Stjarnan - 01.09.1945, Side 6

Stjarnan - 01.09.1945, Side 6
70 STJARNAN að gekk hann inn í samkunduhúsið á hvíldardegi. Þar las hann spádóma Esajasar um verk Messíasar — að hann ætti að boða fátæk- um fagnaðarerindið, hugga syrgjendur, gefa blindum sýn og lækna hina sjúku. Hann sagði lýðnum að þetta væri alt að koma fram, einmitt á þeim tíma. Þetta var það verk, sem hann gjörði sjálfur. Við þessi orð fyltust hjörtu áheyrend- anna gleði. Þeir trúðu því, að Jesús væri hinn fyrirheitni frelsari. Heilagur andi hafði áhrif á hjörtu þeirra, og þeir létu í ljósi tilfinningar sínar með lofgjörð og þakklæti til drottins. En svo datt þeim í hug, hvernig Jesús hafði starfað meðal þeirra sem trésmiður. Þeir höfðu svo oft séð hann vinna á vinnu- stofunni með Jósef. Þrátt fyrir það þótt hann alt sitt líf hefði sýnt öðrum einungis miskunn og kærleika, vildi fólkið nú ekki trúa því, að hann væri Messías. Með þessum hugsunum gaf það Satan tækifæri til þess að fá yfirráð yfir hjörtum sínum. Og þannig fyltist það reiði gegn frelsaranum, mótmælti honum og ákvað að ráða hann af dögum. Lýðurinn tók Jesúm með sér og hafði í hyggju að hrinda honum niður af fjalls- brúninni. En hinir heilögu englar voru í kringum hann, til þess að vernda hann. Óhultur gekk hann gegnum mannþröngina og enginn gat fundið hann. Annað sinn er Jesúm kom til Nazaret, var honum þar jafn óvinsamlega tekið. Svo fór hann burt þaðan og kom þangað aldrei framar. Jesús starfaði hjá þeim, sem tóku fegin- samlega móti hjálp hans, og fólkið kom í stórum hópum alstaðar utan úr landsbygð- unum og flyktist í kringum hann. Þegar hann læknaði og kendi því, þá var gleðin mikil. Því fanst himininn vera kominn niður á jörðina, og það fagnaði yfir náð hins miskunsama frelsara. Það er þess vert að muna næsta vetur að ef þú leysir upp hnefa af salti í seinasta vatninu sem þú notar til að hreinsa þvott- inn þá frýs hann ekki meðan þú ert að hengja hann til þerris. Er sigrinum flýtt eða frestað? Meðan stríðið í Evrópu stóð sem hæst, sendi Eisenhower hershöfðingi þennan boð- skap heim til Bandaríkjanna: “Nema öll þjóðin, þeir á vígvellinum, og hinir, sem heima eru keppi óþreytandi að takmarkinu með sífelt vaxandi áhuga, þá frestum vér sigrinum. Áhuginn og fram- sóknin verður stöðugt að fara vaxandi, svo hún standi hæst daginn sem Þýzkaland gefst upp.” Boðskapur hershöfðingjans spratt af því að hann hafði heyrt að menn í skipakvíum og hergagnaverksmiðjum hefðu lagt nið- ur vinnu alveg eins og friður væri þegar saminn. Hann var forviða yfir því hvernig menn voru af kappi að tryggja sér stöðu á komandi friðartíma meðan þúsundir her- manna létu líf sitt á vígvellinum í þessu voðalegasta stríði mannkynssögunnar. Þegar eg las þessa grein yfir aftur datt mér í hug að það væri tímabær áminning til kirkju Krists, ekki síður en til þjóðar- innar. Það er boðskapur sem herforingi Drottins hefði vel getað sent til eftirfylgj- enda sinna, með dálítilli orðabreytingu mætti það hljóða þannig: “Ef ekki allir lærisveinar Krists, þeir sem eru á trúboð- stöðvunum og hinir, sem heima eru, ef þeir ekki allir með vaxandi áhuga keppa að takmarkinu þá frestum vér sigrinum. Á- huginn og framsóknin verður stöðugt að fara vaxandi svo hún standi hæst daginn sem. fullkominn sigur er unninn yfir hinu illa. Það eru vandræðin við fjöldann af kristn um mönnum, að þeir hafa gleymt því að þeim er falið alheims starf. Kenningin um Guðs ríki verður að boðast um allan heim- inn, “til vitnisburðar öllum þjóðum”, áður en endirinn getur komið. Matt. 24:14. Marg ir hafa allan hugann á að tryggja sjálfum sér vellíðan og þægindi, eins og ekkert stríð stæði yfir milli hins illa og góða. Þeir gleyma alveg, eða ganga fram hjá skipun Drottins síns og herra. Að vísu syngja þeir: “Gegn um hættur gegn um neyð, göngum Krists menn vora leið”, en samtímis lifa þeir eins og vopnahlé sé á komið milli hins góða og illa. En ef þeir aðeins gætu

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.