Stjarnan - 01.01.1945, Síða 5
STJARNAN
5
um og einum eins og verk hans eru”. Op.
22, 12. Endurkoma hans er dagur endur-
gjaldsins, og það er skýr kenning ritning-
arinnar að án hans muni engum veitast
eilíft endurgjald. Sjá Matt. 16, 27. Lúk. 14,
12—14, Filip. 1, 6. 2Tím. 4, 6—8. lPet. 5,
1—4.
Hann kom einu sinni, lifði, dó og reis upp
aftur sigri hrósandi yfir dauða og gröf svo
að þeir sem höfðu dáið í trú á hann öðluð-
ust upprisu, ódauðleika og eilíft líf, og
gætu “alls ekki framar dáið”. Lúk. 20, 36.
Hann kemur aftur til að reisa þá dauðu tii
ódauðleika, án hverrar upprisu engin von
væri um framtíðar líf hinu megin grafar-
innar. Jesús sagði: “Enn þetta er vilji
hans sem sendi mig, að af öllu því, sem hann
hefur gefið mér, skuli eg ekki láta neitt
glatast, heldur uppvekja það á efsta degi,
því að þetta er vilji föður míns, að hver
sem sér soninn og trúir á hann hafi eilíft
líf, og eg mun uppvekja hann á efsta degi.”
Jóh. 39—40. Þessi orð drottins vors sýna
skýrt, að þeir mundu glatast, sem faðirinn
hafði gefið honum, ef hann uppvekti þá
ekki á efsta degi, og að eilíft líf þeirra
sem dánir eru sé komfð undir upprisunni,
sem á að eiga sér stað við endurkomu
hans. 1. Þess. 4, 16—18.
Hin undursamlega meðferð postulans
Páls á upprisunni, er alveg eins skýr á
þessu atriði að jafnvel dánir kristnir menn
mundu glatast, ef engin upprisa ætti sér
stað á efsta degi: Hann skrifar: “Því að
ef dauðir rísa ekki upp, er Kristur ekki
heldur upprisinn, en ef Kristur er ekki upp-
risinn, er trú y&ar fánýt, þér eruð þá enn í
syndum yðar, og jafnvel einnig þeir glatað-
ir, sem sofnaðir eru í trú á Krist”. “Hafi
eg eingöngu að hætti manna barist við
villidýr í Efesus, hvaða gagn hefi eg þá
af því? Ef dauðir rísa ekki upp, etum því
og drekkum, því á morgun deyjum vér”.
1. Kor. 15, 16—18, 32. Svo upprisan er
einasta von þeirra réttlátu, sem dáið
hafa. Af þessari orsök verður Kristur að
koma aftur, og reisa þá dauðu upp, annars
væri dauði hans og upprisa árangurslaus.
Hann kemur aftur einmitt til að gjöra
þetta.
Að lokum kemur Kristur til að eyði-
leggja djöfulinn og öll hans verk. Það
stendur skrifað: “Þar sem nú börnin eiga
hlut í holdi og blóði, þá hefur hann og
sjálfur fengið hlutdeild í því mjög svo á
sama hátt, til þess að hann fyrir dauðann
gæti að engu gjört þann, sem hefur mátt
dauðans, það er að segja djöfulinn”. Heb.
2—14.
Jóh. segir: “Til þess birtist Guðs sonur,
að hann skyldi brjóta niður verk djöfuls-
ins”. 1. Jóh. 3, 8 s. p. Djöfullinn starfar enn
í heiminum, og verk hans hafa ekki enn
verið brotin niður. Kristur verður að koma
aftur til að gjöra þetta. En hann kemur
aftur, og mun að síðustu eyðileggja djöful-
inn með öllum hans vélabrögðum. Sjá
Mal. 4, 1—3, 2Pet. 3, 10—13. Nah. 1, 9—10.
Sálm 37, 9—11.
J. S. Stevens.
Nói, Daníel og Job
Nói var réttlætis prédikari. í 120 ár til-
kynti hann hinni spiltu kynslóð, sem þá
lifði í heiminum að vatnsflóð mundi koma.
Þrátt fyrir háð og glettni fjöldans bygði
hann skip á þurru landi. Hvorki náttúru-
öflin eða vísindin bentu á nokkur líkindi
til þess að vatnsflóð mundi koma, en “Nói
trúði Guði og það var honum til réttlætis
reiknað.” Það er mögulegt að réttlæti hans
hafi orðið til þess að fjölskylda hans frels-
aðist 1 örkinni. En þó hann væri í heim-
inum á hinum síðasta reikningskapar degi.
þá gæti hvorki réttlæti hans né áhrif frels-
að son eða dóttur.
Daníel spámanni var opinberuð stofnun
og fall ríkja og þjóða frá hans tíma og alt
til daganna enda. Þessi útvaldi Drottins
þjónn, sem engillinn sagði við: “Þú ert
maður elskuverður”, hinn háttvirti stjórn-
málamaður, sem óvinirnir sögðu um: “Vér
munum ékkert geta fundið Daníel þessum
til saka, nema ef vér finnum honum eitt-
hvað að sök í því sem viðkemur átrúnaði
hans.” Þessi trúfasti maður, sem ekki vildi
víkja hársbreidd frá tilbeiðslu sinni til
Guðs þótt það leiddi 'hann í ljónagröfina
hvaðan Guð frelsaði hann með kraftaverki,
jafnvel þó þessi Daníel væri í landinu, þá
gæti hann hvorki frelsað son eða dóttur
með réttlæti sínu heldur aðeins sitt eigið
líf.
Næst er forfaðirinn Job nefndur, sem
leið svo ákaflega sorg og þjáningar, svo