Stjarnan - 01.12.1944, Síða 3
STJARNAN
91
Er himnaríki verulegt pláss?
Hvað er himnaríki og hvar er það? Er
það verulegt pláss? Munum vér þekkja
hver annan þar?
Ef vér ætluðum að ferðast í fjarlægt
land, þar sem við hefðum aldrei komið
fyr, og búa þar það sem eftir væri æf-
innar, þá mundum vér gjarnan fá að vita alt
naögulegt viðvíkjandi því landi. Hvaða
fólk byggi þar, hvernig loftslagið væri
o. s. frv.
Allir kristnir menn trúa því að til sé
annað líf eftir þetta jarðneska líf. Biblían
falar um líf í framtíðinni og gefur oss skýra
og skiljanlega lýsingu á því, fegurð þess
og dásemdum.
Biblían talar um þrjá himna. í 2Kor.
12:2 lesum vér: “Eg þekki mann í Kristo,
er fyrir 14 árum var uppnuminn, alt upp
í þriðja himin. (Hvort hann var í líkam-
anum eða utan líkama, það veit eg ekki.
Guð veit það). Eg veit að þessum manm
var upp rykt í Paradís.
Postulinn segir hann var upp numinn
upp í þriðja himin. Fyrst þriðji himin er
til þá hlýtur að vera sá fyrsti og annar.
Biblían talar oft um himininn þar sem
skýin líði áfram, og fuglarnir fljúga. í
lMós. 1:6—8 er sagt frá að Guð skapaði
hinn fyrsta himin, eða gufuhvolfið, sem
hér er kallað festing. í Jer. 10:13 lesum
vér að “þegar hann þrumar svarar vatna-
gnýr í himninum.”
Gufuhvolfið eða festingin er þar sem
skýin eru. Miljónir, já biljónir skippunda
af vatni koma niður úr skýjum himinsins
til að vökva jörðina og gjöra hana ávaxta-
sama. í Es. 55:10 stendur að regn og snjór
“fellur af himni ofan og .... vökvar jörð-
ina.
Þessi himin, það er festingin eða gufu-
hvolfið sem umkringir jörðina og verndar
hana frá kuldanum í geymnum þar íyrir
utan, mun einhvern daginn “Með miklum
gný líða undir lok.” í 2Pét. 3:10 er oss sagt
að “Dagur Drottins mun koma, sem þjófur
á nóttu. Þá munu himnarnir með miklum
gný líða undir lok, frumefnin af eldi
sundurleysast og jörðin og þau verk sem
á henni eru upp brenna.” Þetta er nú sá
fyrsti himinn, sem oss er öllum kunnugt
um,
Hinn annar himin er þar sem himin-
hnettirnir eru. Um það lesum vér í Sálm.
19:1—3. “Himnarnir segja frá Guðs dýrð
og festingin kunngjörir verkin hans handa.
Einn dagurinn kennir öðrum þetta tal, og
ein nóttin kunngjörir annari þessa aug-
lýsingu.”
Það væri gott fyrir hverja einustu mann-
eskju að vera, þó ekki væri nema eina
heiðbjarta nótt, einsamall úti á víðáttu-
mikilli eyðimörku eða upp á fjallstindi frá
sólsetri til sólaruppkomu til að virða fyrir
sér gang stjarnanna yfir himinhvolfið. Slík
sjón verður manni minnisstæð alla æfi
og maður tekur undir með sálmasikáldinu:
“Þegar eg sé þinn himin, verkin þinna
handa, tunglið og stjörnurnar, sem þú til-
bjóst, þá kemur mér til hugar: Hvað er
maðurinn þess að þú minnist hans og
mannsins barn að þú vitjir þess.” Sálm.
8:3.4.
Nú skulum við athuga hinn þriðja him-
inn. Himininn þar sem Guð býr. I musteris-
vígslu ræðunni kaliar Saiómon það “Himn-
anna himna.” 2Kon. 8:27, og í 5Mós. 26:15.
er það nefnt “Guðs heilaga sæti á himn-
um”. Og í 2Kron. 6:3 biður Salómon: “Heyr
þú í himninum þínum aðseturstað”.
“Guð er á himnum.” Préd. 5:2. Og Jesús
kendi oss að biðja: “Faðir vor, þú sem
ert á himnum, helgist þitt nafn.” Guð er
alstaðar nálægur fyrir sinn heilaga anda,
en Ritningin segir oss með berum orðum
að hann sé á himnum. Jesús er þar einnig.
Rétt áður en hann fór úr heiminum sagði
hann í bæn sinni til Föðursins: “Nú fer
eg til þín og þetta tala eg í heiminum, svo
þeir hafi í sjálfum sér minn fögnuð full-
kominn.” Jáh. 17:13.
Að himininn er verulegt pláss og dvaiar-
staður sést ljóslega af Jóh. 14:1—3. “Hjarta
vðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið
á mig. í húsi föður mlns eru mörg híbýli,
væri ekki svo hefði eg sagt yður það. Eg
fer burt að tilbúa yður stað, og þegar eg
er burt farinn og hefi tilbúið yður stað,
þá mun eg koma aftur og taka yður til mín
svo að þér séuð þar sem eg er.”
Jesús tók því skýrt fram að hann fór til
að tilbúa stað eða pláss fyrir okkur, svo
himininn er reglulegur staður og Jesús vill