Stjarnan - 01.01.1945, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.01.1945, Blaðsíða 4
4 STJARNAN Pétur s’krifar að Jesú sé “uppstiginn til himna situr Guði á hægri hönd, en englar, völd og kraftur eru undir hann lagðir,,’ 1. Pet. 3, 22. Jóhannes kallar hann “Drottinn drotna og konung konunga.” Op. 17, 14. Hann talar einnig um hann, sem “stjarnan skínandi, morgunstjarnan.” Op. 22, 16. Og Jóhannes skýrir frá þeim orðum, sem hann heyrði Krist. segja um sig sjálfan. “Eg er Alfa og Omega, hinn fyrsti og sinn síðasti. Upphafið og endirinn.” v. 13. Oss hefur ekki sjátlast. Hinn söguríki átrúnaður kirkjurmar er sannur. Frelsari vor er konungur himins og jarðar, sonur hins lifanda Guðs, dómari heimsins, lifandi á himnum, enn í dag, við hægri hönd Guðs, sem meðalgangari vor. “Er vér þá höfum mikinn æðstaprest, sem farið hefir í gegn um himnana, Jesúm Guðs son, þá höldum fast við játninguna.” Heb. 4, 14. Og látum oss með Tómasi kann- ast við hann með lotningarfullri undir- gefni: “Drottinn minn og Guð minn”. Jóh. 20, 28. C. B. Haynes. Hvers vegna verður Kriétur að koma aftur? Endurkoma Krists er eins áreiðanlegur viðburður og sólaruppkoma og sólsetur, fjara og flóð, eða annað ákveðið lögmál. Það er enginn tilbúningur, getgáta eða heilabrot, heldur ekki neitt guðfræðilegt fák einstakra manna niður í gegnum ald- irnar. Það er vissa. Þegar það var ákveðið á himnum, að Kristur kæmi í fyrsta sinn til jarðarinnar, sem endurlausnari heimsins var einnig ákveðið að hann kæmi aftur. Þessir at- burðir voru því tengdir hver öðrum í áformi Guðs, og er þess vegna oft blandað saman í ritningunni eins og það væri einn atburður án millibils. Fyrir Guði, sem lifir eilíflega, og sem þess vegna “einn dagur er ... sem þúsund ár, og þúsund ár sem einn dagur”. 2Pet. 3, 8, eru þessar tvær komur Krists partur eins stórs viðburðar. Af þess- ari orsök eru þær tengdar hver annari, sú fyrri gjörir hina nauðsynlega. Páll kennir þennan sannleika í lCor. 11, 26. “Því að svo oft sem þér etið þetta brauð og drekk- ið af bikarnum, boðið þér dauða drottins, þangað til hann kemur.” Kristur kom í fyrsta sinn, dó og reis upp frá dauðum til að gjöra ákveðna hluti mögulega fyrir mennina. Næsta skipti kem- ur hann til að gjöra þá verulega fyrir sér- hvern sem vill viðurkenna hann sem persónulegan frelsara. í ritningunni er endurkoma Krists nauðsynleg til þessa, Þannig bíður fullkomnun endurlausnar á- formsins endurkomu Krists frá himnum. Fyrsta skipti kom hann og leið með dauða sínum refsinguna fyrir syndir mann- anna. Róm. 5, 8, svo að mennirnir, sem viðurkendu fórnardauða hans, öðluðust fyrirgefningu syndanna og þar af leiðandi yrðu frelsaðir í staðinn fyrir eilíflega glat- aðir. í annað sinn kemur hann til að veita fullkomna sáluhjálp öllum þeim sem trúa á hann. Skrifað stendur: “Þannig mun og hinn smurði, eitt sinn fórnfærður til að bera syndir margra, í annað sinn birtast án syndar, til hjálprœðis þeim sem hans bíða”. Heb. 9, 28. Jesús sagði: “En sá, sem stöðugur stendur alt til enda, 'hann. mun hólpinn verða.” Matt. 24, 13. Hann sagði einnig lærisveinum sínum, þegar þeir sæju, sérstök tákn koma fyrir. “Lyftið upp höfð- um yðar, því að lausn yðar er í nánd.” Lúk. 21, 28. Þar vitnaði hann til endurkomu sinnar. Páll vitnar einnig til þessa dags sem “endurlausnardagsins”. Ef. 4, 30. End- urkoma Krists er því nauðsynleg til að láta sérhverjum trúuðum í té fullkomna endur- lausn, gjörða mögulega við fyrri komu hans. Fyrsta sinn kom hann og með kross- dauða sínum á Kalvarí smakkaði dauðann fyrir alla. Heb. 2, 9, svo að maðurinn með því að tileinka sér dauða hans gæti um- flúið eilífan dauða, sem er laun syndarinn- ar, og fengið eilíft líf. Róm. 6, 23. Hann kemur í annað sinn til að “gjalda ... Eilíft líf” þeim réttlátu, sem í trú hafa öðlast það og lifa í von um að verða “erfingjar eilífs lífs”. Róm. 2, 6—7. Títus 3, 7. Hann kom í fyrsta sinn, dó og reis upp til að gjöra börnum sínum mögulegt að fá eilíft endurgjald. Hann kemur aftur til að færa þeim það. “Sjá, eg kem skjótt, og launin hefi eg með mér, til að gjalda hverj-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.