Stjarnan - 01.06.1945, Síða 6

Stjarnan - 01.06.1945, Síða 6
46 STJARNAN Vissuð þið ekki, að mér ber að vera í því, sem míns föður er?” (Lúk. 2, 48.49). Meðan Jesús mælti þessi orð, benti hann til him- ins, og af andliti hans ljómaði undraverð birta. Jesús vissi, að hann var guðs sonur og að hann hafði gjört það, sem faðirinn hafði sent hann til að framkvæma á jörðunni. María gleymdi aldrei þessum orðum. Síðar meir skildi hún betur hina réttu þýðingu þeirra. Jósef og María elskuðu Jesúm og þó sýndu þau skeytingarleysi gagnvart hon- um. Þau gleymdu því verki, sem guð hafði trúað þeim fyrir. Fyrir eins dags van- rækslu mistu þau af honum. Nú á dögum hafna margir á sama hátt nærveru Jesú. Þegar vér hirðum ekki um að lyfta huga vorum til hans eða gleymum að biðja hann, þegar vér tölum gálaus- lega, óvingjarnlega eða ljót orð, svo skilj- um vér oss frá Jesú. Án hans erum vér hryggir og einmana. En ef vér sannarlega æskjum eftir að vera í samfélagi við hann, þá mun hann ávalt vera hjá oss. Frelsara vorn langar til að vera hjá þeim, sem þrá nærveru hans. Hann getur upplýst hið fátæka heim- ili og glatt hið auðmjúka hjarta. Þótt Jesús vissi að hann væri guðs son- ur, fór hann með Jósef og Maríu til Naza- ret, og þar til hann var þrjátíu ára gamall var hann þeim undirgefinn. Hann, sem á himnum hafði verið fyrir- liði englanna, var hér á jörðunni hlýðinn og ástríkur sonur. Hinar alvarlegu hugsanir, sem höfðu þrengt sér inn í huga hans við guðsþjón- ustuna í musterinu, þær geymdi hann í hjarta sínu. Hann beið, þar til sá tími kom, er guð hafði ákveðið að hann skyldi bvrja á því verki, sem honum var falið á hendur að vinna. Jesús ólst upp á fátæku bóndaheimili. Trúlyndur og iðinn, hjálpaði hann til þess að standa straum af fjölskyldunni. En jafnskjótt er hann hafði aldur til, lærði hann handiðn og vann sem tré- smiður með Jósef. í óbrotnum erfiðismannaklæðnaði gekk hann gegnum götur bæjarins til vinnu sinnar. Hann notaði ekki guðdómskraft sinn, til þess að létta sér byrði lífsins. Við erfiðið á æskuárunum óx Jesús og varð hraustur til líkama og sálar. Hann leitaðist við að nota krafta sína þannig, að hann gæti viðhaldið heilbrigði sinni, unnið sérhvert verk heiðarlega. Alt, sem hann gjörði, gjörði hann vel, hann vildi vera fullkominn í öllu, einnig í því að nota verkfæri, Með dæmi sínu hefir hann kent oss, að vér eigum að vera iðjusamir og gjöra sérhvert verk vel og trúlega, hann hefir sýnt oss. að slík vinna er heiðarleg. Allir eiga að hafa eitthvað starf, sem getur orðið sjálfum þeim og öðrum til gagns. Guð gaf oss vinnuna, oss til blessunar, og hann hefir velþóknun á þeim börnum, sem eru fús til að gjöra sinn hluta a£ heimilisverkunum, og létta byrðar föður og móður. Slík börn munu verða öðium til blessunar, þá er þau koma út í heiminn. Þeir unglingar, sem leitast við að þókn- ast guði í öllu, sem þeir taka sér fyrir hendur, sem gjöra ætíð það, sem rétt er, þeir munu verða nytsamir í mannfélaginu, þá er þeir eldast. Með því að vera trúir yfir litlu verða þeir settir yfir meira. Hugrökk lítil átúlka Hún meiddi sig í hendina. Það var farið með hana til læknis. Það þurfti að sauma saman sárið. Meðan læknirinn var að undirbúa sveiflaði litla stúlkan fætinum í stólnum. Hún var sjáanlega dálítið óróleg. Móðir hennar benti henni blíðlega að vera kyr. Læknirinn sagði hún mætti sveifla fæt- nium, bara hafa handlegginn kyrran. Svo bætti hann við þegar hann sá að litla stúlk- an var hrædd: “Þú mátt hljóða líka svo mikið sem þú vilt.” “Eg vil heldur syngja,” svaraði litla stúlkan. “Það væri nú miklu betra. Hvað getur þú sungið?” spurði læknirinn. “Eg get sungið: Gefðu gefðu sagði litli lækurinn. Kantu það?”

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.