Stjarnan - 01.06.1945, Qupperneq 5
STJARNAN
45
hugsum um þetta, munu englarnir hjálpa
oss til þess að skilja alt.
Vér munum fá skilning á vísdómi og
gæzku vors himneska föður. Sálu vorri
mun veitast styrkur, hjarta vort hreins-
ast, og vér verða líkir Jesú.
Á hverju ári fór Jósef og María til Jerú-
salem til þess að vera þar við páskahátíð-
ina. Þegar Jesús var orðinn tólf ára gamall
tóku þau hann með sér.
Þetta var ánægjuleg ferð, fólkið gekk
eða reið á uxum eða ösnum. Vegalengdin
milli Nazaret og Jerúsalem var hér um
bil sjötíu mílur.
Á öllu landinu, og einnig frá öðrum
löndum kom fólk á þessa hátíð; og þeir, sem
voru frá sama stað urðu samferða og
mynduðu stóran hóp á veginum.
Þessi hátíð var haldin í marz eða fyrst
í apríl. Þá var vor á Gyðingalandi, og þar
var gnægð blóma, og unaðslegur fugla-
söngur fylti loftið.
Á leiðinni sögðu foreldrarnir börnunum
frá því, hversu dásamlega guð hefði stjórn-
að öllu í ísrael á liðnum tíma. Og oft
sungu þeir saman nokkra af hinum fögru
sálmum Davíðs.
Á dögum Krists, var fólkið orðið hálf-
volgt í guðrækni sinni, það hugsaði meir
um sína eigin ánægju en gæsku guðs.
En þannig var það ekki fyrir Jesú; hann
hugsaði mikið um guð. Þegar hann stóð 1
musterinu, tók hann nákvæmlega eftir
prestunum, og því, sem þeir gjörðu. Þegar
fólkið kraup niður til þess að biðja, gjörði
Jesús það einnig, og hann söng með því
lofsöngva þess.
Á hverjum morgni og hverju kvöldi
var fórnað lambi á altarinu, og átti það
að tákna dauða frelsarans. Þegar barnið
Jesú virti fyrir sér hið saklausa fórnardýr,
þá veitti heilagur andi honum skilning á
því, hvað þetta þýddi. Hann vissi, að hann
sjálfur, sem guðs lamb, átti að deyja fyrir
syndir mannanna.
Jesús vildi helzt vera í einrúmi með slík-
ar hugsanir; hann var því ekki kyr hjá
foreldrum sínum í musterinu; og þegar þau
fóru af stað heimleiðis, var hann ekki með
þeim.
1 herbergi, sem áfast var við musterið,
var skóli, og þar kendu lærifeðurnir; þang-
að kom barnið Jesú inn eftir lítinn tíma.
Hann sat með öðrum ungmennum við fæt-
ur hinna frægu lærifeðra og hlýddi á orð
þeirra.
Gyðingar höfðu margar rangar hug-
myndir um Messías. Þetta vissi Jesús, en
hann mótmælti ekki þessum lærðu mönn-
um. Eins og sá, sem beiðist upplýsinga,
bar hann upp spurningar um, hvað spá-
mennirnir hefðu skrifað.
í fimtugasta og þriðja kapítula í spá-
dómsbók Esajasar, er talað um dauða frels-
arans. Jesús lærði þenna kapítula og spurði
hvað hann þýddi.
Lærifeðurnir gátu ekki gefið neitt svar
upp á það. Þeir byrjuðu að spyrja Jesúm
og undruðust þekkingu hans á ritning-
unni.
Þeir sáu, að hann skildi betur biblíuna,
en þeir gjörðu. Þeir urðu að kannast’við
það fyrir sjálfum sér, að kenningar þeirra
væru rangar, en þeir vildu ógjarna trúa
öðru.
Jesús var svo ljúfur og kurteis, að þeir
gátu ekki reiðst honum. Þá langaði til að
fá að hafa hann hjá sér sem lærisvein,
og kenna honum að útskýra biblíuna á
sama hátt og þeir gjörðu.
Þegar Jósef og María lögðu af stað frá
Jerúsalem, tóku þau ekki eftir því, að
Jesú varð eftir. Þau ætluðu að hann væri
með vinum þeirra, meðal samferðafólks-
ins.
En er þau fóru að reisa næturtjöld sín,
söknuðu þau hans, því hann var ætíð svo
duglegur að hjálpa þeim. Þau leituðu að
honum meðal samferðafólksins, en árang-
urslaust.
Jósef og María urðu þá mjög hrædd, þau
mundu eftir því, hvernig Heródes hafði
reynt að lífláta Jesúm, þegar hann var
lítið barn, og nú voru þau hrædd um að
einhver óhamingja hefði hent hann.
Hrygg í huga sneru þau aftur til Jerú-
salem, en ekki fundu þau hann fyr en á
þriðja degi.
Þau urðu óumræðilega glöð, er þau sáu
hann aftur; þó fanst Maríu að sök lægi á
honum fyrir að hafa yfirgefið þau. Hún
sagði:
“Barn, því breyttir þú svo við okkur?
Sjá, faðir þinn og eg leituðum þín harm-
þrungin.” Og hann sagði:
“Hvers vegna voruð þið að leita að mér?