Stjarnan - 01.06.1945, Page 4
44
STJARNAN
munu forganga, en mín orð munu ekki
forganga.” Matt. 24:35. Hefir þú athugað
hin dýrmætu orð í Jes. 2:3. “Þú veitir
ævarandi frið því þeir treysta á þig.” Hví-
lík hugsvölun í erfiðleikum lífsins, að
geta treyst honum sem þekkir og skilur
oss.
Einu sinni var vantrúar maður að hæð-
ast að trú auðmjúkrar ómentaðrar krist-
innar konu. Hann kom með langan lista
af guðfræðis setningum, hún kom ekki
orði að til að mótmæla honum. Að lokum
sagði hann með fyrirlitningu: “Þú veist
ekki einu sinni hverju þú trúir.” Hún svar-
aði strax: “En eg veit á hvern eg trúi.”
Hún trúði á Jesúm og aldrei hafði hann
brugðist henni. Hún þekti hann af eigin
reynslu. Hún var ókunnug því sem kallað
er guðfræði en hún þekti frelsara sinn. Það
eru líka einkaréttindi vor að þekkja hann
Guð gefi oss náð til að treysta honum
fullkomlega.
Voice of Prophecy.
V. Barnæska Je6Ú
Jesús ólst upp í litlum bæ til fjalla. Hann,
sem var guðs son, hefði þó getað verið hvar
sem vera skal á jörðunni.
Hann mundi hafa verið prýði sérhverrar
borgar. En hann kom ekki á heimili hinna
ríku né í hallir konunganna. Hann valdi
sér bústað meðal hinna fátæku í Nazaret.
Hann vill, að hinir fátæku viti, að hann
þekkir reynslu þeirra, hann hefir þolað
alt, sem þeir verða að þola. Hann getur
haft meðaumkvun með þeim og hjálpað
þeim.
Biblían segir um Jesúm á bernskuárum
hans: “Barnið óx og styrktist, fult vizku,
og náð guðs var yfir því”. “Og Jesús þrosk-
aðist að vizku og vexti og náð hjá guði og
mönnum”. (Lúk. 2, 40. 52).
Hann var mjög námfús og iðinn, hafði
glöggan skilning og var sérlega hugsana-
ríkur og vel viti borinn eftir aldri. Þó
var hann mjög náttúrlegur og börnum
líkur í framkomu og hann óx bæði líkam-
lega og andlega, eins og önnur börn.
En Jesús var ekki í öllu líkur öðrum
börnum; hann sýndi ávalt ósérplægni og
vingjarnlegt hugarfar. Hann var ætíð fús
til að hjálpa öðrum.
Hann stóð fastur eins og bjarg á því, sem
rétt var, en jafnframt var hann vingjarn-
legur og ástúðlegur í viðmóti og um-
gengni við alla, bæði á heimili sínu og
annarstaðar.
Gamalmennum og fátæklingum veitá
hann athygli og sýndi þeim vinsemd sína,
og einnig við hin mállausu dýr var hann
vingjarnlegur. Þó ekki væri nema særður
fugl, sem varð á vegi hans, græddi hann
hann og annaðist með mikilli nákvæmni,
og alt lifandi fann til vellíðunar í nær-
veru hans.
Á dögum Krists báru Gyðingar mikla
umhyggju fyrir uppeldi barna sinna. Þeir
höfðu skóla í félagi með fræðimönnum og
söfnuðust saman með þeim til guðsdýrkun-
ar, kennararnir voru kallaðir lærifeður;
þeir voru álitnir að vera mjög lærðir.
Jesús gekk ekki í þessa skóla; því þar
var margt kent, sem ekki var sannleikur.
Þar voru kendir mannalærdómar í stað
guðs orða, og þeir komu oft í bága við
það, sem guð hafði sagt í spádómunum.
Guð lét sinn heilaga anda kenna Maríu
hvernig hún ætti að uppala son hans, hún
kendi honum úr heilagri ritningu, og svo
lærði hann að elska og skilja hana sjálfur.
Jesús hafði einnig löngun til að rann-
saka hin dásamlegu handaverk guðs bæði
á himni og jörðu. í þessari bók náttúrunnar,
sá hann tré, jurtir og dýr, sólina og stjörn-
urnar.
Hann gaf gætur að þessum hlutum dag
eftir dag og leitaðist við að læra eitthvað
af þeim og finna hinar réttu orsakir td
alls.
Hinir heilögu englar voru hjá honum
og hjálpuðu honum til þess að skilja þessi
guðdómlegu verk. Jafnframt því, sem hann
óx óg styrktist líkamlega, tók hann einnig
framförum í vizku og þekkingu.
Sérhvert barn getur aflað sér þekkingar
á sama hátt og Jesús gjörði. Vér eigum
að kappkosta að læra einungis það, sem er
satt og gott, það sem er þvaður og villa,
er oss til engra nota.
Einungis sannleikurinn hefir fullkomið
gildi, og hann getum vér lært að þekkja
af orði guðs og verkum hans. Þegar vér