Stjarnan - 01.06.1945, Síða 8

Stjarnan - 01.06.1945, Síða 8
48 STJARNAN STJARNAN kemur út einu sinni á mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Publishers: The Canadian Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ont. Ritstjórn og afgreiðslu annast Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can sem væntir mín til að vera þar um nótt- ina, eg tala við fjölskyldu hans og bið með þeim eins og venjulega, fer svo upp á herbergi mitt klukkan 10, fel minn anda í Föðursins hendur og legg mig til hvíld- ar.” W. A. Spicer. 4-4-4- Þegar L. V. Finst er byrjaði trúboðsstarf á Java sendi hann oss eftirfarandi smá- sögu: Múhameðstrúarmaður var að predika í skemtigarði einum. Hann stóð á upphækk- uðum palli og hélt á lofti Biblíu í annari hendinni og sagði: “Þetta er trúarbók kristinna manna. Eg get hrakið trú þeirra með þremur spurn- ingum frá þessari bók.” Einn af innfæddu trúbræðrum okkar stóð þar nálægt og sagði: “Eg vil gjarnan fá að heyra þessar spurn- ingar.” “Það er gott. Trúir þú Biblíunni?” spui'ði prédikarinn. “Já.” “Þessi bók kennir að sjöundi dagurinn, laugardagurinn sé hvíldardagur. Hvers vegna haldið þér kristnir menn þá sunnu- daginn?” “Eg held ekki sunnudaginn. Eg held hvíldardag Biblíunnar.” “Er það svo?” spurði prédikarinn. “Eg hef aldrei heyrt um það fyr. Hverjum tilheyrir þú?” “Eg er Sjöunda dags Aðventisti og fylgi Biblíunni.” Fólkið hló. Nú kom prédikarinn með næstu spurn- ingu: “Þessi bók kennir að þegar maður deyr þá sofi hann í gröfinni til upprisudags- ins. Hvers vegna kennið þér þá að mað- urinn fari strax til himnaríkis eða hel- vítis þegar hann deyr?” “Vér kennum það ekki, heldur það sem Biblían segir.” Nú hló fólkið því meir, þegar það heyrð' svarið upp á þessa spurningu. “Þessi bók kennir að svínakjöt sé ó- hreint. Hvers vegna neyta kristnir menn þess þá?” “Vér neytum þess ekki. Vér etum ekk- ert sem Biblían segir sé óhreint.” Fólkið hló, en prédikarinn flýtti sér í burtu sem mest hann mátti. W. A. Spicer. Smávegis Verksmiðjur, sem búa til vasaúr í Sviss- landi eru í hreyfingu fullkominn vinnu- tíma á hverjum virkum degi, og utflutn- ingurinn eykst ár frá ári. 4-4-4- Argentína er annað landið í röðinni til að framleiða lífsefni A. Bandaríkin fram- leiða mest af því. Hákarlalifur er það sem notað er til þess 4 4-4- Vísindamenn í Californiu, halda því fram að egg sem eru tveggja til fjögra vikna gömul, séu betri til að baka úr, heldur en ný egg. 4 4 4 Hvaðan koma flöskurnar? Margar þeirra eru búnar til á Spáni. Þar eru árlega búnar til 80 miljón flöskur af ýmsum tegundum, minna en einn hundraðasti þeirra eru mjólkurflöskur eða glös fyrir niðursoðna ávexti. 4 4 4 Tré var nýlega höggvið niður í Long- view, Washington, sem var 680 ára, að því er sjá mátti á hringum þess. Það hefir verið aðeins lítil planta árið 1265 og 227 ára gamalt þegar Columbus fann Ameríku. Þvermál trésins var ellefu fet. Nothæf hæð þess var 196 fet, og úr því 71.542 fer- hyrningsfet af borðvið. 4 4 4 Stjórnin í Japan hefir skipað fyrir að loka öllum skólum, bæði æðri og lægri, fyrir heilt ár. Allir unglingar og börn yfir 6 ára að aldri eiga að vinna í þágu stríðs- ins.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.