Stjarnan - 01.01.1945, Page 3
STJARNAN
3
ert hinn smurði, sonur hins lifanda Guðs”,
þá kannaðist Jesús við nákvæmni fram-
burðar hans, og samþykti það og heim-
íærði það upp á sjálfan sig og lýsti því yfir
að á þessum sannleika mundi hann byggja
kirkju sína.” Matt. 16, 13—18. Það er á
þessum kletti, Jesú Kristi. hinum guðdóm-
lega syni, að kirkjan er byggð, og það er
vegna þessa sannleika að “>hlið heljar skulu
ekki verða honum yfirsterkari.”
Jesú læknaði mann, sem var fæddur
blindur, og seinna var rekinn út af Farí-
seunum fyrir að hann játaði trú sína á
Jesú. Seinna fann Jesús hann og sagði:
“Trúir þú á manns-soninn? Hann svaraði
og sagði: “Og hver er sá, Herra, að eg
geti trúað á hann?” Jesús sagði við hann.
“Þú hefur þegar séð hann, og það er hann,
sem við þig talar.” En hann sagði: Eg trúi,
herra.” Og hann féll fram fyrir honum.”
Jóh. 9, 35—38.
Þegar Jesús var yfirheyrður, skipaði
æðsti presturinn honum að segja skýrt frá
hvort hann væri Kristur, sonur Guðs, eða
ekki. Þá krafðist Jesús þess enn á ný, að
vera sonur Guðs. Matt. 26, 63, 64.
Guð faðir vitnaði einnig um guðdóm
sonar síns. Þegar hann var skírður: “sjá
rödd af himni sagði: Þessi er minn elsk-
aði sonur, sem -eg hefi velþóknun á.” Matt.
3, 17. Við ummyndun Krists á fjallinu kom
rödd úr skýjun-um, sem sagði: “Þessi er
minn elskaði sonur, sem eg hefi velþókn-
un á, hlýðið á hann.” Og enn höfum við
frásögn f-rá föðurnum: “En um soninn:
hásæti þitt, ó Guð, er um aldir alda, og
sproti réttvísinnar er spr-oti ríkis þíns.”
Heb. 1, 8.
J-esús gjörði ekki aðeins þessar afskap-
legu kröfur, en hann staðfesti þær með
kraftaverkum. Iiann læknaði holdsveika,
opnaði blindra augu, gaf daufum heyrn,
lét halta ganga og uppvakti dauða. Hann
gjörði ekki aðeins kraftaverk, en talaði
undursamleg orð, orð sem lifa enn í dag.
V-enjulega gleymist ekkert eins fljótt eins
og orð manna; menn nota þau ávalt. Það
eru miljónir manna, sem hafa talað frá
barnæsku til grafarinnar, en alt það hefur
fallið í gleymskunnar skaut. Enn Jesús
sagði um sín orð: “Himinn og jörð munu
líða undi-r lok, en mín orð munu als ekki
undir lok líða.” Hann skrifaði engar bækur,
skrifaði heldur ekki orð sín niður. Ræður
hans voru ekki auglýstar í dagblöðum,
samt hafa o-rð hans lifað; þau eru lifandi
þann dag í dag. Þau lifa í sögu aldanna,
þau lifa í hjörtum fólksins; og þau lifa, því
að í þei-m er kraftur lífsins.
Nú skulum vér telja þetta alt upp. Jesús
sagði að hann kæmi frá Guði. Hann sagðist
vera Guð. Hann krafðist þess að vera
Messías, sonur hins lifanda Guðs. Hann
sagði að Guð hefði sent sig, að hann kæmi
frá Guði. Hann sagðist vera Guðs sendi-
boði til að tala Guðs orð. Hann sagði að
Guð -og hann væru eitt. Hann krafðist þess
að hafa verið til áður, almáttugur, ósfceik-
ull, syndlaus, einvaldur yfir sálum manna.
hafa eilífa lífið í sér, og rétt til að gefa það,
vald til að -reisa upp frá dauðum, vald til
að fyrirgefa syndir, og vald til að dæma
heiminn. Hann gjörði stór tákn og undur,
og kraftaverk til að staðfesta kröfu sína,
stjórnaði vindi og öldum, réði yfir fiskum
sjávarins, læknaði sjúka, og kastaði djöfi-
um út. Svo krafðist hann þess að orðin
sem hann talaði væru gefin honum af
Guði. Þau mundu standa lengur en jörðin
og mundu dæma menn á efsta degi.
Þetta er sannlei'ki. Það hefur staðist
reynsluna. Tugir miljóna hafa viðurkent
það sannleika. Þeir hafa fært sannanir fyrir
sannsögli þess. Orð Krists hafa staðist, og
til eru þau þann dag í dag. Þau munu
halda áfr-am að vera til þangað til himinn
og jörð fers-t. Ekki eitt af þeim h-efur
brugðist. Það er ekki eingöngu vitnisburð-
ur Krists sjálfs, en vitnisburður föðursins,
vitnisburður verka hans og -orða, sem bera
guðdómi Krists vitni, heldur hafa aðrir rit-
höfundar Biblíunnar sameinast um að
veita honum virðingar stöðu.
Páll lýsti því yfir: að, “í honum
býr öll fylling guðdómsins líkamlega.”
Hann s-egir einnig: “Því að alt hefir hann
lagt undir fætur honum”. lKór. 15, 27.
Hann skýrir f-rá, að það sé ásetningur
Guðs, í fyllingu tímans að “hann ætlaði að
safna öllu því, se-m er á himnum, og því
sem er á jörðu, undir eitt höfuð í hinum
Smurða.” Ef. 1, 10. Hann segir oss að Guð
hafi “sett hann sér til hægri handar í himin
hæðum, ofar hverri tign og valdi og mætti,
ofar öllum herradómi og sérhverju nafni,
sem nefnt er, -ekki aðeins í þessari veröld,
heldur og í hinni komandi og lagt alt undir
fætur honum.” v, 20—22.