Stjarnan - 01.01.1945, Page 6
6
STJARNAN
líkami hans var allur í sárurn frá hvirfli
til ilja. Veiki hans kom stuttu eftir að
hann hafði mist öll börn sín og allar eigur
sínar. Vesalings kona hans misti kjarkinn
og spurði: “Heldur þú ennþá fast við guð-
rækni þína?” En Job treysti Guði og slepti
honum ekki, hann æfðist í þolinmæði. En
þó hann væri í landinu á hinum mikla
dóms og reikningskapar degi, þá gæti hann
hvorki frelsað son eða dóttur en aðeins
sitt eigið líf.
Hér er lærdómur fyrir oss. Vér getum
ekki treyst öðrum rnönnum fyrir sálu-
hjálp vorri. Enginn guðrækinn faðir né
elskandi móðir, engin kærleiksrík eigin-
kona eða trúfastur eiginmaður getur frels-
að ástvini sína.
Athugið þetta, þér sem gálausir og kæru-
lausir eruð. Hugsið um þetta veraldlega
sinnaði sonur og dóttir, og óumventi eigin-
maður. Enginn ættingi eða ástvinur, hversu
guðrækinn sem hann er er, getur leitt yður
inn um perluhliðin á hinni himnesku borg.
Þér verðið sjálfir að meðtaka Jesúm Krist,
sem yðar persónulegu frelsara og reiða
yður á hans fórn og forþénustu yður til
sáluhjálpar.
Nú er sú æskilega tíð, nú er dagur hjálp-
ræðisins. Ennþá stendur dyr náðarinnar
opin, og hinn versti syndari getur snúið
sér til Krists og fengið náð og fyrirgefri-
ingu synda sinna.
Ef einhver kærulaus, óendurfæddur
maður les þessa grein, einhver sem ekki
hefir meðtekið frelsið í Kristi, þá grátbæni
eg hann: Hugsaðu, starfaðu og lifðu eins og
þú mundir óska að þú hefðir hugsað, starf-
að og lifað, þegar þú stendur frammi fyrir
Guðs iómstóli. Meðan náðin ennþá er fram
boðin, meðan Guðs andi ennþá talar til
samvisku þinnar og sannfærir um synd,
meðan þú enn getur valið, rólega hugleitt,
og notað dómgreind þína, þá snúðu þér
til frelsarans Drottins vors Jesú Krists og
fáðu hjá honum fyrirgefning og hreinsun
frá allri synd. “Snúið yður, snúið yður .. .
hví viljið þér deyja?”
Þér, sem berið kristið nafn, en hafið
slept yðar fyrri kærleika. Þér fráföllnu
synir, eg ávarpa yður þessum orðum, sem
heilagur andi hefir innblásið: “Nálægið
yður Guði þá mun hann nálgast yður.
Hreinsið hjörtu yðar þér syndarar og gjör-
ið flekklaus hjörtu yðar þér tvílyndu. Ber-
ið yður illa syrgið og grátið, yðar hlátur
skal umbreytast í sorg og gleðin í hrygð.
Auðmýkið yður fyrir Drottni þá mun hann
upphefja yður.” Jak. 4:8—10.
Þeim, sem í einlægni og alvöru leita
Guðs er gefin þessi dýrmæta fullvissa:
“Hinn óguðlegi láti af sinni breytni og ill-
virkinn af sinni hugsun, og snúi sér til
Drottins, þá mun hann miskuna honum, og
til vors Guðs, því hann er fús á að fyrir-
gefa. Mínar hugsanir eru ekki yðar hugs-
anir og yðar vegir ekki mínir vegir segir
Drottinn”. Jes. 55:7.8.
Það er ljós og líf, sigur og kraftur fyrir
yður í Jesú Kristi Drotni vorum. Þér get-
ið öðlast hans líf, trú, von, styrk og hug-
rekki, kærleika kraft og gleði í þjónustu
hans.
F. M. W.
Tíminn er þegar útrunninn
Tíminn er þegar liðinn. Hinar löngu
dimmu nætur syndarinnar eru bráðum á
enda. Hið hræðilega ástand sem nú ríkir í
heiminum víða sýnir að menn eru ófærir
til að ráða fram úr vandamálum þeim sem
syndin hefir orsakað. Núverandi ástand er
tákn þessa. Jesús kemur bráðum.
Menn tala um og ráðgjöra endurbætur á
komandi tímum, en mannkynið þarfnast
hjálpar, og hjálpin mun koma. Spámenn
Biblíunnar spáðu því, Jesús lofaði því og
deyjandi harmkvælaheimur krefst þess.
Þetta er sá tími sem forfeður, spámenn
og postular litu fram til með eftirvæntingu.
Enginn getur lesið spádóma Biblíunnar um
ástand hinna síðustu daga í trúmálum,
fjárhagsmálum og félagslífi manna án þess
að sjá að þeir eru daglega að uppfyllast
fyrir augum vorum.
Þegar Jesús hafði útlistað ýmislegt við-
víkjandi táknum endurkomu hans þá segir
hann: “Þannig skuluð þér vita, að þegar
þér sjáið alt þetta, þá er hann í nánd, fyrir
dyrum.” Matt. 24:33.
Takið eftir, að þjóðirnar eru að hraða
sér í áttina til Harmageddon þar sem lokið
verður síðasta þætti mannkynssögunnar.
Jóe. 13:7—14. Berið fjármál héimsins nú
saman við spádóminn í Jakob 5. kapítula
þar sem lýst er viðureign auðmanna og