðu Bandaríkin um 45 miljón gúmmíhringi fyrir bifreiðar á ári. 4 4 4 Áætlað er að Canada hafi 540 miljón mæla (bushels) af hveiti til útflutnings. Þetta er eins mikið og korn að meðaltali á hveitimarkaði heimsins árlega fyrir stríð- ið. 4 4 4 Fréttaritar.i frá Normandy kveðst hafa séð konur og stúlkur fara til kirkju í gljá- andi hvítum silkikjólum, sem búnir voru til úr fallhlífum sem flugmenn köstuðu frá sér eftir að þeir höfðu notað þær til að lenda í Normandy D daginn. 4 4 4 Hæsta mjólkurframleiðsla frá einni kú yfir árið, í öllum heimi voru 41.943 pund af mjólk. Yfir 18.000 hundar voru teknir til hern- aðar í Bandaríkjunum árið 1943. 4 4 4 Pappír sem leyft hafði verið að notaður yrði í sálmabækur er nú hafður til að vefja utan um vindlinga, en sálmabækur 1 fást ais ekki. 4 4 4 Þrefalt fleiri drengir innan 20 ára aldurs giftu sig árið 1942 heldur en 1939 og miklu STJARNAN kemur út einu sinni á mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can. fleiri stúlkur yfir 35 ára aldur hafa gift sig þessi síðastliðin ár heldur en fyrir stríð- ið, eftir því sem Metropolitan lífsábyrgðar- félagið skýrir frá. Sagt er einnig að al- gengt sé að drengir gifti sig stúlkum sem eru eldri en þeir sjálfur.' 4 4 4 Yfir 250 foreldrar hafa innritast í skóla sem stofnaður er í San Francisco fyrir foreldra, sem eiga .óþæg og illa innrætt börn. 4 4 4 George Platts í Burley Idaho hefir 16 börn og 68 barnabörn í stríðinu. 4 4 4 Sprengjuflugvélarnar sem hafa plágað Suður-England hafa alt að 410 mílna hraða á klukkutíma. 4 4 4 Það þarf tíu potta af mjólk til að fá nógan rjóma í eitt pund af smjöri, en fjóra potta af mjólk fyrir eitt pund af osti. 4 4 . Miljónir vatnsuxa (water buffalos) eru n'otaðir til vinnu á Indlandi. Kjöt þeirra og mjólk er notuð til fæðu. Mjólkin er bláleit á lit er kostgóð á smjör. 4 4 4 Einungis 314 miljón pör af skóm verða búin til í Bandaríkjunum til almennings nota yfirstandandi ár, í stað þess sem áttu að vera 360 pör, og tala sem leyfð er á hálfsóluðum skóm var færð niður í 135 miljónir. 4 4 4 Skógarbelti til skýlis vaxa nú á sléttun- um þar sem tré hafa aldrei vaxið áður, bæði í Norður og Suður Dakota, Nebraska, Kansas, Oklahoma og í norðurhluta Texas. Miljónir af trjáplöntum, sem settar hafa verið niður síðan 1935 er.u búnar að ná þroska og reynast besta hjálp fyrir land- búnaðinn.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.