Stjarnan - 01.12.1944, Síða 8

Stjarnan - 01.12.1944, Síða 8
96 STJARNAN Drengirnir bundu saman sleðana og rendu sér með hann niður brekkuna. Hann hélt sér með báðum höndum og sagði: “Það er langt síðan eg hef rent mér á sleða.” Þegar ofan var komið drógu þeir hann á sleðanum heim til læknisins. “Eg skulda ykkur mikið drengir,” sagði hann, og var þungt niðri fyrir “Notið þið brekkuna mína svo mikið sem þið viljið, og takið með ykkur- svo marga drengi sem ykkur sýnist. En þið verðið að hafa pláss handa mér, því eg kem til að renna mér með ykkur þegar mér er batnað í fæt- inurn.” “Þakka þér svo hjartanlega fyrir,” sögðu báðir drengirnir um leið og þeir lögðu af stað heim til að segja frá heppni sinni. S. M. C. Smávegis Evropiski kornormurinn olli 33 miljón dollara skaða á kornuppskerunni árið 1943 í norðausturríkjum Bandaríkjanna. 4- ♦ 4- Brazil framleiðir 500.000 pund á ári af hrásilki. ♦ + ♦ Ford félagið hefir framleitt 5000 flug- vélar síðastliðin tvö ár. + 4- ♦ Herlæknar halda sig hafa íundið örugt meðal við sjóveiki. Það er pilla sem varnar því að menn verði veikir af hreyfingu á landi eða sjó. Samsetning meðalsins er leyndarmái hersins en púsundir amerískra hermanna munu vera þakklátir fyrir þá uppgötvun, þegar þeir þurfa að fara yfír hafið til herstöðvanna. + + + Kæru vinir mínir. Ef Guð hefir blessað ykkur og veitt ykkur nauðsynjar lífsins þá minnist þess að Stjarnan hefir ekkert að lifa á nema það sem góðviljaðir sam- viskusamir lesendur senda henni. Guð gefi ykkur öllum gleðilegar kom- andi hátíðar. S. Johnson. ♦ + ♦ Píus páfi tólfti talar vel 8 tungumál. STJARNAN kemur út einu sinni á j mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can Skortur á verkafólki hafði þær afleið- ingar við síðustu uppskeru að ein miljón sýru ávextir rotmuðu á trjánum í Trini- dad. + + + Tré eru það elsta sem lifandi finst í heiminum. Cyprus tré í Indíána þorpinu Maria del Tule í Mexico er álitið að vera að minsta kosti 4000 ára gamalt. ♦ ♦ ♦ Það var auglýst nýlega í Bandaríkjunum að herinn hefði tapað fleiri mönnum fyrir skort þeirra á mentun heldur en fyrir vopnum óvinanna. Særðir og drepnir voru 204.454, en þeir sem hafnað var af því þeir stóðusit ekki herprófið, mestmegnis fyrir mentunarskort, þá þeir voru líkam- lega heilbrigðir voru nálægt því 240.000. > + + Ringling bræðra og Barnum' og Bailey sýningartjald, sem nýlega eyðilagðist af eldi í Hartford Connecticut, var hið stærsta tjald í heimi, það vigtaði 20 skip- pund, var metið 50 þúsund dollara virði, var 600 fet á lengd og 200 fet á breidd og hafði sæti fyrir 12 þúsund manns. + + + Landsvæði nokkurt í Nýja Suður Wales í Ástralíu, sem hingað til hefir aðeins fram- leitt fóður fyrir kangaroos og fáeinar kind- ur, hefir yfirstandandi ár framleitt 8000 skippund af hrísgrjónum. ♦ ♦ + Talsímaþráður var lagður undir sundið rnilli Englands og Frakklands, eftir að ráðist var inn á Evrópu 6. júní, og það var farið að nota hann 28. júní. + ♦ ♦ Fyrsta frásögn er menn hafa um sól- myrkva, ætla menn sé sú, sem skráð er í sögubók Kínverja. Sólmyrkvinn átti sér stað 22. okt. 2137 fyrir Krist. ♦ ♦ ♦ Atlantshafið er að meðaltali um 13.654 fet á dýpt, en Kyrrahafið 13.438 fet.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.