Stjarnan - 01.09.1945, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.09.1945, Blaðsíða 1
 ;; S1 SEPT. 1945 rj IAJ RNAN LUNDAR, MAN. Hvaða þýðingu hefir alt þetta? “Fýsir oss nú að vita, hvað þetta er.” Post. 17,20. Þannig töluðu heimsspekingarnir í Aþenuborg forðum. Sömu spurningar vakna alstaðar, um þá viðburði, sem nú eru að gjörast í heiminum. Mörg-um, sem hafa á tilfinningunni, að þetta séu hinir síðustu dagar, finst að daglegu viðburðirnir hafi ákveðna andlega þýðingu, og þeir spyrja eins og lærisveinarnir á dögum Krists: “Hvert er tákn komu þinnar og enda veraldar?” Matt. 24,3. Það er eðlilegt að þessar spurningar komi fram. Tímarnir eru erfiðir. Gömlu göturnar eru farnar og margir hugsa undr- andi um, hvað morgundagurinn muni færa þeim. Heimurinn er í vanda staddur. Erfið- leikar alstaðar. Á fáum árum höfum vér séð þjóðirnar lítillækkaðar niður í duftið. Kórónur hafa fallið af höfðum drambsamra einvaldsstjóra, landsdrottnum þjóðanna hefir verið misboðið, og sumum steypt þannig niður, að þeir, ef til vill, rísa aldrei við aftur. Þetta er ógurlegur tími. Mörg- um kemur til hugar, hvort heimurinn muni vera að ganga í gegnum kvalir endurný- ungarinnar, til þess að betri og bjartari veröld komi fram. Öðrum dettur í hug, hvort þessi stefna sé tákn hrörnunar með ennþá meiri erfiðleikum framundan. Það er ekki að undra þó spurt sé hvert stefni, en í Guðs orði eru einustu áreiðan- legu svörin að fá. Á svona tímum þörfn- umst vér óskeikulla leiðbeininga einhvers, sem vér berum fult traust til. Jesús sagði við Faríseana forðum: “Ef einnig þú hefðir á þessum degi vitað, hvað til friðar heyrir; en nú er það hulið sjón- um þínum.” Lúk. 19,42. Þeir voru færir um að lesa úr merkj- um himinsins og segja fyrir um hvernig veðrið yrði næsta morgun, en Frelsarinn ávítaði á með þessum orðum: “Um himins- ins útlit kunnið þér að dæma, en um tákn tímanna getið þér ekki dæmt.” Matt. 16,3. Vér skulum því í auðmýkt opna hið heilaga orð sannleikans og reyna að finna vegu Drottins. Hann hefir talað einmitt um þá daga, er vér nú lifum á, og hinn guðdóm- legi .listamaður hefir dregið upp myndina með meistaralegum dráttum um það, sem vér daglega sjáum með augum vorum. 1.—Spádómar um þetta: (a) Vaxandi ólii og ráðaleysi. í spádómlegri sýn leit Drottinn vor nið- ur í gegnum aldirnar. Það sem hann sá, finnum vér skýrt tekið fram í Lúkasar guðspjalli. Þar stendur: “Og á jörðinni angist meðal þjóðanna í ráðaleysi, . . . menn gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbygðina, því að kraftar himnanna munu bifast.” Lúk. 21, 25-26. Er það ekki góð lýsing af vorum tíma, . . . angist, ráðaleysi, kvíði. Hversu þýð- ingarmikil eru ekki þessi orð. Rotherhams biblíuþýðingin lýsir þessu þannig: “angist meðal þjóðanna sökum erfiðleika — sjór og brimöldur æða — menn gefa upp öndina af ótta og eftirvæntingu yfir því sem kem- ur yfir jarðarbúa.” Vér þurfum aðeins að líta á hvernig' farið hefir fyrir Póllandi, Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Noregi, Grikklandi og öðrum löndum til að sannfærast um sann- leiksgildi þessara innblásnu orða. Þeir sem staðið hafa á hinum sundursprengdu göt-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.