Stjarnan - 01.01.1945, Side 8
8
STJ ARN AN
svo þið sjáið eg hef keypt kúna og borgað
fyrir hana.”
“Ó, pabbi það er óforskammað, mjólkin
úr kúnni er helmingurinn af fæði þeirra,
Mark segir það, og þú ættir að sjá kúna
eta úr hendi þeirra og halda upp höfðinu
til að láta klóra sér á hálsinum. Mrs. Dill-
man hefir svo lengi verið veik. og nú þeg-
ar henni er farið að batna, þá held eg
hún verði alveg í vandræðum af því að
missa Whitney”, sagði Eva og tárin stóðu
í augum hennar. Svo ýtti hún frá sér matn-
um án þess að bragða hann, stóð upp frá
borðinu, fór til föður síns lagði hendurnar
um háls honum og bað hann grátandi um
að skila kúnni aftur.
Bóndinn varð órólegur. Hann hugsaði um
hve miklu fé hann tapaði ef hann gjörði
þetta.
“Eg mundi gjöra það pabbi,” sagði kona
hans rólega. “Þú veist hvað Guðs orð segir
um þá, sem líkna fátækum.”
“Þey, þey,” sagði bóndinn. “Þið getið
verið örlát á annara peninga. Hvað mörg
ykkar mundu gefa úr sínum eigin vasa?”
“Elsku pabbi minn, þú mátt fá spari-
peningana í bankanum mínum. hvern ein-
asta dollar,” sagði Eva.
“Þú þarft ekki að kaupa mér nýjan
yfirfrakka í vetur pabbi, eg skal nota þanr*
gamla,” sagði Joe.
“Pabbi, má eg selja lambið mitt til að
borga fyrir kúna?” spurði Daisy, yngsta
barnið.
“Já nú gengur yfir mig,” sagði bóndinn
hlæjandi. “Hvar hafið þið lært þessa gjaf-
mildi?”
Mrs. Merrion sagði með tárin í augunum:
“Eg hef reynt að innræta þeim það sem
Jesús kendi okkur. Sá sem miskunar sig
yfir fátækan sá lánar Drotni og hann mun
endurgjalda honum hans velgjörning. Guðs
orð er áreiðanlegt og eg er ó'hrædd að
treysta honum.”
Árangurinn varð sá að bóndinn seldi
börnunum kúna morguninn eftir, og þau
höfðu bestu skemtun af því að reka hana
heim aftur. Þegar þau nálguðust heimili
Dillmans, gjörðu þau svo mikla háreysti að
hún og Mark komu bæði út að hliðinu. Þar
stóð Whitney fyrir utan girðinguna og
börnin í kring um hana.
“Góðan daginn, Mrs. Dillman, við ]pm-
STJARNAN kemur út einu sinni á
mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist
fyrirfram. Publishers: The Canadian
Union Conference of S. D. A.,
Oshawa, Ont.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can.
um til að færa þér kúna aftur,” hrópaði
Joe.
“Viljið þið hana ekki?” spurði ekkjan
alveg forviða.
“Þú þarft hennar meir en við,” sagði Joe,
“svo pabbi seldi okkur börnunum hana og
við færum þér hana sem gjöf.”
“Blessuð góðu börn. Guði sé lof,” sagði
ekkjan og fór að gráta. En Mark lagði báðar
hendur um háls kúnni og faldi andlit sitt
bak við stóru mjúku eyrun hennar, svo
enginn gæti séð gleðitárin í augum hans.
Merrions börnin sögðu á leiðinni heim.
að þau hefðu aldrei á æfi sinni verið ham-
ingjusamari en nú. Þau lærðu af eigin
reynslu að “það er sælla að gefa en þiggja.”
O. L. F.
Smávegis
Flugvélaverksmiðjur í Bandaríkjunum
smíðuðu 8,700 flugvélar í maí-mánuði 1944
flestar af þeim voru til hernaðar eftir því
sem skýrslurnar sýna.
4- 4- 4-
Melurinn sem eyðileggur fatnað lifir að-
eins fáar vikur, en á því tímabili verpir
hann frá 100 til 300 eggjum.
4- 4- +
Spánverska er nú kend öllum nemend-
um, jafnvel þeim í fyrsta bekk, 1 barna-
skólanum Torrance Californía. Kennararn-
ir segja það gangi vel og börnin hafi gaman
af því.
4- 4- +
Bandaríkin og sambandsríki Rússa, eru
einu löndin í heiminum, sem hafa meira
af sígrænum trjám heldur en Canada.
4-4-4-
Sjóher Bandaríkjanna hefir nú 18 skip
með fullkominn sjúkra'húsútbúnað er geta
flutt 10 þúsund særða hermenn.