Stjarnan - 01.09.1945, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.09.1945, Blaðsíða 2
66 STJARNAN um í London og séð sprengjukúlurnar tæta þær í sundur, hafa komist að raun um, hvernig lamandi ótti getur gripið huga og hjörtu mannanna. Ættum vér á slíkri stundu að örvænta og álykta að Guð hefði mist stjórnina? Nei, þúsund sinnum nei. Frelsarinn biður oss: “En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yð- ar, því að lausn yðar er í nánd,” 28. v. “Réttið úr yður” . . . undursamleg orð. “Lyftið upp höfðum yðar.” Á jörðinni er angist og ráðaleysi. En lítið upp Guðs börn. Upp yfir yður er hinn blái himinn og minn- ir yður á hinn viðkvæma og kærleiksríka föður. “Eg hefi elskað yður,” segir hann, “með eilífum kærleika.” Sá kærleikur mun aldrei bregðast. Ef vér leggjum oss í hans hönd, mun hann hylja oss meðan hörm- ungarnar fara fram hjá. (b) Þekking mun vaxa. Fyrir mörgum öldum sá Daníel spámaður í sýn vorra daga furðulegar framfarir. í spádómsbók hans stendur: “Margir munu rannsaka hana og þekkingin mun vaxa.” Dan. 12,4. (í ensku þýðingunni stendur: “margir munu ferðast fram og aftur og þekkingin mun vaxa”). Er það ekki eftirtakanleg mynd vorra daga! Höfum vér ekki séð fólk á þessum síðustu árum, ferðast bókstaflega fram og aftur um jörðina? Fyrir hér um bil rúmri öld ferðuðust forfeður vorir á sama hátt og Abraham.. Fólk fór gangandi eða ríð- andi á múlösnum eða hestum. Ef þeir fóru sjóleiðis var það með gamaldags bátum eða seglbátum. En hugsið ykkur þá breytingu á síðustu hundrað árum! Nú þræða járn- brautarlestir bæði eylönd og meginlönd. Hafskip sigla um höfin. Póstflutninga fyrirkomulagið hefir verið endurbætt, og með hraðskeytum, neðansjávar fréttaþráð- um og símanum hefir verið komið til leið- ar hraðsambandi milli fjarlægra staða. Svo kemur hið furðanlega radíó. Hvern hefði dreymt um það fyrir nokkrum árum, að ræður gætu farið í kring um jörðina á broti úr sekúndu? En samt hefir hið furð- anlega orðið að staðreynd. Bílar hafa verið búnir til í miljóna tali og fólk í öllum löndum veit hvað það er að þeytast áfram á þjóðvegunum. Flug- vélarnar stytta vegalengdina. Menn ferð- ast á ótrúlega stuttum tíma landa á milli. Hugsið yður einnig þær undraverðu framfarir í læknisfræðinni, hvað lyf og sáralækningar snertir, og um uppgötvanir iðnaðarins, prentvélarnar, sem framleiða dagblöðin og allar þær miljónir bóka, sem gefnar eru út ár frá ári. í öllum greinum skilja menn betur leyndardóm náttúrunn- ar og þau lögmál, sem alheiminum stjórna, en forfeður þeirra gjörðu. Að hvaða merki- legu tímabili erum vér komin? Þetta er undirbúningsdagur Drottins. Spádómarnir hafa ræst og koma Drottins er fyrir hönd- um. (c) Broslnu vonirnar. Á dögum fyrra stríðsins eyddu menn tíma og hugsun í alskonar hugmyndasmíði. Félög voru mynduð til að endurbæta mann- kynið; tilraunir voru gjörðar til að koma þjóðflokkunum saman um almennar grund- vallarreglur í þjóðmálum; menn reyndu að finna grundvöll, sem hinir ýmsu trúflokk- ar gætu sameinast um. Alstaðar studdu beztu menn þjóðanna þessar tilraunir, og bentu fólki á ímyndaða sæludaga, sem leið- togar þeirra héldu að væru í aðsigi. En hversu döpur voru ekki vonbrigðin er menn vöknuðu upp við, að allar þessar björtu vonir er þeir báru í brjósti hrundu á einu augabragði. Leiðtogi nokkur, kristilega sinnaður, í Evrópu, lýsti ástandinu þannig: “Stofn- anir, sem virtust vera úr granít hrundu líkt og ryk, og sannfæringar sem virtust vera grundvallaðar á eilífum sannleika gátu ekki lengur reist rönd við hinum eyði- leggjandi prófsteini tímans. . . . Vér höfð- um gleymt að Biblían talar ekki um veröld sem mundi fara batnandi dag frá degi, með eilífri rás framþróunarinnar, en mikið frekar um dómsdag, sem mundi eyðileggja jörðina.” — Adolf Keller, Fimm mínútur í tólf, bls. 28, 29. Þetta er einmitt það sem Guðs orð segir, og hefir sagt niður í gegnum aldirnar. Vér ættum því að gefa gaum að hinum guðdóm- legu áminningum og vaka og biðja um, að vera viðbúin komu Meistarans. 2—Þýðing þessara atburða: (a) Að endurkoma Drottins er mjög nálæg. Á öllum öldum hefir Guð reynt að

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.