Stjarnan - 01.09.1945, Side 3
STJARNAN
67
benda fólki sínu á mjög eftirtektarverð at-
riði. Tökum til dæmis ástand ísraels manna
forðum. Tíminn til að Messías opinberað-
ist var kominn, en af því að hann kom öðru-
vísi en þeir ætluðu, höfnuðu þeir honum.
Takið eftir orðum Frelsarans eftir þriggja
ára samveru með þeim:
“Jerúsalem, Jerúsalem, þú sem líflætur
spámennina og grýtir þá, sem sendir eru
til þín, hversu oft hefi eg viljað saman
safna börnum þínum eins og þegar hæna
safnar ungum sínum undir vængi sér, —
og þér hafið ekki viljað það. Sjá, hús yðar
skal yður í eyði eftir skilið verða.” Matt.
23,37,38.
“Vegna þess að þú þektir ekki þinn vitj-
unartíma.” Lúk. 19,44.
Einu tilboði eftir öðru hafði verið hafn-
að. Þeir lokuðu eyrunum fyrir grátbeiðni
hans og spyrntu á móti hinni guðdómlegu
náð. Þeir fetuðu í fótspor feðra sinna.
Drottinn segir:
“Uxinn þekkir eiganda sinn, og asninn
jÖtu húsbónda sín, en ísrael þekkir ekki,
mitt fólk skilur ekki.” Jes. 1.3.
Sorleg er saga ísraels. En samt hefir
þessi saga verið skrifuð af ásettu ráði. Hún
er aðvörun til vor.
“En alt þetta kom yfir þá, sem fyrirboði,
og það er ritað til viðvörunar oss, sem endir
aldanna er kominn til. Því gæti sá, er
hyggst standa, vel að sér, að hann ekki
falli.” 1. Kor. 10,11,12.
Táknin, sem vér sjáum alstaðar segja
oss skýrt og greinilega að endurkoma Drott
ins sé nálæg. Frelsarinn sagði er hann var
á meðal mannanna:
“En þegar þetta tekur að koma fram,
þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar,
því að lausn yðar er í nánd . . . Þannig skul-
uð þér og vita, að þegar þér sjáið þetta
fram koma. er Guðs ríki í nánd.” Lúk.
21,28-3.
(b) Hin heilaga riining er sannleikur frá
hinum lifanda Guði.
Ein sönnun þess að hin heilaga ritning
er innblásin, er sú staðreynd að Guð skrif-
ar söguna fyrirfram. Hann sagði við fólk
sitt forðum: “Hver hefir kunngjört það
frá öndverðu, svo að vér vissum það, eða
fyrirfram, svo að vér gætum sagt: “Hann
hefir rétt fyrir sér? Nei, enginn hefir kunn-
gjört það, enginn látið til sín heyra, enginn
hefir heyrt yður segja neitt.” Jes. 41, 26.
“Minnist þess hins fyrra frá upphafi,
að eg er Guð og enginn annar, hinn sanni
Guð og enginn minn líki, eg sem kunn-
gjörði endalokin frá öndverðu og sagði
fyrirfram það, sem eigi var framkomið,
sem segi: mín ráðslyktun stendur stöðug
og alt, sem mér vel líkar, framkvæmi eg.”
Jes. 46, 9-10.
Nebúkadnezar, þenna volduga konung
í Babel dreymdi undursamlegan draum,
sem spámaðurinn Daníel þýddi þannig:
“En sá Guð er á himnum, sem opinberar
leynda hluti og hann hefir kunngjört Nebú-
kadnezar konungi það, er verða mun á hin-
um síðustu dögum, draumur þinn og vitr-
anir þær, er fyrir þig bar í rekkju þinni,
voru þessar.” Dan. 2, 28.
Þegar hinir guðdómlegu spádómar í orði
Guðs hafa ræst, ber oss að vita að orð hans
eru sönn og þess verð að vér berum fult
traust til þeirra í öllu. Spádómarnir sýna
ástand síðustu daga og segja fyrir um hin
hörmulegu vandræði og þá margvíslegu
viðburði, sem vér sjáum alstaðar rætast.
Þessir sömu spádómar lýsa því ákveðið yfir
að koma Drottins sé mjög nálæg. Það legg-
ur áherzlu á hve nauðsynlegt það er að
undirbúa sig og vera viðbúin þegar Frels-
arinn birtist í skýjum himinsins í mikilli
dýrð.
Dýrðlegt verður á þeim degi, að fá að
sjá Jesú, hann sem vér elskum og þjónum.
Nauðsynlegt er að fylgja ráðum hans!
“Svo skuluð þér og vaka, því að þér
vitið ekki, hve nær húsbóndinn kemur,
hvort að kveldi eða miðnætti, eða um
hanagal, eða að morgni, að hann hitti yður
ekki sofandi, er hann kemur skyndilega.
En það, sem eg segi yður, það segi eg öll-
um: Vakið.” Mark. 13,35-27.
W. E. Read.
Nýr viti, sem getur logað og lýst í heilt
ár, án þess neitt sé um hann hirt og sést
um 12 mílur í burtu, hefur nýlega verið
útbúinn af mönnum í ameríska flughern-
um til aðvörunar og leiðbeiningar flug-
mönnum. Það á að setja vitann á fjalla-
toppa og þar sem hætta getur verið á af-
skektum stöðum.