Stjarnan - 01.01.1945, Page 7
STJARNAN
r?
I
daglaunamanna rétt á undan endurkomu
Drottins. Athugið skýrslurnar um út-
breiðslu sjúkdóma sem eru afleiðing af
yfirtroðslu sjöunda boðorðsins (þú skalt
ekki hórdóm drýgja). Hreinleiki, siðprýði
og skírlífi eru dygðir sem fjöldi fólks sýnist
einskisvirða. Jesús sagði: “Eins og var á
dÖgum Lots, menn átu, drukku, keyptu
seldu, gróðursettu og reistu hús ... eins
mun verða á þeim degi þegar manns-sonur-
mn opinberast.” Lúk. 17:28—30.
Grátlegt er ástandið í stórum deildum
kirkna, sem þó kalla sig kristnar, sem hafa
aðhylst nútíðar afstöðu gagnvart Biblíunni,
neita sköpunarsögunni, falli mannsins,
kraftaverkum Biblíunnar, meyjarfæðing-
unni, guðdómi Krists, friðþægingunni og
endurkomu Krists.
Til hvers lét Guð spámennina gefa oss
öll þessi tákn? Til þess vér vissum á hvaða
tímabili vér lifðum, og vitandi það gjörð-
um nauðsynlegan undirbúning. Drottinn
áminnir oss þannig: “Fyrir því skuluð og
þér vera viðbúnir, því að manns-sonurinn
kemur á þeirri stundu, sem þér eigi ætlið.”
Matt. 24:44.
Eruð þér tilbúnir að geta horft á hið
dýrðlega auglit Drottins yðar og herra?
Eruð þér íklæddir hreinleika og réttlætis-
skrúða Krists? Hafið þér teigað úr lindum
sáluhjálparinnar, úr uppsprettu lífsins
vatns? Hafið þér öðlast þann frið, sem
gagntekur hjarta mannsins þegar hann
hefir fengið syndir sínar fyrirgefnar. Gang-
ið þér daglega í ljósi Guðs auglitis? Hlýðið
þér öllum boðorðum hans? Er trú yðar að-
eins samþykki sögulegs viðburðar, eða er
hún lífgandi ummyndunarafl í lífi yðar?
Elskið þér það sem Dröttinn yðar elskar
og hatið það sem hann hatar? Getið þér í
sannleika sagt: “Sjálfur lifi eg ekki fram-
ar, heldur lifir Kristur í mér.” Gal. 2:20.
Jesús setur fólki sínu hátt takmark,
lærisveinar hans verða að hafna öllum
óguðleika og fýsnum heimsins, en lifa
bindindissömu, réttlátu, guðlegu lífi á
þessari jörð meðan þeir bíða komu brúð-
gumans. Tit. 2:12. 1 munni þeirra finsc
engin lýgi, þeir verða að vera lýtalausir.
Þeir varðveita boðorð Guðs og trúna á
Jesúm. Op. 14:5.6.
Heyrist mér einhver segja: Eg er ekk'.
ennþá tilbúinn fyrir endurkomu Krists. En
vinir mínir, þér getið orðið viðbúnir á
þessari stundu. Gleymið því ekki að Guð
sem þér eigið við er almáttugur. Hann
skapaði heiminn af engu. “Hann talaði og
það varð. Hann bauð og þá stóð það þar.”
Sólm. 33:6.9. Ef þér gefið yður algjörlega
á hans vald, játið syndir yðar og beiðist
fyrirgefningar og náðar fyrir Jesúm Krist,
þá hreinsar hann yður af öllu ranglæti.
“Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu
þær verða hvítar sem mjöll, þó að þær
séu rauðar sem purpuri, skulu þær verða
sem ull. “Ef þér eruð auðsveipnir og hlýðn-
ir þá skuluð þér njóta landsins gæða.”
Jes. 1:18.19.
Því ekki skyldum vér svara undir eins:
“Öllu fórna eg Jesú og frjálslega gef.” Já,
gefum honum alt, allan breyskleika, syndir
og' umliðnu árin, þá mun hann opna fyrir
oss hjálpræði himinsins. Ó, hve dásamleg
umskifti; í stað synda tötra vorra meðtaka
og íklæðast réttlætisskrúða hans, hann
tekur syndabyrði vora en veitir oss sinn
himneska frið og gleði, í stað veikleika
vors öðlumst vér kraft hans. En honum
sem megnar að varðveita yður frá hrösun
og láta yður koma fram fyrir dýrð sína
lýtalausa í fögnuði .... honum sé dýrð, há-
tign, máttur og vald.” Júd. 24.
Tíminn er vissulega þegar liðinn, en enn-
þá er tími fyrir yður til að láta frelsast.
J. L. Tucker. *
Kýrin ekkjunnar kom
heim aftur
Mr. Merrion sat við kveldverðarborðið
með fjölskyldu sinni og sagði rólega: “Eg
fór yfir til Dillmans í dag og sótti kúna.”
“Pabbi,” spurði Daisy, “hvernig getur
fátæka konan komist af án hennar?”
“Mér hefir aldrei dottið það í hug,” sagði
bóndinn og hló við.
“Eg held það sé reglulegt skammarstrik,”
sagði Joe, “við höfum fjósið fult af kúm,
en vesalings Dillman hafði aðeins eina.”
“Hún hefir keypt vörur hjá mér í langan
tíma,” sagði bóndinn, “og samningur okkar
var að þegar reikningur hennar væri kom-
inn upp í 50 dollara þá mætti eg fá kúna,
ef hún hefði ekki peninga til að borga með,