Stjarnan - 01.01.1945, Síða 1

Stjarnan - 01.01.1945, Síða 1
Gleðilegt nýár 1 945 Enn einu sinni erum vér komnir að hin- um alvarlegu tímamótum sem vér köllum áraskifti. í náð sinni hefir Guð hlíft oss við skelfingum þeim sem víða ganga yfir heiminn. Flestir horfa fram á ókomna tím- ann með óttablandinni von. En hin dýpsta og hjartnæmasta tilfinning vor ætti að vera lofgjörð og þakklæti til skapara vors og Drottins, fyrir hans ómetanlegu náð, að hafa vakað yfir oss og varðveitt oss og heimili vor frá öllum háska og slysum, og honum getum vér öruggir falið oss og ástvini vora á þessu nýbyrjaða ári. Drott- inn er athvarf sinna og hjálp í nauðum margreynd. í auðmýkt meg-um vér játa að vér erun/engu 'betri en þjóðir þær og ein- staklingar, sem gengið hafa gegnum skelf- ingar hinna síðastliðnu 5 ára, en það er náð Guðs, sem hefir hlíft oss óverðugum, svo vér höfum getað lifað í velgengni og friði. En, ó, hversu margir vor á meðal jafnvel, hafa blæðandi hjarta vegna ástvinamissis, svo margir af vorum bestu og hraustustu sonum hafa látið líf sitt á vígvellinum. Þeir gáfu þjónustu sína og líf sitt í von um að geta trygt frelsi og líf okkar sem heima erum. Guð blessi minningu þeirra. Sorgin er þung að sjá þeim á bak, en hér koma Guðs fyrirheit til þess eins og græðismyrsl á, mýkja sárin og draga úr þjáningunum. Jesús lofaði að koma aftur, og þá mun hann kalla fram úr gröfunum þá, sem sofnaðir eru. Þeir hvíla þar í friði og bíða uppris- unnar. Eg hef miklu meiri meðaumkvun naeð þeim, sem lifa og verða að taka af- leiðingum skelfinganna heldur en hinum sem hrifnir voru burt frá þeim er þeir mistu lífið. Mesta alvörumálið í þessu sambandi er það hvernig vér verjum lífi voru og kröft- um hér, þennan styttri eða lengri tíma, sem vér dveljum í heiminum. Keppum vér eftir að höndla hið himneska hnoss, sem Guð frambýður oss fyrir Jesúm Krist? Eða látum vér oss nægja að berast með straumn um í hringiðu heimsins, sem endar með glötun og veitir heldur ekki neina varan- lega hamingju á yfirstandandi tíma. Ef vér höfum valið Jesúm fyrir leiðtoga vorn og orð hans fyrir vort leiðarljós, þá getum vér öruggir litið fram á ókomna tímann, og óttalaust mætt því sem fram- undan er, hversu erfitt sem það kann að vera, því hann sem hefir lofað að vera með sínum alt til veraldarinnar enda, Inann hefir alt vald á himni og jörðu. Hversu dimt, sem útlitið er getum vér glaðir fylgt honum sem er heimsins ljós. Hann gefur ástvinum sínum þessa dýr- mætu fullvissu: “Eg mun koma aftur og taka yður til mín, svo þér séuð þar sem eg er. Og hann mun ummynda líkama vorr- ar lægingar svo hann verði líkur hans dýrðarlíkama.” Guð gefi ykkur og okkur öllum að lifa í þessari öruggu von og dýrðlegu fullvissu, þá mun hið nýbyrjaða ár 1945 í sannleika verða okkur öllum gleðilegt ár. S. Johnson. “Sönn trúarbrögð munu fullnægja þörf- um sínum, þegar þau eru ekki fær um það og Guði finst ekki ráðlegt að hjálpa-þeim, svo að þau þurfa að snúa sér til ríkisvalds- ins um fjárveitingu, þá er eg sannfærður um, að þau eru ekki hin réttu.” Benjamín Franklín. I

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.