Stjarnan - 01.12.1944, Qupperneq 4
92
STJARNAN
að vér séum þar hjá honum. Um það les-
um vér ennfremur í Jóh. 17:24.
“Faðir, eg vil að þeir sem þú gafst mér
séu hjá mér þar sem eg er, svo þeir sjái
mína dýrð, sem þú gafst mér, því þú elsk-
aðir mig áður en veröldin var grundvöll-
uð.”
Himininn er líka stundum kallaður Para-
dís. Paradís og himininn er sama plássið.
Það sjáum vér að Op. 2:7. “Þeim sem
sigrar mun eg gefa að eta af lífsins tré,
því er Sitendur í Paradís Guðs.” Hér er
sagt að lífsins tré, sem einu sinni var í
Eden aldingarði sé í Guðs Paradís. Höf-
um það í huga nú er vér lesum Op 22:1.2.
“Hann sýndi mér straum lífsvatnsins,
hann var skær sem krystall og rann frá
hásæti Guðs og lanmbsins. Milli borgar-
strætanna og straumsins beggja vegna voru
lífstréin sem báru tólffaldan ávöxt, á sín-
um mánuði hvern, en blöð viðarins eru
til lækningar þjóðunum.”
Af þessu sjáum vér að lífsins tré er á
bökkum lífsvatnsins, sem flýtur frá há-
sæti Guðs og Krists, svo lífsins tré er rétt
hjá hásæti Guðs, og samkvæmt hinum
fyrri texta er það í Paradís Guðs, þess
vegna er Paradís þar sem hásæti Guðs er,
og himininn er hans hásæti
Nú kemur önnur spurning. Munum véi
þekkja hver annan þar? Sumir ímynda sér
að við þekkjiumst ekki, en það er óhugsan-
legt. I Hebr. 12:20—23 lesum vér: “Heldur
eruð þér komnir til fjallsins Síon, og borg-
ar Guðs lifanda, hinnar himnesku Jerú-
sal-em og englanna mörgu þúsunda til sam-
kvæmis og samkundu hinna frumgetnu
hverra nöfn eru skrifuð á himnum, og til
Guðs allra dómara, og til anda réttlátra,
sem algjörðir eru orðnir.”
Hér stendur að Guðs börn eru skrifuð á
himni. Yér lesum enn fremur í Fil. 4:3.
“Einnig bið eg þig, minn trúlyndi sam-
þjón, að þú takir þær að þér, því þær að-
sto^úðu mig þegar eg boðaði náðarlærdóm-
inn, ásamt með Klemens og öðrum mínum
liðsmönnum, hverra nöfn s-tanda í lífsins
bók.” Hér tekur Páll því skýrt fram að
nöfn trúaðra standi í lífsins bók.. Nöfn vor
eru rituð þar. Þessu samhljóða er Lúk.
10:20.
Jesús sagði við lærisveina sína: “En
gleðjist samt ekki yfir því þó illir andar
hlýði yður, heldur yfir því að nöfn yðar
eru skrifuð á himnum.”
Hversu erfið sem kjör þín eru, hversu
þ-ung von-brigði sem þú líður, svo framar-
lega sem þú ert Guðs barn, þá getur þú
glaðst yfir því að nafn þitt er skrifað á
himnum. Já, vér munum þekkja hver ann-
an þar, því nöfn vor og nöfn ástvina vorra
eru rituð á himnum. Nafn þitt er þar.
Nöfn hinna tólf postula og hinna tólf ætt-
feðra ísraels eru skrifuð á hliðin og undir-
stöður borgarinnar.
Vér munum verða líkir Jesú. Páll postuli
segir: “Vort föðurland er á himni, hvaðan
vér væntium lausnarans, Drottins Jesú
Krists, sem mun ummynda líkama vorrar
læ-gingar, svo hann verði líkur hans dýrðar
líkama, eftir þeim krafti sem hann hefir
til að 1-eggja alt undir sig.” Fil. 3:20.21.
Sjá einnig lJóh. 3:1.2.
Þegar Jesús birtist lærisveinum sínum
eftir upprisuna þektu þeir hann altaf nema
eitt skifti sem augu þeirra voru svo haldin
að þeir þektu hann ekki. Hann birtist
Maríu Magðalenu ef-tir upprisuna og hún
þekti hann. Sama daginn birtist hann læri-
sveinunum sem voru saman komnir í loft-
salnum. Hann var áþreifanleguf og sýni-
legur. Hann neytti matar hjá þeim. Hann
var sá sami Jesús sem áður hafði með þeim
verið, einungis var hann nú dýrð^egur og
frá dauðum upprisinn. Lúk. 24:36—43.
Fyrst þeir þektu Jesúm eftir upprisuna
þá munum vér líka þekkja hvorii aðra á
landi lífsins.
Kæru sorgbitnu feður og mæður, sem
mist hafið litla ástvininn ykkar, þér mun-
uð sjá og þekkja hann aftur ef þér aðeins
lifið Guði. Þér verðið að vera vissir um
að þér verðið þar sjálfir.
Vinur minn heimsótti St. Páls kirkjuna
í Lun-dúnum fyrir nokkrum mánuðum
síðan. Presturinn sem þjónar þar býr ná-
lægt kirkjunni. Litla heimilið hans er hálf-
eyðilagt þó kirkjan standi nærri því ó-
skemd mitt innan ium rústirnar. Hann
fylgdi vini mínum upp í turninn, hvaðan
þeir gátu séð eyðilegginguna alt um'hverfis.
Svo fór hann með hann inn á heimilið þar
sem hann og hin aldraða kona hans búa
ennþá. Þau hafa neitað að flytj-a. Hann
sýndi gesti sínum mynd af laglegum ung-
um manni, einkasyni sínum, sem nokkr-
um vikum áður hafði farið út að mæta óvin