Stjarnan - 01.01.1945, Page 2
2
STJARNAN
Jesús er sonur Guðs
Sannleikur, sem allir verða að vita.
Jesús er Guð. Það sagði hann ekki bara
einu sinni en oft. Og orð hans eru sann-
leikur.
Jesús krafðist þess að hafa verið til áð-
ur. Áður enn Abraham var til. er eg. Jóh.
8,38. “Eg hefi stígið niður af himni”. Jóh.
6, 38. “Með þeirri dýrð, sem eg hafði hjá
þér áður enn heimurinn varð til.” Jóh.
7, 5.
Jesús krafðist þess að vera almáttugur.
“Alt vald er mér gefið á himni og jörðu.”
Matt. 28, 18. “Alt er mér falið af föður
mínum.” Matt. 11, 27. “Faðirinn elskar
soninn og hefur gefið alla hluti í hönd
honum.” Jóh. 3, 35. “Þú hefir gefið hon-
um vald yfir öllu holdi.” Jóh. 17, 2.
Jesús krafðist þess að vera óskeikull.
“Himinn og jörð munu líða undir lok, en
orð mín munu als ekki undir lok líða.”
Matt. 24, 35. í raun og veru krafðist hann
að vera sjálfur sannleikurinn. “Eg er veg-
urinn, sannleikurinn og lífið.” Jóh. 14, 6.
Jesús krafðist þess að vera syndlaus, og
skoraði á mótmælendur sína að sanna synd
á sig. “Hver yðar getur sannað á mig
synd?” Jóh. 8, 46.
Jesús krafðist þess að hann einn hefði
konungsrétt yfir sálum manna, með því
að kalla á menn til að yfirgefa alt og fylgj a
sér einum. Hann fullvissaði þá um, að hann
mundi eigi leyfa jafnvel þeim nánustu og
kærustu blóð- og náttúruböndum að leysa
þá frá þeim böndum, sem þeir voru
bundnir honum. Krafa hans var æðri sér-
hverri hollustu í heiminum.
Hann krafðist þess að þekkja Guð bet-
ur en nokkur mannleg vera gjörði eða
gæti gjört, með þeirri þekkingu, sem aðrir
voru á sérstakan hátt útilokaðir frá. “Eigi
heldur gjörþekkir nokkur föðurinn nema
sonurinn.” Matt. 11, 27. “Enginn hefur
nokkurn tíma séð Guð; Sonurinn eingetni,
sem hallast að brjósti föðursins, hann
hefir veitt oss þekkingu á honum.” Jóh.
1, 18.
Jesús krafðist þess að hafa verið send-
ur í iheiminn af Guði. “Eg er ekki kominn
af sjálfum mér, en sá, er sannur, sem
sendi mig, en hann þekkið þér ekki. Eg
þekki hann, því eg er frá honum, og hann
hefir sent mig.” Jóh. 7, 28, 29.
Jesús krafðist þess að eiga, og geta gefið
eilíft líf. “Sá, sem trúir á mig, hefur eilíft
líf.”, “Eg er hið lifandi brauð, sem kom
niður af himni; ef nokkur etur af þessu
brauði, mun hann lifa til eilífðar”. Jóh.
6, 47, 51.
Jesús krafðist þess að geta reist menn
upp frá dauðum. “En þetta er vilji hans
er sendi mig, að af öllu því, sem hann
hefur gefið mér, skuli eg ekki láta neitt
glatast, heldur uppvekja það á efsta degi.
Því að þetta er vilji föður míns, að hver
sem sér soninn og trúir á hann, hafi eilíft
líf; og eg mun uppvekja hann á efsta degi.”
Jóh. 6, 39, 40.
Jesús krafðist þess, að geta verið alstaðar
nálægur. “Og sjá, eg er með yður alla daga
alt til enda veraldarinnar.” Matt. 28, 20.
Jesús krafðist þess að hafa vald til að
fyrirgefa syndir þeirra, vald, sem heyrir
einungis Guði til. “Mannssonurinn hefir
vald á jörðu til að fyrirgefa syndir.” Matt.
9, 6.
Jesús krafðist þess, að það yrði hans
rödd, sem endurlífgaði þá dauðu á upprisu-
deginum. “Sannlega, sannlega segi eg yður;
sú stund kemur, já, er þegar komin, er
hinir dauðu munu heyra raust Guðs-son-
arins og þeir, sem heyra, munu lifa.” Jóh,
5, 25.
Jesús krafðist þess að vera dómari allra
manna. “Því að eins og faðirinn hefir líf
í sjálfum sér, þannig hefur hann einnig
gefið syninum að hafa líf í sjálfum sér; og
hann hefir gefið honum vald til að halda
dóm.” v. 26, 27.
Jesús gjörði þá afskaplegu kröfu að á
degi dómsins, myndu þjóðirnar safnast
saman fyrir honum til að gjöra reiknisskil
fyrir gjörðir sínar í líkamanum, og þeim
annað hvort hafnað eða teknir, aðeins eftir
framkomu þeirra gagnvart honum. “En er
manns-sonurinn kemur í dýrð sinni og allir
englarnir með honum, þá mun hann setj-
ast í hásæti dýrðar sinnar, og allar þjóð-
irnar munu safnast frammi fyrir honum.”
Matt. 25, 31, 32.
Jesús krafðist þess að vera Messías, sonur
Guðs. Þegar Pétur sagði við hann: “Þú