Stjarnan - 01.12.1944, Page 1

Stjarnan - 01.12.1944, Page 1
STJARNAN DESEMBER 1944 LUNDAR, MAN. Hjörtu yðar Hversu margír af oss hafa hjörtu vor svo inngirt, svo vel vátrygð að fjármissir, þjáningar, vonbrigði, vinamissir og ekkert annað geti skelft oss eða raskað rósemi vorri? Er hjarta þitt svo fullkomlega sam- einað Kristi að þú getur mætt hverju, sem er með ró og stillingu, með fullkomnu trausti til Guðs. Guðs börn eru ekki eins og fólk er flest. Þau þurfa ekki að skelfast við ill tíðindi. “Hjörtu yðar skelfist ekki né hræð- ist.” Svo gefur hann ástæðurnar fyrir því að þau þurfa ekki að hræðast. “í húsi föð- ur míns eru mörg hýbýli .... Eg fer burt að tilbúa yður stað ... Eg kem aftur að taka yður til mín”. Hvaða áhrif hafa þessi orð á hjarta þitt? Eg fónaði konunni minni hérna um kvöldið. Eg var langt í burtu heimanað. Hún spurði: “Nær kemur þú heim elskan mín?” “Eg kem á laugardagsmorguninn með járnbrautarlestinni,” svaraði eg. “Eg verð á járnbrautarstöðinni og bíð þín þar”, sagði hún. Það eru víst hundrað þús- und aðrar konur þar í borginni, en engin þeirra sagðist mundi bíða mín þar, og hvers vegna ekki? Eg vair ekkert fyrir þær. Ef hann meinar nokkuð til þín, og þú metur hann nokkurs þennan elskuverða, kærleiksráka Drottinn, sem segir: “Eg kem aftur,” þá munit þú svara: “Kom þú fljótt, eg bíð eftir þér. Með hvaða lest kemur þú? Kemur þú í fyrramálið?” Hrífur það hjarta þitt loforðið um endur- komu hans? Þráir þú komu hans? Eg veit það verða margir á járnbrautarlestinni að mæta mér þegar eg kem heim. En það verður ein elskuleg kona, sem bíður mín. skelfiát ekki Margir. fleiri munu koma þangað lágir vexti og hávaxnir, líka margir fríðir og tígulegir, en hún bíður ekki til að mæta þeim, en hún bíður eftir litla manninum, manninum sem hún tilheyrir. Ert þú að bíða eftir honum, sem þú til- heyrir? Ert þú eitt með honum gefin hon- um. Ert þú í sannleika hans? Hann kemur aftur. Hann fór en hann lofaði ákveðið að koma aftur. Hvaða áhrif hefir loforð hans á hjarta þitt? Langar þig til að sjá augb.t hans? Þráir þú að fá að sjá hann eins og hann er? Getur þú frá grunni hjartans sagt: “Kom Drottinn Jesús. Eg þrái að sja þig, mig langar eftir þér.” “Reyniö yður sjálfa”. Þú getur verið trúhneigður án þess að elska Jesúm. Þú getur verið glaður í við- móti, viðfeldinn og skemtilegur án þess að elska frelsarann. Trúarbrögð og kristin- dómur. er sitt hvað. Trúarbrögð er að kann- ast við viss kenningar atriði. En kristin- dómur er að elska Jesúm Krist og vera honum sameinaður. Eg gæti sameinast mörgum trúarbragða deildum með því að kannast við eg tryði kenningum þeirra. En sannkristinn maður elskar Jesúm. Kristur er í honum von dýrðarinnar. Jesús lofaði með eigin orðum að koma aftur. Hann mintist á komu sína einnig eftir hann reis upp. (Jóh. 21:22) Hvað segir Páll postuli um þetta efni? “Því sjálfur Ðrottinn,” ekki einhver ann- ar andi eða engill. “Sjálfur Drottinn mun með ákalli, með höfuðengils raust og með Guðs lúðri af himni niður stíga.” Hann gjörir heyrum kunnugt að hann kemur. Hann kemur til að ta'ka söfnuð sinn heim

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.